Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1952, Síða 21

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1952, Síða 21
Búnaðarskýrslur 1949—50 19* Aðrar jarðabætur voru ekki teknar á skýrslu 1950, nema skurð- gröfuskurðir, sem sérstök skýrsla er um. Á skýrslur þessar vantar framlcvæmdir til undirbúnings stofnunar byggðarhverfa á vegum Landnáms ríkisins. Þær jarðabætur hafa eigi enn verið teknar út af trúnaðarmönnum Búnaðarfélags Islands, en landnámsstjóri telur, að hér sé um að ræða fullgerða nýrækt um 60 ha, er lokið var á árinu 1950, og uin 45 km girðinga, sem lokið var á árunum 1948, 1949 og 1950. Sú nýbreytni er tekin upp á skýrslunni yfir gerðar jarðabætur 1950 (löflu XX) að láta fylgja skýrslu um framlag ríkisins til jarðabóla. Framlagið er greitt samkvæmt ákveðnum reglum, og á að nokkru leyti að vera mælikvarði á gildi jarðabótanna. Samkvæmt 11. gr. jarðræktarlaganna frá 1950 á að greiða 9 kr. framlag fyrir hvern teningsmetra i steinsteyptum safnþróm, 5 kr. í steinsteyptum áburðar- húsum, 3 kr. í steinsteyptum haugstæðum, 200 kr. fyrir hvern ha í nýrækt túns eða matjurtagarðs og í túnasléttun, 2 kr. fyrir hvern ten- ingsmetra af grjótnámi, 1 kr. fyrir teningsmetra í handgröfnum skurði, 75 aura fyrir lengdarmetra af hnausaræsi og 150 aura fyrir lengdar- metra af öðrum ræsum, 30 aura fyrir hvern metra i girðingum um tún og matjurtagarða, 1 kr. fyrir hvern teningsmetra í þurrheyshlöð- um steinsteyptum með járnþaki, 75 aura í þurrheyshlöðum á steyptum grunni byggðum úr asbesti, járni eða öðru jafngóðu efni, og kr. 5.50 fyrir hvern teningsmctra i steinsteyptum votheyshlöðuin. En frá þessu eru þó gerð nokkur frávik, sum til bráðabirgða, önnur um óákveðinn tíma. Þannig skal til ársloka 1952 greiða 500 kr. fyrir hvern sléttaðan ha í túni, og er til ætlazt, að það ákvæði megi verða til þess, að lokið sé á því ári að slétta allt túnþýfi á landinu. Þá skal til ársloka 1960 greiða 300 kr. fyrir hvern ha nýræktar, þar sem tún eru ininni á býli en 10 ha, en svo er enn um meiri hluta túna hér á landi. Þessi ákvæði miða bæði að því, að framlagið verður hærra á jafnmiklar jarðabætur til þeirra einstaklinga, búnaðarfélaga og héraða, sem styttra eru komin í búnaði sínum og minni jarðabætur bafa gert á undanförnum árum. Þannig mundi bóndi, sem ræður yfir meira en 10 ha af véltæku túni, fá sama jarðræktarframlag fyrir að fullrækta 5 ha af óræktuðu landi og bóndi með minna véltækt lún fær fyrir að slétta í túni sínu 2 ha. Og búnaðarfélag, þar sem hver bóndi ræður yfir 10 ha af véltæku túni, fær jafnmikið framlag fyrir 50 ha nýrækt og félag, þar sem enginn bóndi ræður yfir 10 ha véltæks túns fær fyrir 20 ha tiínasléttur. Þetta ruglar það verulega, að hægt sé að nota jarðabótaframlagið sem mæli- kvarða á gildi jarðabótanna, l. d. við samanburð búnaðarfélaga eða héraða. Enn er rétt að geta þess, þó að smávægilegt sé, að jarðabóta- farmlag er á sumum þjóðjörðum og kirkjujörðum tekið sem greiðsla upp í jarðarafgjald og þá ætíð með 50% álagi. Er það jarðabótafram- lag þannig reiknað á skýrslunum hér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.