Fréttablaðið - 19.01.2015, Page 2

Fréttablaðið - 19.01.2015, Page 2
19. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÉLAGSSTARF Úlfljótsvatn er sagt hafa sannað gildi sitt sem útivistar- paradís skáta um helgina þegar þar komu saman 150 skátar úr Reykjavík til að halda sitt Vetrarmót. „Skátaskálarnir voru fullnýttir og einnig sváfu um tuttugu foringjar og eldri skátar í tjöldum,“ segir í tilkynningu Skátasambands Reykjavíkur. „Mótið heppnaðist einstaklega vel, dagskráin var fjölbreytt og þátt- takendur voru úr öllum skátafélögum í Reykjavík,“ er haft eftir Jóni Andra Helgasyni hjá Skátasambandinu. - óká 150 skátar úr Reykjavík mættu á Vetrarmót um helgina: Foringjar og eldri skátar sváfu úti KÁTIR KRAKKAR Slöngubátarennsli, kyndlagerð, hópeflisleikir, bogfimi, klifur og sig eru á meðal hluta sem reykvískir skátar skemmtu sér við á Úlfljótsvatni um nýliðna helgi. MYND/SKÁTASAMBAND REYKJAVÍKUR Þetta er tæpast hægðarleikur? Þvert á móti! Þetta er hægðarleikur. Jóhannes Valgeir Reynisson er stofnandi Bláa naglans. Samtökin gefa öllum einstaklingum, konum og körlum, sem verða fimmtugir á árinu afmælisgjöf í formi skimunarprófs fyrir blóð í hægðum. STJÓRNSÝSLA Kvikmyndasjóður Íslands er núna í janúar strax orð- inn tómur hvað varðar vilyrði um framleiðslustyrki vegna mynda sem á að frumsýna á næsta ári. „Það er rétt, það eru ekki lausir peningar í viðamikil framleiðslu- verkefni,“ segir Laufey Guðjóns- dóttir, forstöðumaður Kvikmynda- miðstöðvar Íslands, og bætir við að staðan sé óvenjuleg á þessum árstíma. Vilyrði um styrk er forsenda frek- ari fjármögnunar verkefna og því afar mikilvæg. Aðeins þrjár kvik- myndir hafa fengið vilyrði fyrir næsta ár, eða Svanurinn í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifs dóttur, Undir halastjörnu í leikstjórn Ara Alex- anders og Andið eðlilega eftir Ísoldi Uggadóttur. „Til að halda greininni á floti þarf að vera með að minnsta kosti þrjár myndir sem eru full- framleiddar með öllu sem tilheyrir stórum myndum. Við höfum varla haldið því í rauninni. Þetta er rosa- lega þröng staða og hún er búin að vera þröng lengi.“ Enn eru þó peningar til í sjóðn- um fyrir handrita- og þróunar- styrkjum. Þeir nema tveimur til sex milljónum króna fyrir hvert verkefni. „Við gætum ekki gert sögulega stórmynd, búningamynd sem ger- ist í fortíðinni. Þær eru of dýrar. Allar myndir þurfa að gerast í nútímanum og helst sem næst Reykjavík.“ Laufey segir að lágar styrkveit- ingar til kvikmynda frá árinu 2010 hafi komið illa við íslenska kvik- myndagerð. Samkvæmt henni var framlag ríkisins 700 millj- ónir króna 2010. Fimm árum og krónuhruni síðar sé upphæðin 750 milljónir. „Núna var aðeins bætt við, sem er þakkarvert en samt ekki nóg til að halda grein- inni á floti miðað við kostnaðinn.“ Laufey nefnir þó að tuttugu pró- senta endurgreiðslur frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, sem renna að hluta til íslenskra mynda, hjálpi til en þær komi samt ekki til nota fyrr en eftir að myndir eru tilbúnar. Samkomulag kvikmyndagrein- arinnar og ríkisins frá árinu 2011 um styrki til íslenskrar kvik- myndagerðar rennur út í lok þessa árs. „Það er byrjað að leggja drög- in að því að gera nýtt samkomu- lag og ég á ekki von á öðru en að það verði góður „díalógur“ á milli stjórnvalda og greinarinnar með það. Það er svo mikið atriði, af því að fjármögnun í þessari grein tekur alltaf svo langan tíma, að hafa það til nokkurra ára í senn.“ freyr@frettabladid.is Engir lausir peningar í viðamikil verkefni Kvikmyndasjóður Íslands er nú þegar orðinn tómur hvað varðar vilyrði fyrir fram- leiðslustyrkjum fyrir kvikmyndir sem á að frumsýna á næsta ári. Fjögurra ára samningur kvikmyndagreinarinnar við ríkið rennur út í lok þessa árs. LAUFEY GUÐ- JÓNSDÓTTIR Laufey segir að byrjað sé að leggja drög að nýju samkomu- lagi á milli kvikmynda- greinarinnar og íslenska ríkisins. „Þetta er mjög slæmt, sérstaklega þegar svona mikil óvissa er í gangi. Ef menn horfa fram á að geta ekki frumsýnt mynd fyrr en 2018 þá er það mjög slæmt,“ segir kvikmyndagerðarmaður- inn Friðrik Þór Friðriksson um stöðu mála hjá Kvikmyndasjóði. „En ég er bjartsýnn á að þetta fari í gang aftur. Stjórnvöld hafa boðað að þau ætla að gera eitthvað á þessu ári.“ Þá segir Friðrik Þór „mjög bagalegt“ að ekki séu til peningar til að búa til sögulegar myndir úr fortíðinni. Hann er með tilbúið handrit að Svartfugli, byggðu á bók Gunnars Gunnarssonar sem gerist árið 1803, og veit ekki hvenær byrja megi á henni. ➜ Óvissan er mjög slæm BANDARÍKIN Samkvæmt áður óbirt- um leyniskjölum úr fórum upp- ljóstrarans Edwards Snowden býr Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkj- anna, NSA, sig undir hernað fram- tíðarinnar með því að þróa leiðir til að ráðast á tölvukerfi á netinu. Þýska tímaritið Spiegel hefur birt þessi skjöl. Þar kemur fram að árásir á netkerfi muni verða mikil- vægar í átökum framtíðarinnar. Með því að lama tölvukerfi í gegn- um netið megi lama mikilvæga inn- viði á borð við orku- og vatnsveitur, verksmiðjur, flugvelli og fjármála- stofnanir. Sérstök tæknideild hjá NSA, sem hefur skammstöfunina ANT, er sögð hafa þróað ný tölvuvopn sem nota megi til árása af ýmsu tagi. Meðal skjalanna er eins konar vörulisti, þar sem búnaður til njósna og árása er tilgreindur ásamt verði. Þar á meðal eru USB- lyklar með hlerunarbúnaði, og kosta fimmtíu stykki í pakka meira en milljón Bandaríkjadala, eða um 133 milljónir króna. - gb Bandaríska njósnastofnunin NSA býr sig undir nethernað í framtíðinni: Þróar leiðir til að lama netið HÖFUÐSTÖÐVAR NSA Þróar tækja- búnað og tækni til árása á netkerfi og njósna af ýmsu tagi. NORDICPHOTOS/AFP FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A N TO N LÖGREGLA Konan sem fannst í Reykjavíkurhöfn í gær var í lífshættu á gjörgæsludeild, sagði Friðrik Sigurbergsson, vakthafandi læknir á bráðamót- töku Landspítalans, þegar rætt var við hann í gær- kvöldi. „Ástand hennar er krítískt,“ segir Friðrik. Konunni var bjargað úr sjónum um fimmleytið síðdegis eftir að lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið ekið í höfnina. Konan er talin hafa verið allt að hálftíma í sjónum. Í kjölfarið hófst leit lögreglu, slökkviliðs og kaf- ara í höfninni til þess að ganga úr skugga um að ekki hefðu verið fleiri í bílnum. Lögreglan taldi sig hafa leitað af sér allan grun um það. Sjónarvottar sögðu skott bílsins hafa verið opið þegar honum var ekið fram af brúninni. Óskar Þór Ámundason, þjónn á Höfninni, sagði að gestur á efri hæð veitingahússins hefði séð jepplinginn fara fram af bryggjunni og lenda í sjónum. Strax var hringt í neyðarlínuna og gert viðvart. Vel gekk að ná bifreiðinni upp úr höfninni, og var þeirri vinnu lokið fyrir klukkan átta um kvöldið. - ih / gb Kona ók bifreið í sjóinn við Reykjavíkurhöfn síðdegis í gær: Konan flutt á gjörgæsludeild VIÐBÚNAÐUR VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN Aðeins ein kona reyndist hafa verið í bifreiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SLYS Snjóflóð féll í fjallshlíðinni fyrir ofan Urðarveg á Ísafirði á sjötta tímanum í gær. Tveir menn voru á svæðinu þegar flóðið féll og slasaðist annar þeirra lítils- háttar. Björgunarsveitir frá Ísafirði og Hnífsdal voru kallaðar á svæðið í kjölfar flóðsins. Hinn slasaði hlaut handleggs- brot og var komið undir læknis- hendur til aðhlynningar. Hann sakaði ekki að öðru leyti. Sam- ferðamaður hans komst óslasaður frá flóðinu. - jóe Snjóflóð féll á Ísafirði í gær: Lenti í snjóflóði og braut bein SLYS Björgunarsveitir á höfuð- borgarsvæðinu voru kallaðar út á þriðja tímanum í gær til að sækja slasaðan göngumann á Esjuna. Fjallahópur slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins og þyrla land- helgisgæslunnar voru einnig kölluð út. Þyrlan flutti göngumanninn á sjúkrahús þar sem gert var að áverkum hans. Hann hafði hlotið fótbrot á báðum fótum og líðan hans eftir aðstæðum. Atvikið átti sér stað rétt við Stein á helstu gönguleiðinni á fjallið. - jóe Fótbrotnaði á báðum fótum: Sóttu slasaðan mann á Esjuna SAMGÖNGUR Öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst í gærkvöldi vegna vegna óveðurspár. Í nótt var spáð óveðri suðvestanlands og vindhraða yfir 20 metrum á sekúndu. „Það spáir þannig veðri að það var ekki talið annað fært en að aflýsa,“ segir Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Icelandair. Ekki var heldur flogið til Íslands frá Norður-Ameríku í gærkvöldi. Búist er við að veðrið gangi niður seinni partinn í dag. - sáp Veðurspá slæm fyrir daginn: Öllu flugi frá Keflavík aflýst SPURNING DAGSINS 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E B -F 4 C 8 1 7 E B -F 3 8 C 1 7 E B -F 2 5 0 1 7 E B -F 1 1 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.