Fréttablaðið - 19.01.2015, Side 12

Fréttablaðið - 19.01.2015, Side 12
19. janúar 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Eurosonic-hátíðin er nýafstaðin, en það er stærsta tónlistarhátíð og ráðstefna sinnar tegundar í Evrópu, haldin í borginni Groenigen í norðurhluta Hollands. 20 íslenskar hljómsveitir og listamenn áttu þar afar sterka innkomu með atfylgi mennta- og menningarmálaráðherrans Ill- uga Gunnarssonar, atvinnu- og nýsköpunar- ráðherrans Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, borgarstjórans Dags B. Eggertssonar, Sig- tryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTÓNs, og fjölda annarra. Á annað hundr- að Íslendinga dvöldu í borginni meðan á hátíðinni stóð enda Ísland þar í öndvegi að þessu sinni. Það verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á ört fjölgandi land- vinningum smáþjóðar sem státar árlega af 1.400-1.500 tónleikum íslenskra hryntón- listarmanna utan landsteina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra tók ásamt borgar- stjóra þátt í fjölmennum umræðupanel um þátt Airwaves og tónlistarinnar í arðbærri ferðaþjónustu. Mennta- og menningarmála- ráðherra flutti aðalræðu vel heppnaðrar Íslandsvöku sem hundruð gesta sóttu og skartaði meðal annars Árstíðum og Júlíusi Meyvant, auk nýrrar stuttmyndar um þann „falda“ íslenska þjóðararf sem inniber nær 70.000 íslensk lög og tónverk. Á miðjum fjölmennum umræðufundi um íslensku tónævintýrin bárust svo gleðileg tíðindi af Óskarstilnefningu Jóhanns Jóhannssonar sem hlaut mikið lófatak fundargesta. Frétt- in reyndist frískandi tillegg þeim frjóa og blómstrandi akri sem íslensk tónlistarflóra speglar um þessar mundir og svo mjög er horft til af grannþjóðum. Bæði ríki og borg lögðu skipuleggjand- anum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, lið við fjármögnun Eurosonic-verkefnisins. Auk myndarlegs stuðnings við verkefnið undirritaði borgar- stjóri svo nýverið samninga um áframhald- andi stuðning við Reykjavík Loftbrú og Músíktilraunir, sem er afar þakkarvert. Þá á Icelandair heiður skilinn fyrir aðkomu sína að öllum fyrrnefndum verkefnum. Það embættisverk sem ríkisstjórnin gerði að síðasta verki sínu 2014 var sérstök tímamótaafgreiðsla 12 milljóna króna fjár- veitingar til Eurosonic-verkefnisins – beint af ríkisstjórnarborðinu. Í því embættis- verki felst mikil og táknræn viðurkenning á tilvist og mikilvægi þessarar starfsemi. Það skal þakkað af heilhug sem og efndir allra þeirra fyrirheita sem stéttinni hafa verið gefin á undanförnum misserum af fyrrnefndum ráðherrum og þá ekki síður forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innan ríkisráðherra. Víst ber að þakka en jafnframt að fagna, og njóta þess góða með- byrs sem íslenskri tónlist hefur hlotnast á undanförnum árum. Megi sú blessun lengi vara og verða samfélaginu öllu til góða. Blessun fylgir bandi hverju MENNING Jakob Frímann Magnússon í stjórn ÚTÓNs Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir með klakavél TILBOÐ V andi Grímseyinga virðist óyfirstíganlegur, að óbreyttu. Útgerðarfyrirtækin þrjú, sem framtíð byggðarinnar byggist á, skulda Íslandsbanka þrjá milljarða króna. Með öllu er vonlaust að jafn fámennt sveitarfélag geti aflað tekna fyrir afborgunum og öllu öðru, svo sem launum, útgerðarkostnaði, uppbyggingu og nauðsynlegu viðhaldi. Mestar skuldirnar eru tilkomnar vegna kvótakaupa. „Það er hægt að viðhalda byggð í Grímsey ef allir leggjast á árarnar og hjálpast að; útgerðarmenn, íbúar, fjármálastofnanir og landshlutasamtök. Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni,“ sagði Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, í samtali við Fréttablaðið. Svo alvarleg er staðan. Eftir 800 ára byggð, sjósókn við gjöful mið, hefur mannlíf haldist í eynni. Nú kann að verða bundinn endir á það. Gunnar Hannesson, útgerðar- maður í Grímsey, telur að íþyngjandi aðgerðir Íslands- banka geti endað byggð í eynni. „Það er alveg ljóst að þeir vilja fá borgað. Við erum að berjast við vanda sem varð til í hruninu og því er þetta afar erfitt. Við eigum fyrir skuldum og vel það, það er ekki málið, en Íslandsbanki vill fara að fá greitt og vill að við seljum. Ef enginn er kvótinn í eynni þá verður engin byggð heldur í eynni,“ segir Gunnar. Það er rétt sem Gunnar segir, Grímseyingar eiga kannski eignir á móti skuldum en einu verðmætin, að mati lánardrottna, er kvóti og ef hann gengur upp í skuldir eru engin verðmæti eftir, engir atvinnumöguleikar, engar tekjur og þá engin byggð. Þrjú útgerðarfélög eiga kvóta svo einhverju nemur í Grímsey. Það eru fyrirtækin Borgarhöfði ehf., Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. Fyrirtækin eru öll í viðskiptum við Íslandsbanka. Rekstur fyrirtækjanna er afar viðkvæmur og erfitt er fyrir þau að greiða af lánum sínum. Gunnar Hannesson sagði vandann hafa orðið til í hruninu 2008. Hann benti á að eignir félaganna dygðu fyrir skuldum. Eflaust er vilji víða til að viðhalda byggð í Grímsey. En til að það verði þarf svo margt að koma til. Vissulega er staðan í eynni afleiðing af kvótalögunum. Án takmarkana myndu Grímseyingar bara róa út fyrir bryggjusporðinn og fiska eins og þeir gerðu í meira en 750 ár af þeim 800 sem þeir hafa byggt Grímsey. Nú er staðan önnur. Íslandsbanki ræður í sjálfu sér næsta fram- haldi. „Það er alveg ljóst að þeir vilja fá borgað,“ sagði Gunnar Hannesson. „Ljóst er að atvinnuþróun í Grímsey er viðkvæm og því hefur bankinn komið að umræðu um með hvaða hætti tryggja megi atvinnu til framtíðar á svæðinu,“ sagði formælandi Íslandsbanka í samtali við Fréttablaðið. Þessi er staðan í Grímsey, og reyndar víðar. Á meðan byggð- inni þar blæðir getum við hin þrefað um hvort kvótakerfið okkar sé besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi eða ekki. Eins verðum við að spyrja og svara hvort við viljum meta að jöfnu hagvöxt og hagsæld, líka Grímseyinga. Meðan við veltum þessu fyrir okkur róa Grímseyingar enn einn lífróðurinn, nú í skuldahafi. Samfélagið stendur ekki undir skuldunum: Skuldirnar eyða byggð í Grímsey Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Staðan endurspeglar fylgið Hún var fjörug umræðan í lok útvarps- þáttarins Sprengisandur á Bylgjunni í gær þar sem þingflokksformenn og aðrir talsmenn þingflokka tókust á um veturinn fram undan. Ásmundur Einar Daðason mætti fyrir hönd Framsóknar- flokksins og sagðist verða var við biturleika í stjórnarandstöðunni. „Við erum að horfa upp á það að landið er á góðri siglingu,“ sagði Ásmundur og bætti síðan við: „Mikið jákvætt er að gerast víða í atvinnulífinu, það verður tekið á þrotabúum föllnu bankanna af ríkisstjórn sem mun láta almenning þar í fyrsta sæti.“ Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var snöggur til svara og sagði: „Og allt endurspeglast þetta í fylgi Framsóknarflokksins.“ Átakalína Ásmundur Einar sagði í sama þætti að sér hugnaðist ekki of mikill einka- rekstur í heilbrigðisþjónustunni. Þar gæti birst átakalína milli stjórnarflokk- anna, þar sem yfirlýsing um uppbygg- ingu heilbrigðiskerfisins sem undir- rituð var fyrir tíu dögum inniheldur áform um að opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heil- brigðisþjónustu. Raunar skrifuðu undir yfirlýsinguna, ásamt fulltrúum lækna, heilbrigðisráðherra, starf- andi fjármálaráðherra og síðast en ekki síst forsætisráðherra og samflokks- maður Ásmundar, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson. Fylgdist hann með? Sigmundur Davíð sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi að það að skilja aðildarumsókn Íslands við ESB eftir í lausu lofti yrði erfiðara fyrir Sjálf- stæðisflokkinn en að slíta viðræðum, eins og hann og utanríkisráðherra hafa boðað. Þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, leit öðruvísi á málin í Sprengisandi, þar sem hún talaði um uppnám, ekki aðeins innan flokks síns heldur einnig meðal þjóðarinnar. Sambærileg tillaga olli miklum usla bæði innan þings og utan, þar sem boðað var til ítrekaðra mótmæla vegna svikinna kosningalof- orða og í kjölfarið lögð drög að stofnun nýs alþjóðasinnaðs hægri flokks til höfuðs Sjálfstæðisflokknum. Var Sigmundur ekkert að fylgjast með í fyrra? fanney@frettabladid.is 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E C -E 1 C 8 1 7 E C -E 0 8 C 1 7 E C -D F 5 0 1 7 E C -D E 1 4 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.