Fréttablaðið - 19.01.2015, Síða 16

Fréttablaðið - 19.01.2015, Síða 16
19. janúar 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, JÓNA LÍSBET SIGURÐARDÓTTIR Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Réttarbakka 21, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 13. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 21. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþökkuð, þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Oddgeir Sigurðsson Sigríður Björnsdóttir Margrét Sigurðardóttir Þór Ingi Erlingsson og systkinabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, ÞORVARÐUR VIGFÚS ÞORVALDSSON (VARÐI) húsgagnasmíða- og dúklagningameistari, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja föstudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en bendum á söfnun Kvenfélagsins Líknar fyrir sneiðmyndatæki á HSV: kt. 430269-2919, rknr. 0582-14-402014 / 1167-05-402014. Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir Bjarný Þorvarðardóttir Gunnar Heiðar Þorvaldsson Gauti Þorvarðarson Elísabet Þorvaldsdóttir Víðir Þorvarðarson Ásta Þorvarðardóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR lést þann 14. janúar. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. janúar klukkan 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks 13E á Landspítalanum við ómetanlega aðstoð og aðhlynningu. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Sigurður Örn Jónsson Anna Jónsdóttir Óli Björgvin Jónsson Sigríður Sóley Guðnadóttir Sigurður Sigurðsson Þóra Þórarinsdóttir og barnabörn. MERKISATBURÐIR 1778 James Cook finnur Havaí-eyjar fyrstur Evrópumanna svo vitað sé og nefnir þær Sandvíkureyjar. 1853 Óperan Il Trovatore eftir Guiseppe Verdi er sýnd í fyrsta skipti í Róm. 1892 Elizabeth Cady Stanton held- ur ræðu á Banda- ríkjaþingi og færir rök fyrir kosninga- rétti kvenna. 1896 Fyrsta rönt- gen myndavélin er sýnd. 1930 Hótel Borg tekur til starfa. Eigandi þess er Jóhannes Jósefs- son glímukappi. 1969 Stórbruni verður á Korpúlfs- stöðum. Um þessar mundir á kvenfélagið Hring- urinn 111 ára afmæli. Markmið félags- ins er, og hefur alltaf verið, að vinna að líknar- og mannúðarmálum sérstaklega í þágu barna. „Í félaginu eru um 350 konur sem eru mjög samstilltar og áhugasamar um starfið,“ segir Sonja Egilsdóttir, for- maður félagsins. Sonja tók við starfinu í maí í fyrra en á árinu gaf félagið gjaf- ir og styrki fyrir 140 milljónir króna. „Á 110 ára afmæli félagsins í fyrra afhentum við Barnaspítala Hringsins 110 milljónir króna, eina milljón fyrir hvert ár sem félagið hefur verið til,“ segir Sonja. Þrjátíu milljónum var því varið að auki í önnur verkefni á árinu. Auk áðurnefndra milljóna hlaut Barnaspítali Hringsins hjartalínurits- tæki á hjólastandi, tíu pela- og sprautu- hitara auk ristil- og magaspeglunar- tækja. Græjurnar voru keyptar fyrir fjármuni, alls sex milljónir króna, sem söfnuðust í bjóráskorun á meðal not- enda samskiptavefsins Facebook. Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans hlaut nauðsynlegan búnað í læknisskoðunarherbergi, fósturgrein- ingardeild kvennadeildar LSH ómskoð- unartæki, svæfinga- og gjörgæsludeild LSH sérhæft tæki til barkaþræðingar í börnum og gjörgæslu- og vöknunardeild LSH fékk fjármagn til að bæta aðstöðu í aðstandendarýmum. Að auki hlutu Ísbjörninn Hringur, Sjónarhóll, Rjóðrið, Dropinn og Lyngás styrki. „Starfið í ár verður mjög hefðbundið hjá okkur. Helstu fjáraflanirnar okkar eru jólabasarinn, jólakortin og jóla- kaffið okkar,“ segir Sonja. Vinna við undirbúning þessara viðburða stendur allan veturinn. Yfir vetrarmánuðina hittist hópur tvisvar í viku til að vinna handavinnu sem verður til sölu á jóla- basarnum. Sá fer yfirleitt fram fyrsta sunnudag í nóvembermánuði. Í mars hefjast þær handa við að undir- búa jólakortasöluna. Kortin eru sett upp og send í prentun. Í september byrj- ar vinna við að brjóta kortin saman og setja í umslög. Það verk vinna um þrjá- tíu konur einu sinni í viku fram að jóla- mánuðinum. „Allt okkar starf er unnið í sjálfboðavinnu. Það er engin yfir- bygging hjá okkur heldur fer allt beint í styrki,“ segir Sonja. „Ef við sjáum ein- hvers staðar þörf fyrir styrki leggjum við enn meir á okkur til að hjálpa.“ Í tilefni afmælisins munu Hrings- konur hafa afmæliskaffi fyrir meðlimi félagsins um komandi helgi. Öðrum vel- unnurum sem vilja halda upp á daginn er bent á að alltaf er hægt að styrkja félagið en reikningsupplýsingar þess má finna á heimasíðunni hringurinn. is. johannoli@frettabladid.is Kvenfélagið Hringurinn fagnar 111 ára afmæli Á árinu sem leið veitti kvenfélagið Hringurinn styrki og gjafi r upp á 140 milljónir króna. Vinna og undirbúningur safnanna stendur allt árið um kring segir formaður félagsins. FORMAÐUR Sonja Egilsdóttir tók við for- manns embætti Hringsins í maí í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fyrst var tilkynnt um hjólreiðakeppnina Tour de France þennan dag fyrir 112 árum. Hugmyndin kviknaði hjá Géo Lefévre, blaðamanni franska tímaritsins L‘Auto, og viðraði hann hugrenn- ingar sínar við ritstjórann Henri Desgrange í hádegispásu 20. nóvember 1902. Upphaflega átti keppnin að standa í fimm vikur, en hjól- reiðamönnum hraus hugur við þeirri tilhugsun og aðeins fimmtán skráðu sig til keppni. Ákvað Desgrange þá að stytta keppnistímann niður í 19 daga og fór þá fjöldi þátttakenda upp í 60. Tour de France stendur yfirleitt yfir í 23 daga og er hjólað jafnt á sléttlendi sem og í erfiðu fjall- lendi. Mestan part fer keppnin fram á franskri grundu, en teygir anga sína til annarra landa innan Evrópu á hverju ári, oftast til Ítalíu, Spánar, Sviss, Þýskalands, Belgíu, Lúxemborgar, Bretlands og Hollands. Síðan keppninni var komið á fót hefur hún farið fram árlega að undanskildum stríðsárunum. Sigursælustu keppendurnir eru Jacques Anquetil, Bernard Hinault, Eddy Merckx og Miguel Indurain með fimm sigra. Bandaríkja- maðurinn Lance Armstrong vann keppnina oftar en var sviptur titlum sínum eftir lyfjamisferli. Keppnin er talinn einn erfiðasti íþróttavið- burður heims og hefur tekið nokkur mannslíf. Alls fjórir hjólreiðamenn hafa látist meðan þeir tóku þátt og fjöldi áhorfenda hefur slasast. 112 ÁR ERU LIÐIN FRÁ ÞVÍ AÐ KEPPNINNI VAR KOMIÐ Á FÓT: Tilkynnt um keppnina Tour de France SIGURVEGARI Vicenzo Nibali vann Tour de France á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E C -3 0 0 8 1 7 E C -2 E C C 1 7 E C -2 D 9 0 1 7 E C -2 C 5 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.