Fréttablaðið - 19.01.2015, Qupperneq 19
Kynningarblað Wise, Opin kerfi og Pinnið á minnið.
KASSAKERFI
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2015
&SJÓÐSVÉLAR
Wise er stærsti söluaðili NAV á Íslandi og er í fararbroddi í upplýsingatækni. „Sem dæmi um viðskiptavini sem nota NAV og
Centara á Íslandi má nefna Hagkaup, Rúmfata-
lagerinn, Kost, KEA og fjölda sveitarfélaga um allt
land,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri hjá Wise.
Fyrir allar stærðir fyrirtækja
„Í nútíma rekstrarumhverfi er sama þörf fyrir
verslunarlausnir hjá smærri sem stærri fyrir-
tækjum hvað varðar upplýsingatækni og teng-
ingu við undirliggjandi viðskiptakerfi. Fram að
þessu hafa ekki margar lausnir verið á boð stólum
á nægjan lega hagstæðu verði og í hagkvæmu
rekstrar umhverfi,“ segir Jón Heiðar.
Með Centara-tengingu við Dynamics NAV geta
allir komið sér upp og rekið fullkomið bókhalds-
og verslunarkerfi, allt frá einni verslun til stærstu
verslanakeðja. „Centara er afgreiðslulausn sem er
auðveld í uppsetningu og notkun. Hana er einnig
hægt að nota eina og sér, með eða án bókhalds eða
tengda öðrum kerfum,“ útskýrir Jón Heiðar. Hann
bendir á að áður gátu aðeins stærri aðilar nýtt sér
sambærilegar lausnir frá öðrum aðilum en að þær
hafi oftast verið bæði dýrar og flóknar í innleiðingu
og rekstri. Með Dynamics NAV og Centara, upp-
settu og tilbúnu til notkunar, geta því allir nýtt sér
og haft aðgang að fullkomnu verslunarkerfi á verði
sem hentar jafnt stærri sem smærri fyrirtækjum.
Heildstæð lausn vélar, nets og hugbúnaðar
Wise býður viðskiptavinum upp á hvort heldur
sem hentar að kaupa kerfið eða vera í mánaðar-
legri áskrift í skýinu. „Þægilegasta leiðin í dag er
að velja Dynamics NAV í áskrift auk Centara en
þá er greitt mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað,
uppfærslu- og þjónustugjöld í stað þess að þurfa
að fjárfesta í hugbúnaði, vélbúnaði og öðru um-
hverfi til að keyra hugbúnaðinn. Með því að vera í
áskrift er þekktur kostnaður við vistun og afritun
á gögnum í fullkomnu tækniumhverfi, öryggis-
varnir og SQL-gagnagrunnur. NAV og Centara
í áskrift er sveigjanleg lausn sem gefur kost á
breytilegum fjölda notenda að kerfinu eftir því
sem hentar í hverjum mánuði sem heldur kostn-
aðinum í lágmarki. Einnig er í
boði að fá Office 365 í áskrift sem
í eru Word, Excel, Powerpoint og
fleiri forrit. Þá er búið að leysa
málið þannig að ekki þarf neina
miðlæga netþjóna til að keyra
kerfið heldur er það komið uppsett í skýið,“ segir
Jón Heiðar.
Þekktur rekstrarkostnaður miðast við fjölda
notenda hverju sinni
Centara-afgreiðslukerfið býður upp á sveigjanlegt
viðmót, allt frá einfaldri afgreiðslu yfir í flóknari
útfærslur fyrir stórfyrirtæki. Viðbótarlausnir eru
sem dæmi sérhannað afsláttarkerfi (e. mix and
match), vildarkerfi, gjafakortakerfi og veitinga-
húsakerfi.
„Í áskrift þarf sá sem er að opna verslun, ferða-
þjónustu, veitingastað eða annan
rekstur einungis að hugsa um
rekstur kassanna. Allt annað er
hýst og leigt og greitt af mánaðar-
lega. Þá er viðkomandi kom-
inn með fullkomið bókhalds-
og afgreiðslukerfi. Um verður að ræða þekktan
rekstrar kostnað sem er sveigjanlegur eftir fjölda
notenda hverju sinni,“ lýsir Jón Heiðar og nefn-
ir að fimmtán daga prófunaraðgangur að Dyna-
mics NAV 2015 sé í boði.
Með beintengingu við NAV-bókhaldslausnina
flæða upplýsingar um greiðslur, vörur, viðskipta-
vini, gjafakort og afslætti milli kerfanna.
Bókhaldskerfið NAV og Centara-
verslunarlausnin í áskrift
Wise er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á bókhald, ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og
persónulegri þjónustu. Kerfi Wise eru í notkun hjá öllum stærðum fyrirtækja og Wise býður viðskiptavinum sínum upp á samþættar
lausnir sem eru byggðar á vörum Microsoft og uppfylla þeirra kröfur. Hjá Wise starfa 80 manns, sem sérhæfa sig í NAV, bókhaldi og
ráðgjöf fyrir verslunarfyrirtæki, þjónustufyrirtæki, sjávarútveg og sveitarfélög.
Hallgerður Jóna Elfarsdóttir sölustjóri,
Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og
markaðssviðs Wise lausna, og Björn
Þórhallsson sölustjóri.
- snjallar lausnir
Gold Enterprise Resource Planning
Silver ndependent Software Vendor ( SV)
Borgartún 26, Reykjavík & Hafnarstræti 93-95, Akureyri » sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is * gildir til 30. 06. 2017
Aðgangur að Office 365
fylgir með Microsoft
Dynamics NAV í áskrift.*frá kr.
pr. mán. án vsk
Fullbúin viðskiptalausn í áskrift
- Microsoft Dynamics NAV
Wise býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins
í mánaðarlegri áskrift - NAV í áskrift.
Lágmarkaðu kostnaðinn og kynntu þér málið á
www.navaskrift.is
• Wise var valið í þriðja sinn sam-
starfsaðili ársins af Microsoft
árið 2014.
• Wise er fyrirmyndarfyrirtæki VR,
í flokki stærri fyrirtækja.
• Hjá Wise starfa um 80 metn-
aðarfullir starfsmenn.
• Viðskiptavinir Wise eru um 500
talsins víðs vegar um heiminn.
• Wise er stærsti söluaðili
Dynamics NAV á Íslandi og
sem slíkur besti aðilinn til þess
að tengja NAV og Centara.
• Wise er sölu- og dreifingaraðili
Centara á Íslandi.
• Wise rekur meðal annars
dótturfyrirtæki í Kanada og á
samstarfsaðila um allan heim.
FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI
Wise hefur þrisvar verið valið sam-
starfsaðili ársins af Microsoft.
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
E
D
-1
8
1
8
1
7
E
D
-1
6
D
C
1
7
E
D
-1
5
A
0
1
7
E
D
-1
4
6
4
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K