Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2015, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 19.01.2015, Qupperneq 45
MÁNUDAGUR 19. janúar 2015 | MENNING | 21 Frábær verð Fjölbreyttur fatnaður Opið alla virka daga ÚTSÖLU - MARKAÐURINN Fákafeni 11 (Beint á móti Metro) Laugardaga kl.16:00-18:00 kl: 13:00-16:00 Rússnesk rómantík er yfirskrift efnisskrár fyrstu hádegistónleika ársins hjá Íslensku óperunni. Stef- án Baldursson óperustjóri segir að hér sé á ferðinni sérstaklega vel heppnað og skemmtilegt samvinnu- verkefni á milli óperunnar og Hörp- unnar. „Hádegistónleikarnir byrj- uðu á sínum tíma í óperunni þegar hún var enn í Gamla bíói en varð svo að meira samvinnuverkefni eftir að við fluttum í Hörpuna. Þarna gefst okkur tækifæri til þess að vera með bæði reynda söngvara sem ungar vonarstjörnur og það finnst okkur sérstaklega skemmtilegt.“ Efnisskráin á hádegistón leikum er fjölbreytt yfir veturinn og auk þess koma fram söngvarar úr ýmsum áttum. Antonia Hevesi hefur verið undirleikari á öllum nema tvennum tónleikanna í Hörp- unni og hún segir að þetta sé sér- staklega skemmtilegt tækifæri fyrir fólk til þess að kynnast lif- andi óperutónlist. „Þessir tónleikar eru ákaflega aðgengilegir fyrir alla og ekki aðeins vegna þess að það er frítt inn. Tónleikagestir fá útprentað blað með upplýsingum um það sem er á efnisskránni og svo segja söngvararnir venjulega aðeins frá hverri aríu fyrir sig. Það er fínt fyrir þá sem eru að byrja að taka svo með sér reynsluna og upp- lýsingarnar heim og halda áfram að hlusta þar. Þessi tónleikaröð er því einkar hentug fyrir þá sem vilja kynna sér óperutónlist og að sjálfsögðu líka þá sem eru þegar forfallnir óperuaðdáendur. Okkur finnst alltaf sérstaklega gaman að sjá þegar við erum að fá nýja og áhugasama áhorfendur.“ Á tónleikunum á morgun koma fram mezzósópransöngkonan Nathalía Druzin Halldórsdóttir og tenórsöngvarinn Egill Árni ásamt píanóleikaranum Antoniu Hevesi. Bæði Nathalía og Egill hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir söng sinn og hafa komið víða fram bæði hérlendis og erlendis. Á efnisskránni að þessu sinni eru aríur eftir Nikolai Rimsky Korsa- kov og Pjotr Iljits Tsjækovski auk Sisa tura, vögguljóðs frá Georgíu. Tónleikarnir fara fram í Norður- ljósum í Hörpu þriðjudaginn 20. janúar kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis. Fáum nýja unnendur óperutónlistar Hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar í Hörpu er sérlega aðgengileg fyrir alla áhugasama, segir Antonia Hevesi píanóleikari. Gaman að sjá nýja áhorfendur. RÚSSNESK RÓMANTÍK Þessi tónlist er ákaflega aðgengileg og rómantísk, segir Antonia Hevesi píanóleikari. FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI Helstu breytingar á skattalögum Fim. 22. janúar | kl. 8:30 | Borgartún 27 Miklar breytingar voru gerðar á skattalögum í lok síðasta árs, auk þess sem ýmsar breytingar voru gerðar á lögum sem tengjast tekjuöflun ríkissjóðs. Á þessum fyrsta fróðleiksfundi ársins verða breytingarnar og helstu áhrif þeirra kynntar. Fróðleiksfundir vítt og breitt um landið Egilsstaðir: þriðjudag 27/1 kl. 16:00 Akureyri: fimmtudag 29/1 kl. 8:30 Borgarnes: fimmtudag 29/1 kl. 16:00 Stykkishólmur: þriðjudag 3/2 kl. 16:00 Reykjanesbær: miðvikudag 4/2 kl. 9:00 Selfoss: fimmtudag 5/2 kl. 16:00 Vestmannaeyjar: fimmtudag 5/2 kl. 16:00 Nánari upplýsingar og skráning án endurgjalds er á kpmg.is SKATTA- OG LÖGFRÆÐISVIÐ Skattabæklingur 2015 Upplýsingar um skattamál einstaklinga og rekstraraðila 2014 / 2015 kpmg.is Skattabæklingi 2015 verður dreift á fundunum Okkur finnst alltaf sérstaklega gaman að sjá þegar við erum að fá nýja og áhugasama áhorfendur. Myndlistarkonan Sirra Sigrún Sigurðardóttir heldur fyrirlest- ur um vinnuferlið og hugmynd- ir sem liggja að baki sýning- unni Flatland í fyrirlestrarsal myndlistardeildar Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91 kl. 12.30 í dag. Sirra er einn stofnenda og eig- enda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík. Í fyrir- lestrinum mun hún veita inn- sýn í vinnuferlið og hugmyndir sem liggja að baki sýningunni Flatland sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur en við- fangsefnið er hugmyndin um upplýsingar í samfélaginu, hvernig þær eru settar fram og hvernig þær eru notaðar. Fyrirlestur um Flatland SIRRA SIGURÐARDÓTTIR Heldur fyrir- lestur í fyrirlestarsal myndlistardeildar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E C -E 1 C 8 1 7 E C -E 0 8 C 1 7 E C -D F 5 0 1 7 E C -D E 1 4 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.