Fréttablaðið - 19.01.2015, Síða 46
19. janúar 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 22
BAKÞANKAR
Berglindar
Pétursdóttur
„Hva, ertu eitthvað pirruð eða?“
Á þessum orðum hófst fyrsta símtal vinnudagsins. Hafði stuttu áður sent
hringjanda póst þar sem ég gerði grein
fyrir því hvernig mætti bæta samskipti
okkar við ákveðinn viðskiptavin, spara
tíma fyrir okkur og peninga fyrir hann. Ég
gerði mér grein fyrir möguleikanum á því
að þetta yrði lesið með ákveðnum leiðinda-
tón í huganum svo ég setti broskall aftast
í póstinn, til öryggis. Bros kallsins var
augljóslega ósannfærandi með öllu.
ÉG vissi ekki alveg hverju ég ætti að
svara. Já, ég var frekar pirruð, núna.
Aðallega af því að símtalið byrjaði
með þessari ömurlegu spurningu.
Áður en ég tók upp tólið var ég
ekki sérstaklega gröm.
EÐA hvað. Jú reyndar var ég
kannski frekar pirruð. Það er
ýmislegt sem pirrar mig þessa
dagana. Til dæmis launamunur
kynjanna, feðraveldið, heimskt
fólk, íslensk stjórnvöld, Sig-
mundur Davíð, matarskattur,
Sigmundur Davíð, hálka, fáfróðir
rasistar, sjomlamenning, ofbeldi
gegn konum, ofbeldi gegn körlum,
ofbeldi gegn börnum, ofbeldi gegn dýrum,
Sigmundur Davíð, fólk sem kemst á þing
þrátt fyrir litla sem enga heilastarfsemi,
endalausar uppsprettur leiðinda á inter-
netinu, úldna grænmetið í verslunum,
Framsóknarflokkurinn, símtöl sem byrja á
spurningunni „ertu eitthvað pirruð eða?“,
að fólk þurfi að líða fátækt á Íslandi, að
fólk þurfi að líða fátækt annars staðar,
innflutningstollar, hræðsla við samkyn-
hneigða og fréttir af fólki sem missir fullt
af kílóum.
ÞAÐ sem er sérstaklega pirrandi er líka
það að í hvert skipti sem eitthvert þess-
ara atriða virðist vera að þokast í rétta átt
heyrast háværar raddir almennings á kom-
mentakerfum og öll von manns sturtast
ofan í klósettið.
ÞEGAR ég byrjaði að skrifa bakþanka
hafði ég það að leiðarljósi að skrifa um eitt-
hvað skemmtilegt. Slökkt hefur verið á
leiðarljósinu. Ég sigli nú blindandi í myrkri
endalausra íslenskra leiðinda sem hafa náð
tökum á mér og eru að éta mig lifandi.
SVO að já, ég er gjörsamlega búin á því af
pirringi. Enginn broskall.
TÓNLIST ★★★★
In the Eye of the Storm
Mono Town
RECORD RECORDS
In the Eye of the Storm er
fyrsta breiðskífa hljómsveit-
arinnar Mono Town sem
hefur á undanförnum árum
spilað nokkuð víða og fengið
fína áhlustun í útvarpi. Sveit-
in er skipuð þremur mönn-
um á fertugsaldri sem fá
þó til liðs við sig talsvert af
aðstoðarfólki við gerð skíf-
unnar. Þar á meðal er hinn
margverðlaunaði kammer-
kór Hallgrímskirkju, hvorki
meira né minna.
Mikill metnaður ein-
kennir verkið og greinilegt
er að mikil vinna hefur
verið lögð í þennan frumburð. Flutningurinn sjálf-
ur er virkilega fagmannlegur og upptökustjórn til
fyrirmyndar – svo mikið til fyrirmyndar að In the
Eye of the Storm dansar á línunni að vera „óver-
pródúseruð“.
Tónlistin sem hljómsveitin flytur og aðhyllist
greinilega er bresk indírokktónlist sem var vinsæl-
ust á 10. áratug síðustu aldar, sennilega um það leyti
sem hljómsveitarmeðlimir voru að vaxa úr grasi.
Þetta eru alls ekki frumlegustu tónsmíðar í sögu
mannkyns og gæti allt eins verið plata með sveit á
borð við Manic Street Preachers, Stereophonics eða
ef til vill hinni vanmetnu Starsailor. Rödd Bjarka
Sigurðssonar, söngvara og helstu driffjaðrar sveit-
arinnar, sver sig í ætt breskra rokksöngvara þess
tíma – einhvers konar Liam Gallagher Íslands … og
er það alls ekki illa meint.
Bestu lög plötunnar eru Peacemaker, Two
Bullets og Yesterday‘s Feeling.
Þau eru öll einstaklega melód-
ísk (eins og platan reyndar öll)
og sérstaklega skemmtilegt
að heyra ELO-strengjaútsetn-
ingarnar í síðastnefnda laginu,
sem er reyndar það lag þar sem
Bjarki nær sér helst á strik með
brothættri falsetturödd í við-
laginu – en það viðlag er bara
drullu gott. Værum við stödd á
ein hverjum skítapöbb í Sheffield
árið 1994 þá væri Alan McGhee
búinn að „sign-a“ þessa gaura á
stundinni!
Fyrir þá sem vilja fá nett
nostalgíu kast, eða einfaldlega
fíla breska indítónlist frá síðustu
öld, þá er In the Eye of the Storm
frábær skífa. Textasmíðarnar
mættu þó innihalda aðeins minna
af „la-la-la“ (án djóks, fimm lög sem innihalda þann
frasa) en annars eru flottir taktar og flottir kaflar.
Sörfgítarvæbið í No More (Shall I Fear You) er til
dæmis geggjað, gæti átt heima í kvikmynd eftir Tar-
antino. Því miður dettur skífan aðeins niður undir
lokin, þar sem er að finna sístu lögin Far Away og
Can Deny. Það verður þó að teljast líklegt að þau lög
hafi verið betri – þau mættu vera aðeins hrárri ef
eitthvað er. Björn Teitsson
NIÐURSTAÐA: Þessi plata hefði náð á topp enska vin-
sældarlistans árið 1995. Bókað mál. Nokkrir slagarar og
fínasti gripur sem dettur ögn niður undir lokin.
Nostalgía frá 90s
WEDDING RINGER KL. 5.30 - 8 - 10.20
TAKEN 3 KL. 8 - 10.30
THE HOBBIT 3 3D KL. 9
PADDINGTON ÍSL TAL KL. 5.30
PADDINGTON ENSKT TAL KL. 6
NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 5.30
MOCKINGJAY– PART 1 KL. 8
WEDDING RINGER KL. 5.40 - 8 - 10.20
WEDDING RINGER LÚXUS KL. 8 - 10.20
BLACKHAT KL. 8 - 10.25
TAKEN 3 KL. 8 - 10.50
THE HOBBIT 3 3D 48R KL. 5 - 8
THE HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL. 5
PADDINGTON ÍSL TAL 2D KL. 3.30 - 5.45
NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 3.30 - 5.45
MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.30
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
.bio siAS M
NEW YORK POST
TIME
m.a. BESTA MYND ÁRSINS
Besti Leikari í aðalhlutverki - Bradley Cooper
6
6
8, 10:45
8, 10:20
6, 9
ÆVINTÝRALEGA SKEMMTILEG MYND
FRÁ FRAMLEIÐANDA HARRY POTTER
Save the Children á Íslandi
MONO TOWN
Bjarki Sigurðsson og
bræðurnir Daði og
Börkur Birgissynir
skipa hljómsveitina
Mono Town.
FRÉTTA BLAÐIÐ/VILHELM
Gwyneth Paltrow trúir á sanna ást
og segist sjálf vera mjög róman-
tísk.
„Ég er mjög rómantísk, en ég
get verið raunsæ líka,“ sagði hin
42 ára leikkona við tímaritið OK!.
„Lífið er flókið og langt. Stund-
um gerirðu eitthvað sem aðrir
eiga eftir að fordæma og það er
þeirra vandamál. Því meira sem
ég lifi lífinu, því meira læri ég að
dæma ekki annað fólk vegna þess
sem það gerir. Flest okkar eru að
reyna sitt besta,“ sagði Paltrow
sem skildi við söngvarann Chris
Martin í mars eftir tíu ára hjóna-
band.
Er rómantísk
og raunsæ
GWYNETH PALTROW Leikkonan reynir
að dæma ekki annað fólk.
Jennifer Lawrence segist endi-
lega vilja leika í fleiri myndum
um Hungurleikana. Þessa dagana
er hún að leika í fjórðu myndinni,
The Hunger Games: Mockingjay –
Part II. Henni finnst erfitt að geta
ekki eytt meiri tíma með mótleik-
urum sínum Liam Hemsworth og
Josh Hutcherson.
„Ég á líklega eftir að klára
eina töku fyrir Hungurleikana.
Við eigum bara eitt atriði eftir og
ég er alls ekki ánægð með það.
Ég myndi pottþétt leika í fleiri
myndum. Liam er að leika í mynd
í Ástralíu í tvo mánuði. Það er
lengsta tímabilið sem við þrjú
höfum verið aðskilin.“
Pottþétt fl eiri
Hungurleika
JENNIFER LAWRENCE Vill halda áfram
að leika í Hungurleikunum.
Patrick Stewart og Ian McKellen
munu líklega ekki leika í hinni
væntanlegu X-Men: Apocalypse
sem kemur út á næsta ári. Hún
fjallar um persónur þeirra, Dr. X
og Magneto, þegar þær voru yngri.
„Ég komst að fleiru um myndina
og þar verður einblínt á fyrri líf
allra okkar persóna. Þess vegna
held ég að við munum ekki
koma við sögu,“ sagði
Patrick Stewart.
James McAvoy og
Michael Fassbender
léku yngri útgáfur
Dr. X og Magneto
í X-Men: Days
of Future Past
og endurtaka
væntan lega leik-
inn í nýju mynd-
inni.
Leika ekki í
næstu X-men
PATRICK
STEWART
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
E
C
-F
A
7
8
1
7
E
C
-F
9
3
C
1
7
E
C
-F
8
0
0
1
7
E
C
-F
6
C
4
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K