Fréttablaðið - 12.01.2015, Síða 54

Fréttablaðið - 12.01.2015, Síða 54
12. janúar 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26 BESTI BITINN „Við ákváðum eftir að hafa rætt það lengi að einbeita okkur bara að tískuheiminum á Norðurlöndun- um og Eystrasaltslöndunum. Það er svo gríðarlega mikið af stórum bloggum í Bandaríkjunum, Bret- landi, Ítalíu o g Frakklandi, svo við vildum beina spjótum okkar annað,“ segir Zymantas Karla- pavicius frá Litháen, ritstjóri tískubloggsíðunnar Nordic-Baltic Fashion. Hugmyndin að henni kviknaði fyrst í apríl 2013, en hún var ekki opnuð í þessari mynd fyrr en í júlí í fyrra. Ásamt Zymantas standa að síðunni finnsk poppstjarna og tískugúrú, grísk sminka, breskur tískubloggari og dönsk fyrirsæta. Tískusíðan hefur fjallað mikið um íslenska hönnuði, meðal annars Magneu Einarsdóttur, Helicopt- er og REY. „Fyrst trúði ég ekki að svona lítið land eins og Ísland ætti svona flotta og þróaða tísku- hönnuði. Ég trúi því innilega að heimurinn geti lært fullt af ykkar hæfileikaríka fólki og bara ykkur Íslendingum,“ segir Zymantas. Hann hefur sjálfur ekki komið til Íslands, en segir að honum finnist hann tengdur okkur. „Sem Lithái finnst mér eins og ég hafi einhverja sérstaka tengingu við Ísland. Takk fyrir að standa með okkur fyrir tuttugu og fimm árum,“ segir hann og hlær. Áhuga- samir geta kíkt á síðuna á Nordic- balticfashion.blogspot.co.uk. - asi Sameinar tísku á nýrri bloggsíðu Nordic-Baltic Fashion fj allar aðeins um tísku á Norður-og Eystrasaltslöndunum. STOFNENDUR NORDIC-BALTIC Zymantas Karlapavicius og ljós- myndarinn Anne Laymond eru meðal stofnenda síðunnar. MYND/ ANNE LAYMOND „Við tókum upp myndbandið núna þegar ég kom heim, það er svo gott að klára þetta hér heima því hér á maður svo auðveldan aðgang að frábæru fólki,“ segir söngkonan og leiklistarneminn Unnur Eggerts- dóttir. Hún dvaldi hér á landi yfir jól og áramót og ákvað að nýta tímann til þess að taka upp tónlistarmynd- band við nýtt lag. Lagið ber titilinn Í nótt og vann hún það í samvinnu við upptöku- teymið StopWaitGo. „Lagið var tekið upp fyrir svolitlu síðan og því kjörið að klára þetta núna.“ Ingimar Eydal tók myndbandið upp, Rakel Unnur Thorlacius stíl- iseraði og Ástrós Erla sá um hár og förðun. Unnur, sem lék m.a. Sollu stirðu í Latabæ og tók þátt í undan- keppni Eurovision 2013, stefnir þó ekki á að gefa út plötu á næst- unni. „Plötuútgáfa er ekki á dag- skrá svona í náinni framtíð. Ég vil einbeita mér hundrað prósent að náminu og sinna því eins vel og ég get. Það eru þó þvílík forrétt- indi að geta komið heim og hent út einu og einu lagi, þótt þau séu ekki endilega hluti af stærri list- rænni mynd. Í augnablikinu finnst mér þetta skemmtilegast og þá vil ég gera bara akkúrat það. Svo seinna mun ég kannski vilja gefa út plötu í allt öðrum stíl og segja skilið við poppið. Það eru til svo margar sögur af leiklistarnemum sem hipsterast svo við námið að kannski á næsta ári mun ég gefa út vínylplötu á færeysku. Ég úti- loka ekkert,“ segir Unnur og hlær. Hún er að læra leiklist við skól- ann The American Academy of Dramatic Arts í New York. „Ég dýrka New York,“ segir Unnur og bætir við: „Ég er mjög ánægð með námið. Þetta var sjúklega erfið önn en ég er búin að læra ótrúlega mikið.“ Hún hefur þó náð að njóta lífsins með náminu úti og kynntist frægri persónu. „Ég og Chantel Riley, stelpan sem leikur Nölu í Lion Tók upp myndband í heimsókn til Íslands Unnur Eggertsdóttir nýtti ferðina til Íslands og tók upp nýtt tónlistarmyndband. NÝTT MYNDBAND Unnur Eggertsdóttir kann vel við sig í New York, þar sem hún býr núna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það eru til svo margar sögur af leiklistar- nemum sem hipsterast svo við námið að kannski á næsta ári mun ég gefa út vínylplötu á færeysku. King á Broadway, erum orðnar fínar vinkonur. Ég kom samt varla upp orði þegar ég hitti hana fyrst, slefaði bara og muldraði að mér fyndist hún frábær. Næst á dag- skrá er að drösla henni til Íslands,“ segir Unnur og hlær. gunnarleo@frettabladid.is „Fresco-salat! Palm Beach klikkar ekki. Ótrúlega gott og hollt í leiðinni.“ Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona. Hingað er væntanleg Ina May Gaskin, frægasta ljósmóðir Banda- ríkjanna. „Hún hefur starfað sem ljósmóðir í fjörutíu ár og er mikil baráttukona fyrir náttúrulegum og ótrufluðum fæðingum,“ segir Soffía Bæringsdóttir doula sem stendur fyrir komu hennar til landsins. Að auki hefur Gaskin skrifað fjórar metsölubækur um „Spirit- ual midwifery“. „Það er of oft grip- ið inn í eðlilega fæðingu. Konur eru aldar upp í ótta við fæðingar, en fái þær rétta ljósmæðraleidda umönnun og fá að stjórna henni sjálfar þá er mun líklegra að þær upplifi góða fæðingu,“ segir Soffía og bætir við að Gaskin telji fæð- inguna vanmetið mannréttindamál og mikilvægt sé að virða rétt kvenna í henni. Soffía segir Ísland nokkuð framar lega í þessum málum, en við megum ekki missa niður þráð- inn. „Við stöndum á smá veltikúlu. Það er búið að loka fæðingarstöð- um, gangsetningartíðni er há og það er bara val um heima- eða sjúkrahúsfæðingu. Margar konur gætu hugsað sér að vera þarna á milli. Með því að stýra fæðingunni of mikið þá erum við að útrýma þessari eðlilegu fæðingu,“ segir Soffía. „Við stöndum vel, en þurfum samt að koma á fót vitundarvakn- ingu meðal kvenna,“ segir Soffía. Fyrirlesturinn er opinn öllum og verður haldinn 6. febrúar á Hótel Sögu klukkan níu. - asi Frægasta ljósmóðir Bandaríkjanna til Íslands Þekktasta ljósmóðir Bandaríkjanna, Ina May Gaskin, segir fæðinguna vera vanmetin mannréttindi. ÞARF VITUNDARVAKNINGU Soffía Bæringsdóttir segir okkur Íslendinga framarlega í þessum málum, en vitundarvakning sé engu að síður nauðsynleg. INA MAY GRESKIN 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E 8 -B C 3 8 1 7 E 8 -B A F C 1 7 E 8 -B 9 C 0 1 7 E 8 -B 8 8 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.