Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1952, Síða 16
12*
Mannfjöldaskýrslur 11)41—1050
Fyrstu 4 áratugina cr aðeins miðað við aðalmanntölin og gert ráð
fyrir liltölulega jöfnun vexti árlcga milli þeirra, en tvo síðustu áratug-
iua er miðað við vöxt hvers árs samkvæmt ársmanntölunum.
í 1. dálki 2. yfirlits sést hin e ð 1 i 1 e g a m a n n f j ö 1 g u n, sem stafar
af því, hversu margir fleiri fæðast en deyja. Á hlutfallstölunum í 4.
dálki sést, að hin eðlilega mannfjölgun hefur fyrst farið minnkandi,
en 1935 hefur hreyfingin niður á við stöðvazt, og hefur fjölgunin síðan
verið svipuð allt fram á árið 1941, en síðan hefur tckið við ört vaxandi
hreyfing upp á við, svo að fjölgunin 1950 er orðin tvöföld á móts við
það, sem hún var 1939.
2. dálkurinn í 2. yfirliti sýnir mismuninn á mannfjölguninni sam-
kvæmt manntölunum og hinni cðlilegu mannfjölgun. Ef manntölunum
er treystandi, hlýtur sá munur að stafa af mannflutningum inn
í landið eða ú l úr því. Ef manntnlið sýnir meiri fjölgun, hcfur
fólk bætzt við utan frá, en cf það sýnir minni fjölgun, hefur fólk horfið
úr landi. Hefur það verið nokkuð sitt á hvað á þessum árum, en þó i
heildinni flciri komið utan frá heldur en horfið hafa á burt. Er sá
munur alls rúmlega 700 manns á þessum 20 árum, eða 35 manns á ári
að meðaltali.
Tveir fyrslu dálkarnir í 1. yfirliti sýna tölu karla og' kvenna
hvorra í sínu lagi ár hvert. Bera þær mcð sér, að fjöldi kvenna um-
fram karla hefur á þcssum árum farið síminnkandi og 1949 er hann
að heita má horfinn. Árið 1933 voru 1033 konur á móts við 1000 karla,
en 1949 og 1950 var komið á jafnvægi, 1000 á móti 1000, og 1950 voru
karlar jafnvel örlítið fleiri.
2. Mannfjöldi í bæjum og sveitum.
Urban and rural population.
í 1. yfirliti (bls. 10*) er meðalinannfjöldanum á hverju ári 1931—
1950 skipt í Reykjavik, aðra kaupstaði, kauptún mcð yfir 300 ibúa og
sveitir, að meðtöidum smærri kauptúnum og þorpum. Tala kauptúna
mcð yfir 300 ibúa og kaupstaða utan Reykjavíkur cr sctt i svigum fram-
an við viðkomandi mannfjöldatölur. Hefur kauptúnum með yfir 300
íbúa fjölgað á þessum 20 árum úr 22 upp i 31, enda þótt nokkur hafi
aftur gengið úr skaftinu vegna þess að þau hafa fengið kaupstaðarrétt-
indi, því að kaupstöðum utan Rcykjavikur hefur fjölgað úr 7 upp í 12.
Hverjir þessir kaupstaðir eru, sést á bls. 6 og 72, og þar sést líka, hvaða
kaupstaðir hafa bætzt í hópinn á þessum árum og hvenær. í töflu V
(bls. 18—19 og' 84—85) eru tilgreind þau kauptún, sem hafa yfir 300
ibúa, ásamt ýmsum fleirum, scm ckki ná þeirri tölu. Þó hafa ekki verið
tekin með í kauptúnadálkinn í 1. yfirliti öll kauptún jafnskjótt sem
þau hafa komizt upp yfir 300, ef þau hafa rétt á eftir fallið aftur niður
fyrir þau takmörk. Þannig hafa ekki verið talin í þeim dálki Járngerðar-