Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 6
mánudagur 28. júlí 20086 Fréttir Nánari upplýsingar í síma 698 2312 - Jón Aðalsteinn TIL SÖLU !!! Honda Shadow 1100cc Sabre árg.2000, ekin 6þús mílur Honda Valkyrie Interstate 1520cc árg.1999, ekin 25þús km Honda Valkyrie Rune árg.2004, ekin 1þús km „Okkar starf er svo miklu, miklu lægra launað en sambærileg störf hjá Reykjavíkurborg,“ segir Davíð Roach Gunnarsson, einn af þeim leiðbein- endum Vinnuskólans í Reykjavík sem stöðva vinnu í dag. „Leiðbein- endur í félagsmiðstöðvum sem eru að vinna sömu störf og leiðbeinend- ur í Vinnuskóla Reykjavíkur og oft kannski við hliðina á þeim en eru 12 launaflokkum ofar,“ segir Davíð. „Við stöðvum vinnu í dag klukkan 12 á hádegi og í Ráðhúsinu klukkan tvö afhendum við borgarstjóra og mann- auðsstjóra undirskriftalista með 130 undirskriftum og lista yfir þær kröfur sem við setjum fram. Við sáum okk- ur ekki annað fært vegna þessa mikla misréttis,“ segir Davíð. Aðspurður um óánægju leið- beinenda Vinnuskólans segir Magn- ús Arnar Sveinbjörnsson, umhverf- is- og þróunarfulltrúi og staðgengill skólastjóra Vinnuskólans í Reykjavík, að reynt hafi verið að fá kjör þeirra bætt. Það sama eigi þó við um þetta sumarstarf og önnur sumarstörf, þau fari ekki í gegnum starfsmat. „Pró- sentuhækkanir hafa verið á laun- um samkvæmt kjarasamningum, en það hafa ekki verið aðrar hækkanir,“ segir hann. „Þeir leiðbeinendur sem kjósa að taka þátt í þessum aðgerð- um þurfa að senda nemendur heim. Unglingarnir sem þurfa að fara heim fá þó greitt. Þetta fær bara rétta með- höndlun innan borgarkerfisins og er í réttum farvegi þar,“ segir Magnús. Leiðbeinendur í Vinnuskóla Reykjavíkur eru ósáttir við laun: Leiðbeinendur í vinnustöðvun „Þegar ég vildi ekki gefa upp kenni- tölu fyrirtækisins og bað lögreglu- manninn að koma sér niður af still- ansinum tjáði hann mér að ég væri handtekinn,“ segir blikksmiðurinn Heiðar Ingi Marinósson. Hann er sonur eiganda Ísblikks ehf. og um leið hæstráðandi að eigandanum fjarstöddum. Heiðar var við ann- an mann að vinna við þakskyggni á húsi sem kallað er Gamla bakarí- ið á Ísafirði. Vinna við þakið er langt komin en þó á eftir að bárujárns- klæða. Reyndu að afstýra tjóni Rigning í byrjun vikunnar olli því að vatn lak í gegnum dúkinn. „Við fórum því upp á þakið og niður á svalir hinum megin þar sem við gát- um athafnað okkur við þakskyggnið. Við vorum að reyna að afstýra miklu vatnstjóni,“ segir Heiðar. Honum að óvörum birtist skyndilega lög- reglumaður sem hafði komið upp stillansinn. „Hann sagði að kvörtun hefði borist lögreglunni vegna þess að við höfðum ekki verið í öryggis- línu, eins og reglur kveða á um. Það er rétt, okkur ber skylda til að vera fastir í línu þegar við vinnum uppi á þaki,“ segir Heiðar en áréttar að þeir hafi alls ekki verið að vinna uppi á þakinu. Þeir hafi einungis átt leið yfir þakið og niður á svalir. Þeir hafi því enga ástæðu séð til að útbúa línu og festa sig í þessar sekúndur sem það tók að ganga yfir. Bað lögreglumanninn að fara niður Erlingur Tryggvason er sá sem keypti verkið af Ísblikki. Hann varð vitni að atvikinu og staðfestir frá- sögn Heiðars. „Lögreglumaðurinn kom þarna upp í óleyfi og bað Heið- ar um kennitölu fyrirtækisins. Hana bar honum engin skylda til að gefa upp. Því næst spurði lögreglumað- urinn drengina hvers vegna þeir væru ekki í línu,“ segir Erlingur. Heiðar furðar sig á þeirri ákvörð- un. „Ég sagðist ekki trúa því að hann ætlaði að handtaka mig fyrir svona litlar sakir. Hann stóð fastur við sitt,“ segir Heiðar sem segist ávallt fara að reglum í sinni vinnu og vera í góðu sambandi við vinnueftirlit- ið á staðnum. Heiðar fór með lög- reglumanninum á stöðina. Þar var honum lesinn réttur sinn en Heiðar skilur þó ekki hvers vegna hann var handtekinn. „Það fór ekkert glæp- samlegt þarna fram. Þetta er mjög skrýtið mál,“ segir hann. „Á stöðinni var ég beðinn um kennitölu mína og ég veitti hana fúslega, enda engin ástæða til annars,“ segir Heiðar sem var sleppt eftir skýrslutöku. Slæmt fyrir orðsporið Önundur Jónsson, yfirlögreglu- þjónn á Vestfjörðum, segir aðspurð- ur að Heiðar hafi verið handtekinn þar sem hann hafi ekki viljað gefa upp nafn sitt og kennitölu. „Það barst ábending frá vinnueftirlitinu þar sem kom fram að þeir hefðu ekki gætt fyllsta öryggis. Þess vegna fórum við á staðinn og athuguð- um málið. Heiðar vildi ekki gefa upp kennitölu sína og því var hann handtekinn. Hann veitti hana hins vegar fúslega þegar á lögreglustöð- ina var komið,“ staðfestir Önundur. „Ég hef ekkert heyrt meira og veit ekki hvert framhaldið verður. Eftir þetta fór ég aftur og gekk frá þaks- kyggninu. Ég skil ekki hvers vegna þetta þurfti að vera svona. Það er ekki gott fyrir mannorðið að vera handtekinn við vinnu sína,“ segir Heiðar sem segir þó að mestu hafi skipt að honum hafi tekist að koma í veg fyrir tjónið. „Mér fannst þetta svolítið gróft. Ég veit ekki til þess að þeir sem eru að grilla á svölun- um hjá sér þurfi að vera fastir í línu. Hvers vegna þurfum við þess þá?“ spyr Heiðar að lokum. Heiðar Ingi Marinósson blikksmiður var að vinna við þak á svölum Gamla bakarísins á Ísafirði þegar lögregl- una bar að garði. Heiðar bað lögregluna að fara niður af pallinum sem hann hafði umsjón með. Þegar Heiðar vildi ekki gefa upp kennitölu fyrirtækisins var honum tilkynnt að hann væri handtekinn. Lögreglan ber því við að Heiðar hafi ekki viljað gefa upp kennitölu sína. Heiðar furðar sig á vinnubrögðum lögreglunnar. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Þeir sögðust ekki geta verið í línu þar sem þeir væru að vinna á svölun- um og báðu lögreglu- manninn að fara niður.“ Vinnuskóli leiðbeinendur leggja niður störf á hádegi. BLIKKSMIÐUR HANDTEKINN Heiðar Ingi á þakinu Fyrir neðan sjást svalirnar þar sem Heiðar var að vinna. H&n-mynd Halldór Sveinbjörnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.