Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 14
mánudagur 28. júlí 200814 Neytendur
Lof&Last
n lofið fær n1 við
gagnveg í
grafarholti. ánægður
fjölskyldufaðir hafði
samband við dV og
sagði viðmótið þar til
fyrirmyndar. Hann hafi
verið á leið í sumarbústað og komið við í
versluninni til að metta fjölskylduna og
gera bílinn kláran fyrir
ferðalagið.
Þjónustan var
persónuleg og góð
þrátt fyrir mikið annríki. gott upphaf að
góðri ferð.
n lastið fær
Intersport fyrir að
gefa ekki
inneignarnótu fyrir
útsöluvörum. Sá sem
vill skipta þarf því að
kaupa eitthvað annað á
staðnum þó svo hann
langi ekki í neitt eða bíði eftir
vöru sem
hann vill. Svo er
afgangur og þá
þarf að eyða
honum líka. Fáránlegt.
Breytt ákvæði í innbúskaskótryggingum hjá Sjóvá:
Tryggja ekki ÚTliTsgalla
Sjóvá bætir ekki tjón vegna útlits-
galla. Þetta kemur fram í nýju ákvæði
í innbúskaskótrygginu. Það þýðir að
félagið bætir ekki tjón sem eingöngu
veldur útlitsgalla en rýrir ekki nota-
gildi þess vátryggða. Þeir sem fengu
bréf um þessar breytingar eru eflaust
undrandi á svona breytingum á ka-
skótyggingu.
„Við erum í raun að árétta vinnu-
reglur sem við höfum fylgt og sýna
betur hvernig tryggingin virkar í raun
og veru,“ segir Ingvar Hjálmarsson,
sölustjóri á einstaklingssviði hjá Sjó-
vá. „Það þýðir að ef þú missir fartölv-
una í gólfið og það kemur rispa utan
á hana en hún virkar að öðru leyti er
tryggingin ekki ætluð til að bæta fyr-
ir það.“ Aðspurður hvort fyrirtækið
lendi í því að krafist sé bóta fyrir hluti
sem eru í raun ekki skemmdir eða fólk
hefur sjálft laskað segir hann það hafa
komið upp. „Þetta er eitt skref sem við
erum að taka í þeim málum svo fólk
skilji samningana.“
Hægt er að fá innbúskaskótrygg-
ingar hjá flestum tryggingarfélögum.
Ingvar telur skilmálana sambærilega
og það sama sé upp á teningnum hjá
öðrum. „Við höfum ekki fengið nein
viðbrögð við þessum breytingum
ennþá frá fólki.“
Gullinbrú 171,70 189,60
Bensín dísel
Bíldshöfða 170,20 188,10
Bensín dísel
Bústaðavegi 171,20 189,10
Bensín dísel
Miklubraut 168,10 186,0
Bensín dísel
Grafarholti 170,20 188,10
Bensín dísel
Fellsmúla 170,20 188,10
Bensín dísel
Lækjargötu,Hfj. 166,70 184,60
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Hinn almenna neytanda svíður undan bensínverðinu og engin leið er að fá nema lítinn
afslátt. Spurningar um sérkjör til stórnotenda vakna og í kjölfarið finnur hinn almenni
neytandi sig svikinn. Olíufélögin vilja ekkert upp gefa og segja það trúnaðarmál. Því
meira eldsneyti sem keypt er, því meiri afsláttur.
Öll OlíufélÖgin
fela afsláttinnHundrað króna munurVínarbrauð hefur verið með vinsælasta sætabrauði í mörg ár. Verð á vínarbrauðslengjum hefur
hækkað gríðarlega að undanförnu
og fer á sumum stöðum yfir 500
krónur. Bernhöftsbakarí er ódýrast.
„Allir stærri notendur eru með sér-
kjör,“ segir Hugi Hreiðarsson, mark-
aðsstjóri Atlantsolíu. Hvaða fyrir-
tæki og hversu hár afslátturinn er
segir hann trúnaðarmál. Það rennir
stoðum undir þann grun að sérafs-
lættirnir séu leyndarmál. Enginn vill
gefa upp hversu margir njóta sér-
kjara eða hversu góð þau eru. Þeir
sem njóta afsláttarins segja held-
ur ekki neitt. Hver fær afsláttinn og
hver þarf að borga fyrir hann í stað-
inn?
Algjör trúnaður ríkir
Hugi svaraði um afsláttinn þeg-
ar blaðamaður spurði: „Allir sem
hafa sérkjör hafa verið með þau
frá upphafi.“ Til þeirra teljast verk-
takar og aðrir stórnotendur sem
eru með marga bíla hjá sér. Aðpurð-
ur hvort afslátturinn hlaupi á tug-
um króna segir hann svo ekki vera.
„Það fer bara eftir eldsneytismagn-
inu og stærð fyrirtækisins.“ Upphæð
afsláttarins gefur hann ekki upp. Í
grein sem birtist í DV þann 16. júlí
síðastliðinn og fjallaði um afslætti
olíufélaganna sagði Sigurður Páls-
son, forstöðumaður markaðssviðs
ÓB: „Ég hef ekki hugmynd um hvað
þau eru mörg. Sérafslættir til fyrir-
tækja eru mjög mismunandi og það
er trúnaðarmál hversu háir afslættir
þetta eru.“
Engin rök
„Ef menn eru að veita einhverj-
um vildarkúnnum meiri afslátt, þá
er hinn almenni viðskiptavinur að
borga á móti,“ segir Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri FÍB. „Það
eru engin rök fyrir því.“ Aðspurður
hversu háan afslátt stórkaupend-
ur fái segist hann hafa heyrt um
tíu til ellefu króna afslátt frá þjón-
ustuverði. „Í rauninni er frjáls verð-
myndun á markaðnum en við hjá
FÍB viljum auðvitað að þetta sé sem
gegnsæjast og að félögin gefi upp
ítarlegar upplýsingar á heimasíð-
um sínum og það sé skýrt hvað sé í
boði á hverjum tíma,“ segir Runólf-
ur. Þess má geta að áður en verð var
gefið frjálst tíðkaðist ekki að gefa af-
slátt af bensíni.
Afslættir rugla neytandann
Runólfur segir að erfitt sé að
gera verðsamanburð og það rugli
neytandann. „Í gangi eru alls kon-
ar dælulyklar, viðskiptakort, fé-
lagasamtök og samningar við fyr-
irtæki. N1, Olís og Shell eru með
hæstu verðin á þjónustudælum en
bjóða jafnframt lægra verð í sjálfs-
afgreiðslu. Svo eru sjálfsafgreiðslu-
stöðvarnar sem bjóða 1,5 krón-
ur undir hinum stöðvunum. Þá er
verðið komið 6 krónur undir hæsta
verð. Svo geta tryggðarlyklar gefið
2 til 3 króna aukaafslátt. Í sumum
tilvikum getur munað 10 krónum.
Fyrir venjulegan fjölskyldubíl mun-
ar það 13 þúsund krónum á ári.“
Sérkjör í klúbbum
Hægt er að fá sérkjör með því að
skrá sig í ýmsa klúbba og halda niðri
bensínkostnaði þannig. „Skrán-
ing í 4x4 klúbbinn gefur afslátt hjá
Skeljungi, ef þú ert í FÍB færðu dælu-
lykil og 3 króna afslátt, kort frá Ork-
unni gefur 3 króna afslátt af hverjum
lítra og ég hef heyrt að Fornbíla-
klúbburinn sé með einhvern afslátt,
svo dæmi séu nefnd,“ segir Runólf-
ur. Auk þess fá stúdentar 10 króna
afslátt af þjónustuverði með Stúd-
entakorti.
vínarbrauðslengjur
Bernhöftsbakarí 450 krónur
kornið 490 krónur
Bæjarbakarí 495 krónur
Passion 510 krónur
Bakarameistarinn 555 krónur
kökuhornið 575 krónur
Hjá jóa Fel 595 krónur
AldrEi SpArAð jAfnmikið
„Eftir að ég flutti og skipti um hverfi finn ég að ég
spara tugþúsundir á mánuði,“ segir guðrún Ög-
mundsdóttir verkefnisstjóri. „nú er ég með þrjár
Bónusverslanir í kringum mig en áður fyrr var
maður alltaf að fara í nóatún. Ég sé það núna afar
skýrt hvað það er mikil búbót að hafa þessa búð
og hefði ég ekki trúað þessu almennilega. nú
fylli ég frystikistuna eins og maður gerði í gamla
daga. Það er afar skemmtileg tilfinning.“neytendur@dv.is umSjón: áSdíS BjÖrg jóHannESdóttIr
Neyte dur
neytandinn
„Ef menn eru að veita
einhverjum vildar-
kúnnum meiri afslátt,
þá er hinn almenni
viðskiptavinur að
borga á móti.“
Atlantsolía gefur stór-
notendum sérafslátt en vill
ekki gefa upp hve mikinn.
ÁSdÍS BjÖrG jÓHAnnESdÓTTir
blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is