Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 16
mánudagur 28. júlí 200816 Umræða
Íslenskt samfélag er eitt hið um-burðarlyndasta í hinum vest-ræna heimi þar sem kemur að
frammistöðu stjórnmálamanna.
Ár og dagar líða án þess að þjóðin
segi mönnum sem ekki standa sig
upp vinnunni. Og þjóðin kýs ítrek-
að yfir sig menn og flokka sem ekki
gera það í vinnunni sem þeir lýstu
í umsókninni. Þess vegna er nú svo
komið að hér er margt í kaldakoli
og almenningur kveinar undan
skuldum og himinháu verðlagi.
Frændur okkar Bretar hugsa þetta öðruvísi. Þegar stjórn-málamenn standa sig ekki
eru þeir yfirleitt reknir úr vinn-
unni hið snarasta.
Sá ágæti maður
Gordon Brown
fékk uppfyllt-
an þann lang-
þráða draum
sinn að verða
formaður Verka-
mannaflokksins
og forsætisráðherra
þegar hann tók við af Tony Blair
sem átt hafði margar sigurgöng-
ur með flokk sinn áður en mælir
hans fylltist. Á þeim tíma sem er
liðinn síðan það gerðist hefur gengi
Verkamannaflokksins hrapað hrað-
ar en íslensku krónunnar og flokk-
urinn er í tjóni. Þingmenn Verka-
mannaflokksins rísa auðvitað gegn
leiðtoganum og reiknað er með
falli hans á næstunni. Þolinmæð-
in gagnvart slökum leiðtoga er lítil
sem engin.
Ferill Gordons er ekki ólíkur ferli Geirs Hilmars Haarde sem lengst af
ferli sínum var
farsæll báts-
maður Davíðs
Oddsson-
ar, fyrrver-
andi forsæt-
isráðherra.
Geir er fjarri
því að vera litrík- ur
stjórnmálamaður en hann hefur
þótt vera traustur. Þegar Davíð rið-
aði til falls ákvað hann, rétt eins og
Tony áður, að víkja og afhenda Geir
lyklana að Valhöll. Síð-
an það gerðist hefur
hallað stöðugt und-
an fæti. Þjóðarbú-
ið stendur í björtu
báli og efasemda-
raddir um
getu for-
mannsins
eru alls
staðar,
meira
að segja
inni í
þingflokki
Sjálfstæð-
isflokks-
ins. Hópur
þingmanna
flokksins er
sannfærður
um að Geir
valdi ekki
hlutverki sínu fremur en Brown.
Sumir tala opinberlega undir rós
en aðrir gnísta tönnum í máttvana
þögn.
Vandinn liggur nefnilega í því að á Íslandi er hefð fyrir því að umbera næstum allt þar
sem stjórnmálamenn eru annars
vegar. Við látum kyrrt liggja þótt
flokkur lofi stóriðjustoppi fyrir
kosningar en svíki það umsvifa-
laust þegar í ríkisstjórn er komið.
Og við sættum okkur við að flokkur
sem lofar einkaframtaki fyrir allar
kosningar, svíki það jafnharðan til
að efla vígi sitt sem hann reisir á
kostnað almennings. Ríkisútvarp-
ið er prýðilegt dæmi um það. Og
Baugsmálið er
annað ágætt
dæmi um
fasista sem
nota tæki
samfélags-
ins til að
berja á meintum óvinum án þess að
nefna það fyrir kosningar. Þetta eru
mennirnir sem velja vini sína og
frændur til að setjast í sæti dómara.
En ólík eru kjör þeirra Geirs og Gordons. Á meðan Gordon bíður þess eins að vera tekinn
niður er Geir í allsæmilegum mál-
um. Þótt hann hafi með aðgerða-
leysi bókstaflega klúðrað efnahag
Íslendinga þorir enginn að segja
að hann eigi að víkja. Þótt fjárhag-
ur fyrirtækja og almennra borgara
standi anspænis hreinum voða er
lítið aðhafst. Sjálfur bregður Geir
sér í slökunarferð til Noregs eftir að
hafa verið á þeytingi landa í milli
lengst af ári án sýnilegs tilgangs.
Skipstjóri sökkvandi skips hefur það
helst til málanna
að leggja að láta
þyrlu sækja sig
svo hann geti
brugðið sér á
skíði. En kjós-
endur á Íslandi
eru þeirrar
náttúru að leyfa
skipinu að sökkva
áður en skipstjórinn er kallaður til
ábyrgðar. Bretarnir horfa öðruvísi
á málið. Þar er talin ástæða til að
grípa strax inn í atburðarásina og
fyrirbyggja þannig að þjóðarbúskap-
ur þeirra verði fyrir stórslysi. Þótt
Gordon og Geir séu í sömu stöðu
gagnvart þjóðum sínum býr hinn
síðarnefndi við allt annað og betra
atvinnuöryggi. Það er vegna þess að
atvinnurekendur þeirra eru misvel
vakandi yfir frammistöðu þeirra.
Gordon oG Geir
svarthöfði
Brynjólfur Þór fréttastjóri skrifar. Þarna á að setja niður stærðar hús sem stangast á við það sem í kring er og fyrir er.
Lélegir arkitektar
Leiðari
Með því versta sem hefur komið fyrir miðbæ Reykja-víkur eru ýmsar þær bygg-ingar sem hafa verið reist-
ar á síðustu áratugum og eru ekki í
nokkrum takti við það sem fyrir var.
Tökum sem dæmi þá viðurstyggilegu
viðbyggingu sem var reist við Lands-
bankahúsið í Austurstræti. Lands-
bankahúsið er ein fallegasta bygging
landsins en viðbyggingin sækir hart
að titlinum „ljótasta bygging landsins“.
Annað gott dæmi eru hæðirnar sem voru reistar ofan á húsið sem
nú hýsir Héraðsdóm Reykjavíkur. Þeir sem réðu ferðinni þar tóku
ekkert tillit til þess sem fyrir var og tókst að vissu leyti að eyðileggja
Lækjartorg. Húsið sem markar norðurhlið torgsins og hefur nú ver-
ið málað svart fullkomnar svo þá niðurlægingu.
Það er því ekki furða þó andmæli heyrist við tillögunni sem er komin
fram um byggingu Listaháskólans við Laugaveg. Sú tillaga tekur því
sem næst ekkert tillit til þess sem er fyrir við Laugaveginn á þessum
slóðum. Þarna á að setja niður stærðar hús sem stangast á við það
sem í kring er og fyrir er. Þrátt fyrir þá stefnumótun borgaryfirvalda
að láta götumynd 19. aldar halda sér er ekkert gert með það. Arki-
tektar halda áfram að hanna sér minnisvarða, minnisvarða sem að
einhverjum árum eða áratugum liðn-
um kunna að verða hönnuðum sín-
um til jafnmikillar minnkunar og sum
þau hús sem reist voru við Laugaveg
eftir síðari heimsstyrjöld. Hús sem nú
eru í flokki þeirra ljótustu við götuna.
Laugavegurinn er dásamlegt fyrir-
bæri. Menn nöldra stundum um að
þangað komi ekki nógu margir dags-
daglega en raunin er sú að um leið og
sólin glennir sig eða eitthvað er um
að vera er það Laugavegurinn sem
fólk velur. Menn geta gert grín að því að tala um 19. aldar götumynd
Laugavegarins og vísað til þess að flest húsin voru reist á 20. öld eða
var breytt verulega á þeim tíma. En staðreyndin er sú að flest falleg-
ustu húsin eru í hópi elstu húsanna við Laugaveginn. Í stað þess að
ætla alltaf að reyna að finna upp á einhverju nýju ættu menn að hafa
metnað fyrir því að gera Laugaveginn að heilsteyptri fallegri götu.
Þess í stað hafa verktakar og arkitektar áratugum saman reynt að
breyta Laugaveginum í nokkurs konar bútasaum, hálfgerðan geð-
klofa.
Hingað og ekki lengra, segi ég. Betri er fölsuð 19. aldar götumynd,
með nýbyggingum í gömlum stíl, en að setja niður fleiri minnis-
varða um lélegan arkitektúr síðustu áratuga.
DómstóLL götunnar
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannaHelgina?
„Ég ætla að hjóla nesjavallahringinn
um verslunarmannahelgina. Það er
markmið sumarfrísins.“
Helgi Jón Jónsson, 47 ára prentari
„Ég verð að vinna í veiðihúsinu viða
norðurá sem mamma og pabbi reka.“
Daníel Guðmundsson,
15 ára veiðistrákur
„Við ætlum að fara saman í útilegu,
þangað sem sólin skín.“
Ragna Ásgeirsdóttir, 9 ára, og
Guðrún Ástrós Bergsveinsdóttir,
45 ára fasteignasali
„Ég ætla sennilega að skella mér til
london.“
Friðrik Örn Guðlaugsson,
15 ára pitsubakari
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur Helgason, asi@birtingur.is
dV á netinu: dV.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40.
Umbrot: dV. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
sanDkorn
n Mótmælandinn Helgi
Hóseasson, sem stendur vakt-
ina á Langholtsvegi, var notað-
ur sem sviðsmynd þegar sætu-
koppurinn og sjónvarpsstjarnan
Ragnhildur
Steinunn
Jónsdóttir
var með við-
tal við hljóm-
sveitina
Atómstöðina
á Langholts-
vegi. Nota
átti gamla
manninn til að fara með vísu til
að skreyta enn frekar uppákom-
una en hann harðneitaði og var
hinn viðskotaillsti. „Hafiði bara
ykkar tónlist,“ sagði hann við
furðulostið sjónvarpsliðið.
n Skúbbsíðan Orðið á götunni
sem Andrés Jónsson bloggari
kom á fót á sínum tíma hefur
legið í nokkrum dvala undan-
farið. Síðan
tók nokkurn
kipp fyrir
helgi þar
sem spáð
var fyrir
um fram-
tíðarstarf
Tryggva
Þórs Her-
bertssonar, efnahagsráðgjafa
og stjóra Askar Capital. Orðið
spáir því að Tryggvi sé á leið í
Seðlabankann til að framfylgja
nýrri efnahagsstefnu og þar
með verði gamall draumur hans
að veruleika.
n Jónas Kristjánsson, bloggari
og fyrrverandi ábyrgðarmaður
Sandkorna, dregur ekkert af sér
í gagnrýni á menn og málefni.
Meðal uppá-
haldsskot-
spóna ráð-
herrans eru
Ólafur Ragn-
ar Gríms-
son, forseti
Íslands,
og Björn
Bjarnason
dómsmála-
ráðherra sem fá reglulega á
baukinn. Úr stétt matreiðslu-
meistara hefur gamli bloggar-
inn mestan áhuga á listakokkin-
um Sigga Hall. Færslur Jónasar
um Sigga og Food and Fun
hátíðina benda til þráhyggju og
með góðum vilja mætti flokka
þær sem einelti.
n Sú ákvörðun Einars Bárðar-
sonar að hætta sem umboðs-
maður Garðars Thors Cortes
vekur athygli. Mogginn hefur
það eftir Einari að það sé vegna
yfirvofandi
barneign-
ar Einars
og eigin-
konu hans.
Sú skýring
er ekki trú-
verðug þar
sem Einar
hefur eytt
ómældri orku og tíma í að dá-
sama uppgang Garðars og látið
í það skína að hann muni fara
á hæsta stall. Menn velta fyrir
sér hvort um sé að kenna fjár-
hagslegum ástæðum fremur en
barneignum.