Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Blaðsíða 24
mánudagur 28. júlí 200824 Ættfræði 60 ára í dagTil hamingju með afmælið 30 ára afmæli n Tamara grbic Kleppsvegi 50, Reykjavík n Simas Kalinskas Básbryggju 7, Reykjavík n jacek Karmel Iðufelli 12, Reykjavík n ramirca maria Tavares da rosa Teigsbjargi, Egilsstaðir n Finnur Torfi gunnarsson Laufvangi 1, Hafnarfjörður n Bragi Bergsson Laugateigi 22, Reykjavík n Erna rán arndísardóttir Fífuseli 7, Reykjavík n nils Viggó Clausen Stararima 27, Reykjavík n gunnlaugur már Sigurðsson Dverghólum 23, Selfoss n guðrún astrid Elvarsdóttir Iðutúni 13, Sauðárkrókur n Þröstur Heiðar jónsson Karlagötu 6, Reykjavík n Pétur Hannesson Lækjarvaði 25, Reykjavík n Pálína guðmundsdóttir Stöðulsholti 6, Borgarnes n Birgir Thorberg ágústsson Steinum 13, Djúpivogur n Kristín dögg guðmundsdóttir Leirubakka 36, Reykjavík n Sigrún Þóra Skúladóttir Kapellustíg 3, Reykjavík n Karl Sólnes jónsson Kirkjutorgi 6, Reykjavík 40 ára afmæli n davíð Tho Van duong Lautasmára 28, Kópavogur n ívar guðjónsson Krossakri 4, Garðabær n Páll már guðjónsson Stekkholti 11, Selfoss n rafn Hafberg guðlaugsson Hulduhlíð 40, Mosfells- bær n jóhanna Kristín gunnlaugsdóttir Eikarlundi 21, Akureyri n guðmundur Símonarson Gullengi 15, Reykjavík 50 ára afmæli n Hinrik gunnar Hilmarsson Heiðarási 22, Reykjavík n Pétur úlfar Ormslev Norðurbrú 2, Garðabær n ásgeir Sigurðsson Hjallabrekku 35, Kópavogur n nína Einarsdóttir Hagatúni 7, Höfn n áslaug guðmundsdóttir Bakkahjalla 10, Kópavogur n aðalbjörg Erlendsdóttir Nýlendugötu 13, Reykjavík n jónbjörg Þórsdóttir Skúlaskeiði 18, Hafnarfjörður n matthildur B. Hólmbergsdóttir Vesturgötu 50a, Reykjavík n Heiðar Bergur jónsson Fögrukinn 1, Hafnarfjörður n Hjördís guðrún Ólafsdóttir Bjarnastaðavör 5, Álftanes n Hafdís Erla Baldvinsdóttir Bæjargili 61, Garðabær n guðjón Sölvi gústafsson Bjarnastaðavör 6, Álftanes n ragnar alexander Þórsson Heiðmörk 16, Hveragerði n guðrún Breiðfjörð Ægisdóttir Lambastekk 11, Reykjavík 60 ára afmæli n Sigríður johnsen Ásum, Mosfellsbær n guðrún Hanna Halldórsdóttir Helgustöðum, Fljót 70 ára afmæli n Edda lóa Skúladóttir Hryggjarseli 20, Reykjavík n Björn Björnsson Grenimel 45, Reykjavík n grethe Einarsson Vallargötu 21, Sandgerði n gissur Sæmann axelsson Holtagerði 55, Kópavogur n Helga gunnlaugsdóttir Grænagarði 2, Reykjanesbær n anna Elín Hermannsdóttir Akraseli 10, Reykjavík 75 ára afmæli n Halldóra Sigurðardóttir Móaflöt 53, Garðabær n jóhannes jóhannesson Starengi 94, Reykjavík n Haukur Konráðsson Skarðshlíð 26f, Akureyri n Sigurður Stefánsson Steinahlíð 1, Egilsstaðir n anna markrún Sæmundsdóttir Hjarðarholti 2, Búðardalur n Elínbjörg Kristjánsdóttir Arnarheiði 11b, Hveragerði n Oddur Valur Ólafsson Ásvallagötu 1, Reykjavík n Pétur Þórarinsson Baugholti 27, Reykjanesbær 80 ára afmæli n ragnar Vignir Sléttuvegi 21, Reykjavík n Sigríður jóna jónsdóttir Þangbakka 10, Reykjavík n guðrún guðmundsdóttir Rauðarárstíg 33, Reykjavík n Sigurþór magnússon Árskógum 8, Reykjavík 85 ára afmæli n Pétur guðmundsson Hlíðarlundi 2, Akureyri n Helga guðbrandsdóttir Sólheimum, Búðardalur n Þórhallur arason Espigerði 14, Reykjavík 90 ára afmæli n Kristín guðjónsdóttir Kleppsvegi 32, Reykjavík n Eygerður Björnsdóttir Lækjargötu 34b, Hafnarfjörð- ur 95 ára afmæli n margrét Hjartardóttir Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík Saga geirdal JónSdóttir lEiKKOna Og lEiKSTjÓri Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndliSTarKOna á aKurEyri Jóna Hlíf fæddist í Holti undir Eyjafjöll- um og ólst þar upp. Hún var í Seljalands- skóla, var í Framhaldsskólanum á Skógum, lauk sjókokkaprófi frá VMA 1997, lauk námi í rekstrar- og hagfræði við Viðskipta- og tölvuskólann í Reykjavík, stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri, lauk þaðan diplómaprófi, stundaði listnám við Glasgow School of Art og lauk þaðan MA-prófi 2007. Jóna Hlíf var kokkur á Halastjörnunni í Öxnadalnum í þrjú sumur, er sýningarstjóri VeggVerks og Gallerís Ráðhúss á Akureyri og er einn af stofnendum gallerís BOX. Hún hefur haldið sjö einkasýningar, hér á landi og erlendis, er einmitt með sýningu núna sem stendur til 15. ágúst, í 101 Galleríi við Hverf- isgötu í Reykjavík og verður með sýningu í Listasal Mosfellsbæjar sem hefst 9. ágúst og haldin verður í tilefni 50 ára afmælis Mos- fellsbæjar. Þá er Jóna Hlíf með sýninguu í D- salnum í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Fjölskylda Maður Jónu Hlífar er Hjálmar Stefán Brynjólfsson, f. 20.6. 1981, lögfræðinemi og blaðamaður við Morgunblaðið á Akureyri. Foreldrar Jónu Hlífar eru séra Halldór Gunnarsson, f. 14.1. 1941, pr. í Holti und- ir Eyjafjöllum, og Margrét Jónsdóttir, f. 11.9. 1944, húsfreyja og bóndi í Holti. jónbjörg Þórisdóttir er fimmtug í dag: Ekki fyrir stórar afmælisveislur „Mér finnst bara fínt að verða fimmtug. Það er fínt að ná þeim aldri,“ segir Jónbjörg Þórisdóttir, en hún heldur upp fimmtíu ára afmæli sitt í dag,. „Afmælisdagurinn verð- ur rólegur hjá mér, ég verð bara að vinna.“ Þegar hún er spurð hvað hana langi í í afmælisgjöf verður fljótt um svör: „Eitthvað sem tengist útivist. Ég fer mikið í göngur og það væri gott að fá einhvern búnað fyrir það.“ Jónbjörg er ekki mikið fyrir stór- ar veislur og því bauð hún fjöl- skyldu sinni í grill um helgina. „Það eru flestir í fjölskyldunni, foreldrar og systkini, í ferðalagi. Ætli ég haldi ekki smá veislu eða hitting þegar þau koma aftur heim.“ Þegar Jónbjörg var fertug bauð hún fjölskyldu sinni heim í mat og lýsti hún því sem ró- legri og léttri afmælisveislu. „Afmæl- isveislan hjá mér þetta árið verður ábyggilega bara með svipuðu móti og fyrir tíu árum. Eftir tíu ár þegar ég verð sextug sé ég mig bara á svipuð- um stað og ég er í dag og ætli ég haldi ekki annað matarboð þá líka,“ segir Jónbjörg og hlær. Saga fæddist á Akureyri og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún starfaði hjá KEA á unglingsárunum en var aðeins sextán ára þegar hún hóf að leika hjá Leikfélagi Akur- eyrar, árið 1964. Hún var síðan í hópi fyrstu fastráðnu leikara LA 1973-78, lék síðan hjá Þjóðleikhúsinu í sex ár og auk þess við Borg- arleikhúsið. Saga hefur komið við sögu hjá flestum miðlum sem sinna leiklist, á að baki tugi hlutverka hjá LA, LR, Þjóðleikhúsinu, sjón- varpi, útvarpi og í kvikmyndum, hefur einn- ig starfað með fjölda leikhópa og rak sinn eigin leikhóp, Revíuleikhúsið, um árabil, frá 1981, sem setti upp eitt til tvö leikverk á ári. Saga vann hjá Stöð 2 um nokkurra ára skeið við að talsetja teiknimyndir, stjórna þáttum og semja barnaefni. Hún hefur einn- ig kennt leiklist á fjölmörgum námskeiðum á Akureyri, í Reykjavík og víða um land. Má nefna að Leikklúbburinn Saga var stofnaður árið 1978 eftir slíkt námskeið og heitir í höf- uðið á leikkonunni. Þá hefur Saga skemmt víða um land í gegnum árin, ýmist ein eða með fleirum, á árshátíðum og öðrum sam- komum, en dæmi um slíkar skemmtanir eru Þórskabarett og Stjúpsystur. Þá hefur Saga starfað að markaðs- og sölumálum hjá LR, Þjóðleikhúsinu og LA. Loks hefur Saga leik- stýrt fjölda leiksýninga bæði heima og er- lendis. Saga snéri aftur norður 1999 og starfaði hjá LA sem leikari og markaðs- og sölustjóri til 2004. Hún hefur einkum stundað leik- stjórn sl. þrjú ár, fyrir t.d. Freyvangsleikhús- ið, Leikfélag Hörgdæla og Leikfélag Dalvík- ur. Fjölskylda Sambýlismaður Sögu er Guðmundur Óskar Guðmundsson, f. 14.4. 1946, kennari við VMA. Synir Sögu eru Hreiðar Ingi Júlíusson; Friðrik Geirdal Júlíusson og Helgi Páll Þór- isson. Foreldrar Sögu voru Jón Kristján Hólm Ingimarsson, f. 6.4. 1913, d. 1981, formað- ur Iðju og bæjarfulltrúi á Akureyri, og k.h., Gefn Jóhanna Geirdal, f. 20.8. 1910, d. 1988, húsmóðir. Ætt Föðurforeldrar Sögu voru Ingimar Jóns- son, iðnverkamaður á Akureyri, og María Kristjánsdóttir. Móðurforeldrar Sögu voru Steinólfur Eyj- ólfur Geirdal, kennari og smiður í Gríms- ey, og Hólmfríður Petrína Sigurgeirsdóttir. Hún var dóttir Sigurgeirs, b. á Parti í Reykja- dal Stefánssonar og Jóhönnu Pálsdóttur. Foreldrar Steinólfs voru Eyjólfur, b. í Gils- fjarðarmúla Bjarnason, pr. í Garpsdal, Egg- ertssonar, og Jóhanna Halldórsdóttir, pr. í Tröllatungu Jónssonar. 30 ára í dag merkir íslendingar Birgir Thorlacius F. 28. júlí 1913, d. 2. OKTÓBEr 2001 Birgir Thorlacius var í hópi kunnustu ráðuneytisstjóra hér á landi: Gárungarn- ir höfðu fyrir satt að eitt sinn hafi maður nokkur viljað ná tali af ráðherra en feng- ið eftirfarandi svar frá ritara: „Ráðherrann er því miður ekki við en þú getur fengið að tala við Birgi sjálfan.“ Hér skal ósagt látið hvort sagan sé sönn. En hún er mjög dæmi- gerð fyrir þau miklu áhrif sem Birgir hafði sem ráðuneytisstjóri um áratuga skeið. Birgir fæddist að Búlandsnesi í Suður- Múlasýslu. Hann stundaði nám við Sam- vinnuskólann í Reykjavík og lauk þaðan samvinnuprófi 1932, og var síðan opinber starfsmaður allan sinn starfsferil. Hann var þingskrifari 1931-35, starfsmaður fjármála- ráðuneytisins 1935-38, ritari forsætisráð- herra 1939 og fulltrúi í forsætisráðuneytinu 1941, ráðuneytisstjóri í forsætis- og mennta- málaráðuneytinu 1947-70 og í mennta- málaráðuneytinu til starfsloka 1983. Birgir var auk þess í lengri eða skemmri tíma forsetaritari og orðuritari, ríkisráðs- ritari í tvo áratugi, formaður orðunefndar og í stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda, tók þátt í menntamálaráðherrafundum Norðurlanda, Evrópuráðs og UNESCO, sat í nefnd um gerð skjaldarmerkis lýðveldis- ins 1944 og um íslenska fánann og veitti forstöðu miklum fjölda stjórnskipaðra nefnda. Hann fór t.d. fyrir ýmsum opinber- um nefndum sem sömdu lög um stofnun eða breytingar á ýmsum helstu mennta- stofnunum landsins. Birgir var kvæntur Sigríði Stefánsdótt- ur, formanni Kvenfélagasambands Íslands og fyrrv. blaðamanni. Meðal systkina hans var Kristján Thorlacius, formaður BSRB. Foreldrar Birgis voru Ólafur Thorlacius, héraðslæknir á Búlandsnesi í Suður-Múla- sýslu, og k.h., Ragnhildur Pétursdóttir hús- freyja. Fimmtíu ára afmæli jónbjörg Þórisdóttir heldur rólegar og léttar afmælisveislur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.