Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Page 25
mánudagur 28. júlí 2008 25Flugan KampavínssKál Á föstudagskvöldið fékk býfluga óvenjuspennandi boð um að fara með karlkynsfélaga á næturklúbb nokkurn sem leynist miðsvæðis í Reykjavík. Einn galli reyndist þó á gjöf Njarðar; klúbburinn er einungis ætlaður karlmönnum ... Býfluga reyndi að hylja kvenleika sinn með því að fara í smóking og hvíta skyrtu, strekkti hárið aftur og setti upp svarta leðurhúfu sem slútti ofan í augu. Þegar komið var fyrir utan klúbbinn í Bankastræti (reyndar gengið inn frá Ingólfsstræti) komum við að læstu hliði og þurftum að hringja bjöllu til að láta vita af komu okkar. Vinur- inn er meðlimur (og með lim) og var því bæði aufúsugestur og mátti hafa með sér „vin“. Klúbburinn er „invitation only“, og tókst býflugu að komast inn sem herra. Siðprúðum, kirkjuræknum borgarbúum er eflaust fáum kunnugt um þennan leikvöll lastanna en staðurinn þjónar karlkyns gestum sem hneigjast til sama kyns. Í kvöldlegu tali kallast hann víst MSC. Býfluga var eina kvenkyns lífveran innan dyra og skoðaði heilluð unga, hálf- klædda menn en leður og latex voru ráðandi í þeim litlu efnisbútum sem strekktust yfir bera holdið. Pínkulítill bar sá um tilhlýðilegar veit- ingar og daðurslegir dansarar sveifluðu mjöðmum í búrum sem héngu ofan úr loftinu. Sýndist líka glitta í eins konar „fullorðinsrólu“ ... sannur Sódómubragur löðrandi í latexþrungnu loftinu. Kann ekki við að nafn- greina gesti hins nautnalega leyninæturklúbbs. Skemmtilegt að Ingólfs- strætið sé svona frjálslegt í fasi, öfugt við íbúa til dæmis Njálsgötu sem þjáðst hafa af nöturlegum nágranna-njálg; ósáttir við að aðrir en smá- borgarar dvelji í kumböldunum þar. synd og sKömm Það var ekki fögur þessi sjónin sem blasti við borgarbúum og ferðamönnum á sunnudagsröltinu í gær. Þótt klukkan væri að ganga tvö höfðu borgarstarfs- menn ekki hirt um að ganga frá þessari skelfingu en eitthvað mikið hefur gengið á um nóttina eða undir morgun. Möl- brotið gler úti um allt á gangstéttinni og langt út á götu og kaðlarnir, sem notaðir eru til að mynda röð fólks eftir leigubíl- um, eins og hráviði úti um allt. Fyrir utan óprýðina af þessu er slysahættan aug- ljós. Getur hreinsunardeildin ekki verið jafn árrisul og stöðumælaverðirnir? Þeir eru alla vega ALLTAF í vinnunni. Meistari Jakob; leyfir þú hreinsunar- deildinni djörfu að sofa út um helgar? Hönnuðurinn gaga Skorrdal hefur nú tekið við rekstri Blómálfsins á Vesturgötu og fæst þar nú framúrstefnuleg hönnun í bland við blóm. Blómálfurinn prýðist álfahúfum Ástkæri Blómálfurinn okkar miðborg- arbúa neðst á Vesturgötu hefur nú breytt um svip og leikkonan Helga Thorberg hefur afhent lyklana listakonunni GAGA Skorrdal. Hin frumlega GAGA er fata- hönnuður og fer eigin leiðir í hönnun sinni en þekktust er hún líklega fyrir einstæðar prjónahúfur sínar. (Þegar bý- flugu bar að garði var kroppurinn Valdi- mar Örn Flygenring að mála húsvegg rétt við búðina en hann er flottastur allra karla, svo einfalt er það.) En hönnuður- inn í Blómálfinum hefur verið að koma sér vel fyrir síðustu daga og þótt blóm verði áfram á boðstólum er fjölbreytt og lífsglöð fatahönnunin í aðalhlutverki. Eftir heimsókn og mátun á álfahúfum ýmiss konar var komið við á Búllunni hans Tómasar Tómassonar og þar rakst býfluga á fasteignasalann Magnús Leó- poldsson sem leit svona svakalega vel út. stungið af úr landi Ekki er blómlegt menningarlífið í borginni á sumrin, fröken Reykjavík verður löt og síestuleg og borgarbúar stinga af í sveitasæluna eða til útlanda. Fátt er því um fína drætti fram undan, við getum þó alla vega hlakkað til Gay Pride, guði sé lof, og svo menningarnæturinnar miklu. Svo er blessuð verslunarmannahelgin handan við hornið en það er ekki býflugustíll að fara á útihátíðir og velkjast um í tjaldi undir rammfölsku kassagítarspili, fjarri lúxusnum. Og hún nennir sko alls ekki að hanga á Innipúk- anum á NASA eina verslunarmannahelg- ina enn. Því verður flugið tekið til Dublin hvar okkar kona ætlar að kynna sér alvöru, írska kráarstemningu, kaupa sér nýjustu fatahaustlínuna og byrgja sig upp af snyrtivörum í fríhöfninni fyrir vetur- inn. Þið lofið að skemmta ykkur vel á meðan ... Flugan Fór víða um helgina: Að vanda var sólskin og hiti á Krútt- landinu okkar góða um helgina og býfluga fleygði hamslaus af gleði af sér hamnum eftir langa og sveitta biðröð í Laugardals- lauginni og stakk sér til sunds. Við stelp- urnar röðuðum okkur síðan sólarolíu- bornar ofan í saltpottinn með sólgleraugu á nefbroddum en í saltvatninu verður kona einmitt brúnust. Tandurhreinar með sólroða í kinnum skruppum við vinkon- urnar svo í Suðurgötukirkjugarð á leyni- staðinn okkar þar sem er mikið skjól og sólríkt og nánir ættingjar á næsta leiti, þöglir sem gröfin, voru með okkur í anda þegar við opnuðum kampavínsflösku og drukkum kvenlega af stút. Í þeim til- gangi að kæla okkur niður höfðum einnig meðferðis nokkrar gerðir af exótískum og safaríkum melónum. Skálað var fyrir ætt- ingjum neðanjarðar, blíðviðrinu og vin- skapnum. Úr kirkjugarðinum lá leið okk- ar í léttan kvöldverð borinn fram á dúklagt borð í hlýrri kvöldsólinni fyrir utan Thor- valdsen og um áttaleytið fengum við okk- ur hressigöngu upp Laugaveginn með sterkt kaffi í skrautlegum götumálum. Í hitamollunni þennan hlýjasta dag ársins flykktist fólk út á götur borgarinnar, létt- klætt og brosandi og stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson fékk hjörtu okkar til að slá örar þar sem hann gekk einsam- all niður Laugaveginn, kæruleysislegur í spori, í afar vel sniðnum svörtum jakka- fötum. Býflugan Líf og fjör var á markaðinum hjá leikkonunum sem voru með tískuráðgjöf. meðal annarra var þar fyrrverandi ungfrú reykjavík, Fanney lára guðmundsdóttir. Atómstöðin var með útgáfu- tónleika á Organ á laugardags- kvöldið og var rokkbandið með fjöruga sviðsframkomu. Leikkonurnar Elma Lísa og Magga úti á svölum fatamarkað- arins skemmtilega sem haldinn var á lindargötu, sú fyrrnefnda með ómótstæðilegan monroe-kjól. Götuspilarinn vinalegi, jojo, hitaði upp fyrir atómstöðina. í KirKjugarðinum leynilegur lastaKlúBBur Valdimar Örn Flygenring var sérlega myndarlegur í málningargallanum á sunnudagsmorguninn en sá fagri kroppur heillaði býflugu upp úr skónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.