Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2008, Page 30
mánudagur 28. júlí 200830 Síðast en ekki síst Sandkorn n Smekkleysa plötubúð virðist vera með níu líf ef marka má nýjustu fregnir. Það hafa eflaust fáar verslanir tilkynnt jafnoft um lokun en svo ver- ið opnað- ar skömmu síðar í nýjum húsakynn- um, tónlist- aráhuga- mönnum til mikillar gleði. Um helgina var verslunin einmitt opnuð á ný á Laugavegi 35 með heljarinnar opnunarteiti á föstudeginum. Tónlistarmað- urinn Plúseinn tróð upp gest- um til mikillar gleði en hann er þekktastur fyrir tónlistarsköp- un sína með gleðisveitinni FM Belfast. n Gagnrýnendur íslensku blað- anna eru sammála um að kvik- myndin The Dark Knight sé sú besta á þessu ári enn sem kom- ið er. Allir virðast sáttir fyrir utan Dr. Gunna sem skrifar á bloggi sínu: „Á hvaða tímapunkti var það ákveðið að þessi nýjasta Batman mynd væri best mynd í heimi? Mér finnst eins og það hafi verið löngu ákveðið áður en myndin kom í bíó og svo gekk það svona ægilega fínt eftir. Er það af því að Heath er dáinn? Mig langar eiginlega ekkert á þessa mynd.“ Hann tekur það einnig fram að hann horfi kannski á hana í sjónvarpinu og sofni yfir henni rétt eins og fyrri myndinni, Batman Begins. n Morgunblaðið greindi frá því á föstudag að Einar Bárðar- son hygðist láta af störfum sem umboðsmaður og helsti ráðgjafi Garðars Thórs Cortes. Megin- ástæðurnar sem umboðsmað- urinn gaf upp var væntanlegur erfingi númer tvö og að Garðar væri kominn í fremstu röð á sínu sviði á heimsvísu og þyrfti því ráðgjafa sem væri lengra kominn en Einar á erlendum mörkuð- um. Eftir samtalið við blaðamann sagðist Einar vera að fara að hitta ann- an skjólstæðing sinn, eina allra virtustu óperusöngkonu heims, Kiri Te Kanawa. Ef Garðar er „of stór“ fyrir Einar, hvað þá með frú Te Kanawa? Hver er maðurinn? „Silja Úlfarsdóttir, hlaupadrottning. Ætla að fá að segja það í síðasta skipti núna.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er spurning um í hverju fyrst ég er að hætta að hlaupa. Ég er mjög metnaðarfull í því sem ég tek mér fyr- ir hendur.“ Við hvað lékstu þér helst þegar þú varst yngri? „Barbí.“ Hvað langaði þig til að verða þegar þú yrðir stór? „Sjoppukona.“ Hver er uppáhaldssjónvarpsþátt- urinn? „Sex and the City. Mér finnst vin- konuþemað alltaf skemmtilegt.“ Við hvað starfar þú? „Ég er akkúrat á tímamótum. Í dag er ég íþróttamaður en á morgun verð ég þjálfari.“ Hvernig líður þér núna? „Það eru mjög miklar tilfinningar í gangi. Ég er mjög hamingjusöm en samt hálfsnökktandi.“ Er verra eða betra að hætta eftir svona árangursríkt mót? „Ég held að það sé betra því þá hættir maður ánægður og á toppnum.“ Hvað ertu margfaldur Íslands- meistari í dag? „Ég er fimmfaldur Íslandsmeistari um helgina en örugglega um fimm- tíufaldur samtals.“ Finnst þér þú hafa afrekað allt sem er í boði hér heima fyrst ólympíulágmörkin náðust ekki? „Nei, hefði viljað ná betri árangri. Hefði viljað keppa meira á stórmót- um og hlaupa bara miklu hraðar.“ Er það ekki bara smá hvíld og mæta síðan aftur á toppi ferilsins og komast á Ólymíuleikana í London 2012? „Er ekki farin að hugsa svo langt enn- þá.“ Er andlegir þátturinn vanmetinn í frjálsum íþróttum sem og öðrum? „Það hugsa ég. Fólk þarf að vinna mun meira í því en oft er raunin. Mér finnst fólk þurfa að hafa aðeins meiri trú á sér. Maður verður að æfa sig heima líka en ekki bara á æfingum.“ Hvaða ráð vilt þú gefa ungu frjálsíþróttafólki landsins sem lítur upp til þín? „Vera dugleg á æfingum og hlusta á þjálfarana.“ Ætlarðu að mennta þig sem þjálfara? „Ég er mikið sjálfmenntuð í gegn- um mína miklu reynslu sem íþrótta- maður og hún mun nýtast mér vel. Í vetur ætla ég svo í einkaþjálfara- nám í Íþróttaakademíu Keflavíkur. Mig langar einnig að læra meira um íþróttameiðsli.“ FH gaf þér utanlandsferð að gjöf. Hvert er ferðinni heitið? „Ég fer til Parísar í viku með mann- inum mínum Vigni Grétari Stefáns- syni (fyrrverandi Íslands- og Norð- urlandameistari í júdó). Frakkland er liggur við eina landið í Evrópu sem ég á eftir að koma til. Allavega af þeim stóru. Svo það verður frábært.“ MAÐUR DAGSINS Íþróttamaður Í dag, þjálfari á morgun Silja Úlfarsdóttir keppti á sínu síðasta móti um helgina. Hún varð íslands- meistari í öllum fimm greinunum sem hún keppti í og hættir því á toppnum. Það var tilfinningaþrungin stund þegar hún hljóp síðasta hlaupið. Silja stefnir á þjálfun en fyrst ætlar hún að slaka á í París. BókStAfleGA „Þetta fólk er fyrst og fremst að skemmta sér. Fram- koman er öll í þeim anda sem út af fyrir sig er í góðu lagi,“ n Friðrik Sophusson, forstjóri landsvirkjunar, um háttalag Saving Iceland. - visir.is „Ég sagði í vetur, við litla hrifningu Samfylkingarinn- ar, að liður í lausn efna- hagsvandans væri sá að semja við Samfylkinguna um að hún talaði ekki um efnahagsmál í hálft ár. Mér sýnist full þörf á því ennþá.“ n Steingrímur j. Sigfússon um ráð gegn efnahagsvandanum. - dV „Þetta eru athyglissjúk- ir bjánar sem vilja bara standa í þessu brölti með sínum líkum. Fá sér kannski bjór á eftir.“ n Egill Helgason, sjónvarpsmaður og þjóðfélagsrýnir, um meðlimi Saving Iceland. - eyjan.is/silfuregils „Flestar greinar reyna að skoða sjálfar sig, setja nið- ur framtíðarplön og fleira. En það er ekkert svoleiðis í íslenska kvik- myndabrans- anum. Við höfum alltaf haldið illa á okkar mál- um.“ n Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. - dV „Ég hef stungið upp á því við Garðar að ég láti af störf- um sem um- boðsmaður og hans helsti ráðgjafi.“ n Einar Bárðason „umboðsmaður íslands“ um að hann ætlar að einbeita sér meira að fjölskyldunni og stjórnarstörfum hjá Believer music. - morgunblaðið. „Nei, ég hef ekki hitt Mört- hu Stewart. Hún er greini- lega í miklu og góðu atlæti hjá forsetanum. Hann hef- ur séð um þá deild.“ n Þorgerður Katrín gunnarsdóttir menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra um heimsókn mörthu Stewart til íslands. - dV „Jón Trausti er vissulega frægur og hefur ímynd hörku en í mínum augum er hann ósköp venjulegur náungi en með slæmt orð- spor.“ n Sveinn andri Sveinsson lögfræðingur um skjólstæðing sinn, vítisengilinn jón Trausta lútherson. - dV „Er þetta ekki eðlileg tog- streita milli þeirra sem eru að reyna að vekja á sér at- hygli og þeirra sem þykjast vita hvernig hlutirnir eiga að vera?“ n Óttarr Proppé söngvari um alla þá gagnrýni sem fylgt hefur nýjustu auglýsingaherferð Vodafone. - dV „Brimrún Birta hefur alltaf haft gaman af því að teikna. Ég hef verið að fikta smá við að mála með olíulit- um og hún hefur oft spurt hvort hún megi prufa. Hún fór svo í listasmiðju í Viðburðaviku Vesturlands sem var haldin í vor á Snæfellsnesi og þá fékk hún að mála með akríllitum,“ segir Sigríður Margrét Vigfúsdóttir móðir Brimrúnar Birtu sem hefur selt mál- verk sín á kaffihúsi móður sinnar, Gamla Rifi, vinum og kunningjum og erlendum ferðamönnum. Öll verk barnanna sem voru í listasmiðjunni voru til sýnis á kaffi- húsinu Gamla Rifi. „Við erum að fá Svíahópa til okkar og einn Svíinn vildi kaupa eina mynd á veggnum og það var akkúrat myndin henn- ar Brimrúnar Birtu,“ segir Sigríður. „Hann keypti myndina á tvö þúsund krónur og það kveikti alveg í henni áhugann. Hún fór heim og málaði fleiri myndir.“ Brimrún Birta hefur selt á bilinu sautján til tuttugu myndir í sumar og má það teljast mjög gott þar sem stúlkan er aðeins ellefu ára göm- ul. „Það hafði rosalega mikil áhrif á sjálfstraustið hjá henni að einhver hefði áhuga á að kaupa myndirn- ar hennar. Systir hennar er á leið í Listaháskólann í haust og ég býst al- veg við því að hún fari svipaða leið þegar hún verður eldri,“ segir Sigríð- ur stolt af dóttur sinni. Brimrún Birta er ungur listamaður á Snæfellsnesi: Málar myndir af Snæfellsjökli Snæfellsjökull Brimrún Birta byrjaði að mála jöklamyndir í vor í Viðburðaviku Vesturlands. dV-mYnd áSgEIr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.