Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Side 2
Mánudagur 11. ágúst 20082 Fréttir
„Við hjónin tilkynntum það nánast
samstundis að hann væri látinn.
Síðan þá höfum við endurtekið
fengið bréf frá Tryggingastofnun
þess efnis að þeir þyrftu að fá
upplýsingar um tekjur hans til að
geta reiknað út örorkubætur,“ seg-
ir Guðmundur Guðjónsson, fað-
ir ungs manns sem svipti sig lífi í
Danmörku síðasta haust.
Sonur Guðmundar fékk bætur
greiddar mánaðarlega frá Trygg-
ingastofnun en þeim greiðslum
var hætt mánaðamótin eftir lát
hans. „Það er óttalega óþægilegt
að fá svona hótunarbréf,“ segir
hann.
Tilkynntu andlátið tvisvar
Guðmundur var fjárhaldsmað-
ur sonar síns og því voru bæturn-
ar greiddar inn á reikning Guð-
mundar sem síðan millifærði þær
á reikning sonar síns í Danmörku.
Strax í september í fyrra tilkynnti
Guðmundur Tryggingastofnun
um lát sonar síns. „Við höfum í tví-
gang haft samband og sagt þeim
að hann væri látinn,“ segir hann.
Þrátt fyrir það fær hann áfram bréf
þar sem honum er gert að skila inn
gögnum til stofnunarinnar.
Í fyrri bréfum hefur verið óskað
eftir upplýsingum um tekjur son-
ar hans á síðasta ári. „Að afla
gagna um hvort hann
hafi mögulega haft
einhverjar
tekjur í
öðru landi á síðasta ári er okkur
ómögulegt,“ segir Guðmundur.
„Konan mín var í símasambandi
við stúlku hjá Tryggingastofnun
sem þurfti að ganga á milli sinna
yfirboðara til að fá svör. Skilaboðin
sem við fengum var að þetta væru
gögn sem við þyrftum að skila inn,
þrátt fyrir að hann væri látinn.“
Grunaði maðk í mysunni
Í nýjasta bréfinu sem honum
barst nú um mánaðamótin bregð-
ur hins vegar við nýjan tón. Þar er
honum tilkynnt að greiðslum bóta
verði hætt frá og með september-
mánuði ef tilgreindar upplýsing-
ar berist ekki stofnuninni fyrir 20.
ágúst.
„Þetta síðasta bréf er alveg út
úr korti. Það er eiginlega sterkara
en fyrri bréf. Við höfum ekki feng-
ið krónu, eðlilega, síðan hann lést í
september. Þetta er hreinlega bara
hótunarbréf,“ segir Guðmundur.
„Þarna er gefið í skyn að það sé
enn verið að greiða þessar örorku-
bætur inn á reikninginn, sem er
auðvitað af og frá. Maður spyr sig
þá hvort það sé einhver hjá Trygg-
ingastofnun sem er mögulega að
falsa dauða hans og þessar greiðsl-
ur fari þá inn á reikning
starfsmanns,“ segir
hann.
Annað hljóð í skattstjóranum
Þau gögn sem Guðmundur er
nú beðinn um að skila eru afrit
af hans eigin skattaskýrslu. „Ég
get ekki séð hvað það hefur með
bætur til hans að gera, sem engar
eru.“
Hann furðar sig á vinnubrögð-
um Tryggingastofnunar og bend-
ir á hversu liðlegt starfsfólk Rík-
isskattsjóra var þegar hann hafði
samband þegar honum barst
beiðni um skattaskýrslu sonar
síns. „Ég bara hringdi í þá og sagði
þeim að hann hefði svipt sig lífi. Sú
sem ég talaði við var ekkert nema
kurteisin uppmáluð og gekk frá
þessu. Þar hefur ekki verið neitt
vandamál,“ segir Guðmundur.
Mistök Tryggingastofnunar
Að mati Guðmundar er einnig
undarlegt að enginn starfsmað-
ur Tryggingastofnunar skuli vera
skrifaður fyrir þeim bréfum sem
berast. Undir þau er einfaldlega
skrifað: Tryggingastofnun ríkisins.
„Mér er ekki boðið að hafa sam-
band við neinn og ekki gefið upp
símanúmer hjá neinum sem sér
um málið. Það er enginn ábyrgur
fyrir bréfinu.“
Þegar blaðamaður
hafði samband við Trygg-
ingastofnun bar hann upp
erindi sitt við starfsmann á
skiptiborði. Sá bað blaða-
mann um að bíða augna-
blik. Stuttu síðar var hon-
um tilkynnt að þetta væru
mistök. Þannig þyrfti Guð-
mundur ekki að skila inn
neinum gögnum og eng-
ar greiðslur eyrnamerkt-
ar syni hans hefðu ver-
ið reiddar af hendi. Þær
skýringar voru gefnar að
nafn sonar hans hefði lent
í röngum bunka.
„Það er óttalega
óþægilegt að fá svona
hótunarbréf.“
Guðmundur Guðjónsson hefur ítrekað fengið bréf frá Tryggingastofnun þar sem
óskað er upplýsinga vegna bótagreiðslna til sonar hans. Sonur Guðmundar lést hins
vegar í september í fyrra og tilkynnti Guðmundur strax um andlátið. Engar bóta-
greiðslur hafa borist síðan en Tryggingastofnun sendir honum enn bréf og hótar nú
að hætta greiðslum um næstu mánaðamót ef viðeigandi upplýsingar berast ekki.
Guðmundur furðar sig á vinnubrögðunum.
ErlA HlynsdóTTir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
LÁTNUM SYNI HÓTAÐ
Tóku ekki mark á föðurnum trygginga-
stofnun tók ekki gild þau svör guðmundar
að sonur hans væri látinn og óskaði eftir
gögnum um tekjur hans á síðasta ári.
óskar enn eftir persónuupplýsingum
sonur guðmundar lést fyrir ellefu mánuðum
en tryggingastofnun sendir enn bréf til að fá
upplýsingar um hann. stofnuninni hefur
tvívegis verið tilkynnt um andlátið.
Ítrekunin síðasta
bréfið sem
guðmundur fékk frá
tryggingastofnun.
Hlaup í Skaftá
Hlaup hófst í Skaftá á
laugardaginn og var rennslið
í gærmorgun 300 rúmmetr-
ar á sekúndu. Guðmundur
Ingi Ingason, varðstjóri hjá
lögreglunni á Kirkjubæj-
arklaustri, sagði að alltaf
væri að bætast í ána. Vatn
hafi ekki farið yfir veginn
hjá Kirkjubæjarklaustri en í
Skaftárdal liggur vegurinn að
sumarbústöðunum meðfram
ánni og er vegurinn undir
vatni. Ekki er jafn mikið vatn
núna og var árið 2006 þar
sem aðeins er um að ræða
annan ketilinn í Vatnajökli
en ekki báða eins og 2006.
„Bankarnir eru lokaðir og þetta er
sá ískaldi raunveruleiki sem við stönd-
um frammi fyrir,“ segir Karl Georg Sig-
urbjörnsson hæstaréttarlögmaður og
annar tveggja eigenda fasteignasöl-
unnar Miðborgar. Fyrirtækið hefur nú
sagt upp þremur af átta starfsmönn-
um. „Við verðum bara að sníða okkur
stakk eftir vexti. Það er svo einfalt. Það
vantar peninga til að fjármagna eign-
irnar. Kerfið er alveg frosið og bank-
arnir lána ekki krónu. Við höfum horft
upp á 80 til 90 prósenta samdrátt á fast-
eignamarkaði,“ segir Karl. Hann á ekki
von á því að þurfa að segja upp fleiri
starfsmönnum. Hann vonast til þess
að ástandið glæðist með haustinu en
bendir á að ríkisstjórnin hafi lítið sem
ekkert gert til að bæta úr ástandinu.
Hann segir enn fremur að stærst sé
vandamálið hvað stórar eignir varðar.
Íbúðalánasjóður láni vissa upphæð en
ekki nærri nóg til að stórar eignir selj-
ist. Þrátt fyrir uppsagnir hjá eigin fyrir-
tæki segist Karl hafa mestar áhyggjur
af fólki sem hafi freistast til að taka lán
í erlendri mynt. „Þeir sem tóku erlend
lán upp á 30 til 40 milljónir sitja verst
í súpunni. Lánin hafa hækkað um allt
að helming og eru miklu hærri en
verðgildi húsanna,“ segir Karl að lok-
um. baldur@dv.is
Þremur af átta starfsmönnum fasteignasölunnar Miðborgar sagt upp:
Ískaldur raunveruleikinn
Bankarnir lokaðir „Við verðum bara að
sníða okkur stakk eftir vexti. Það er svo
einfalt,“ segir eigandi fasteignasölu.
Ástin blómstrar á
ný í Bolungarvík
Ástarvikan í Bolungarvík
var sett í fimmta sinn í gær.
Hátíðin hefur það markmið
að fjölga íbúum bæjarins.
Hún hefur verið vinsæl síð-
ustu ár og sett skemmtilegan
svip á sumrin í Bolungarvík
þau ár sem hátíðin hefur ver-
ið haldin. Hátíðin var sett þar
sem svokallaður Hundruð
hjarta skógur var skapaður
úr hjörtum skornum úr við.
Hjörtun verða reist upp sem
tré sem merkja ást Bolvík-
inga á heiminum öllum.
Panikk á Prikinu
„Það greip um sig ofsa-
hræðsla í smástund, eða þar til
lögreglan opnaði töskuna og
komst að því að þetta var fransk-
ur listamaður,“ segir Símon Örn
Reynisson, aðstoðaryfirkokk-
ur á Prikinu. Í gærkvöldi kom á
Prikið arabi sem bað um að fá að
geyma töskur sínar á staðnum
meðan hann skryppi frá í tvo
tíma. Töskurnar vöktu grun-
semdir starfsfólks, sér í lagi í
ljósi sprengjuhótunar vegna Gay
Pride göngunnar fyrr í vikunni.
Þar sem Q-bar er við hlið Priks-
ins og taskan var læst með talna-
lási var lögreglan kölluð út. Bet-
ur fór þó en á horfðist. „Í báðum
töskunum voru sundurskornar
dósir og einhver skringilegur
klæðnaður,“ segir Símon Örn en
töskurnar höfðu enn ekki verið
sóttar þegar DV talaði við hann.
Bústaður eyði-
lagðist í eldi
Sumarbústaður nærri Geysi
í Haukadal gjöreyðilagðist í
eldsvoða í gærmorgun. Lög-
regla fékk tilkynningu um eld-
inn stundarfjórðung yfir sjö í
gærmorgun. Lögreglumenn frá
Selfossi og slökkviliðsmenn frá
Reykholti og Laugarvatni héldu
á staðinn til að berjast við eldinn
en þegar komið var á staðinn
var sumarbústaðurinn alelda.
Vatnsskortur gerði slökkvistarf
enn erfiðara en ella. Þó tókst
að slökkva eldinn eftir um þrjár
klukkustundir.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Selfossi er bústað-
urinn alveg ónýtur ásamt öllu
því sem í honum var. Enginn var
í bústaðnum og eldsupptök voru
út frá logandi kerti sem eigand-
inn skildi eftir þegar hann fór í
gönguferð.
Hrossin hurfu
Lögreglunni á Suðurnesj-
um var tilkynnt um hross á
hlaupum á Reykjanesbraut-
inni ekki langt frá Kúagerði
aðfaranótt sunnudags. Er
lögregla kom á vettvang voru
sjö hross á hlaupum austur
Reykjanesbrautina. Hrossin
hlupu út af veginum skammt
vestan við álverið í Straums-
vík þar sem þau hlupu niður
að sjó og hafa ekki sést síðan.
Reynt var að hafa uppi á eig-
anda hrossanna en ekki var
búið að finna eigandann síð-
degis í gær.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is