Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Qupperneq 6
Mánudagur 11. ágúst 20086 Fréttir
Launin sem ungmenni hafa fengið greidd fyrir vinnu hjá sveitarfélögum landsins eru mjög mismunandi
eftir því hvar þau búa. Reykjavíkurborg greiðir unglingum í vinnuskóla lægstu launin á landinu. Dæmi
eru um að sveitarfélög á Vestfjörðum greiði 60 prósent hærri laun en borgin. Verkalýðsfulltrúi hrósar
sveitarfélögunum fyrir gott framtak.
Unglingar að störfum í
Reykjavík Fá 40 til 60 prósent
lægri laun en starfsmenn
vinnuskólanna á Vestfjörðum.
dV-Mynd gúndi
Borgin greiðir
lægstu launin
lilja gUðmUndsdóttiR
blaðamaður skrifar lilja@dv.is
Tveimur hópum manna laust
saman á Hverfisgötu um klukkan
17 á laugardag. Í miðjum átökun-
um var hnífi brugðið og einn mað-
ur var fluttur á slysadeild með skurð
á hendi. Einhverjir í hópnum huldu
andlit sín með grímum og sjónar-
vottur segir andlit Osama bin Laden
hafa skotið upp kollinum í áflogun-
um.
Fjórir voru handteknir vegna
málsins, þrír fljótlega og einn síðar
um daginn. Sá fjórði sem lögregl-
an handsamaði reyndist vera árás-
armaðurinn. Hann var yfirheyrður
á laugardagskvöld og viðurkenndi
þátt sinn í verknaðinum.
Að sögn sjónarvottar að árásinni
var sá sem fyrir hnífsbragðinu varð
með bin Laden grímu. „Þetta var
rosalegt. Blóðbunan stóð út úr
hendinni á honum. Maður er eigin-
lega í sjokki eftir að hafa horft upp
á þetta,“ sagði sjónarvotturinn í við-
tali við dv.is á laugardag.
„Hér eru tveir hópar í leðri fyrir
utan. Löggan og hommarnir,“ sagði
íbúi við Hverfisgötuna skammt frá
árásarstaðnum. Hann sagðist hafa
rokið út þegar hann varð var við
atganginn og hafði það eftir lög-
reglumanni á vettvangi að svo virt-
ist sem um uppgjör tveggja hópa út-
lendinga hefði verið að ræða. Þetta
reyndist þó ekki rétt þar sem allir í
átökunum eru Íslendingar.
Lögguhasarinn á Hverfisgötunni
fór heldur ekki fram hjá útvarps-
manninum Halldóri E. á Útvarpi
Sögu, sem býr við Hverfisgötu. „Ég
sá fyrst að eitthvað væri athuga-
vert þegar ég sá tvo lögreglumenn
standa heiðursvörð við þvottahúss-
dyrnar hjá mér, Ég tengdi þetta strax
því að ég var að þvo nærbuxur sem
ég á í fánalitunum,“ segir Halldór.
Þegar Halldór varð var við lög-
reglumenn sem rótuðu í garði hans
með kylfum komst hann að því að
verið væri að leita að árásarvopn-
inu fyrir utan húsið. Lögreglumað-
ur á staðnum vildi ekki staðfesta að
hann væri að leita að hnífi en sagði:
„Við erum að minnsta kosti að leita
að einhverju.“
Lögreglan lokaði hluta Hverf-
isgötunnar um stund og girti vett-
vanginn af. Blóðslóðin á götunni var
býsna löng og því ljóst að maðurinn,
sem fyrir árásinni varð, hefur misst
talsvert blóð þótt meiðsl hans séu
eki sögð alvarleg. Lögreglan stað-
festi að einhverjir mannanna hefðu
hulið andlit sín grímum en gat ekki
staðfest að bin Laden hefði verið í
hópnum.
toti@dv.is
„Að mínu mati er brotið á unglingum
með þessum lágu launum. Við leit-
umst við að vera sanngjörn því þau
vinna ómetanlega vinnu,“ segir Eyr-
ún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti
Tálknafjarðarhrepps. Hreppurinn,
ásamt Vesturbyggð, greiðir hæstu
launin á landinu. Þessi tvö bæjar-
félög ákváðu að gera sérstaklega vel
við unglinga vinnuskólans til þess
að veita þeim hvatningu til að snúa
aftur heim næsta sumar. „Við greið-
um mun hærri laun en í fyrra og auð-
vitað eykur það kostnaðinn hjá okk-
ur umtalsvert en þetta skiptir okkur
máli,“ segir hún.
Hærri laun á landsbyggðinni
Samkvæmt úttekt Verkalýðs-
félags Akraness greiðir Reykjavík-
urborg lægstu laun þeirra fjórtán
sveitarfélaga sem starfsmenn verka-
lýðsfélagsins skoðuðu. Í könnuninni
voru laun 14, 15 og 16 ára unglinga
vítt og breitt um landið borin saman.
Borgin greiðir 16 ára unglingi 486
krónur á tímann meðan tvö sveitar-
félög á Vestfjörðum greiða 735 krón-
ur fyrir sömu vinnu. Munurinn er
216,16 krónur, eða 44,5 prósent.
Rúmlega 35.000 meira
í mánaðarlaun
Mestur er munurinn þó hjá 15 ára
unglingum en Ísafjörður og Súðavík
greiða þessum aldurshópi 585,13
krónur á tímann en Reykjavíkurborg
aðeins 366 krónur, eða 219,13 krón-
um minna. Vestfirsku sveitarfélögin
greiða því 59,9 prósent hærri laun í
þessum aldursflokki en borgin. Sveit-
arfélög á Vestfjörðum og Austurlandi
koma best út á meðan vel stæð sveit-
arfélög eins og Reykjavík, Akureyri
og Akranes greiða sínum unglingum
lægstu launin. Reykvískir unglingar
gætu virkilega bætt kjör sín með því
að fara á Vestfirði og vinna yfir sum-
artímann. Fimmtán ára stelpa fær
58.560 krónur í mánaðarlaun fyr-
ir 8 tíma vinnu í Reykjavík, en fengi
93.621 krónu fyrir sömu vinnu á Ísa-
firði eða í Súðavík. Það gera rúmlega
35.000 krónum hærri laun.
Engin skýring á launamuninum
Sveitarfélögin hafa ekki sameig-
inlegan taxta en hafa þó samning
Starfsgreinasambandsins til viðmið-
unar. „Þessu er algjörlega öfugt farið
á hinum almenna vinnumarkaði þar
sem lægstu launin eru úti á landi.
Það er rík ástæða til að hrósa þeim
sveitarfélögum sem miða við að lág-
markslaun 16 ára krakka séu 90 pró-
sent af lágmarkslaunum, rétt eins
og á almenna vinnumarkaðnum.
Kannski stafar þetta af meira fram-
boði vel launaðrar vinnu fyrir þessa
krakka á landsbyggðinni en í raun
hef ég enga skýringu. Stærri sveit-
arfélögin ættu að taka þetta til fyrir-
myndar,“ segir Vilhjálmur Birgisson,
formaður Verkalýðsfélags Akraness.
minni sveitarfélög bjóða betur
Á Norðurlandi eru launin ein-
ungis litlu hærri en í Reykjavík en 16
ára unglingar á Akureyri fá þremum
krónum meira á tímann. Akranes
býður aðeins betur og greiðir 16 ára
538 krónur á tímann sem er tæpum
27 prósentum hærra en í Reykjavík.
Svo virðist sem minni sveitarfélög
um allt land geri betur við unglinga
sína þrátt fyrir að samkeppni um
vinnuafl sé minni þar.
Starfsemi vinnuskólanna
er nú víðast hvar lokið en
síðasti vinnudagur-
inn var á föstudag-
inn hjá borginni.
tímakaUp Hjá
16 áRa Unglingi
ak
ur
ey
ri
st
ra
nd
ab
yg
gð
re
yk
hó
la
r
Fj
al
la
by
gg
ð
Bo
lu
ng
ar
ví
k
Da
lv
ík
se
yð
isf
jö
rð
ur
Hö
fn
Ís
af
jö
rð
ur
Fj
ar
ða
rb
yg
gð
tá
lk
na
fjö
rð
ur
re
yk
ja
ví
k
486 k
r.
489 k
r.
493 k
r.
503 k
r.
529 k
r.
585 k
r.
705,7
2 kr. 735 k
r.
702,1
6 kr.638,6
kr.632 k
r.
623,3
1 kr.
dáist að litlu sveitarfélögunum
Vilhjálmur Birgisson vill að fleiri
sveitarfélög greiði 16 ára unglingum 90
prósent af lágmarkslaunum fullorðinna.
Einn særðist illa á hendi þegar tveir hópar börðust í miðbæ Reykjavíkur:
Bin Laden í hnífabardaga á Hverfisgötu
lögregla leitar sönnun-
argagna Mikið blóð var á
vettvangi. Lögreglumenn
leituðu sönnunargagna í
nágrenni svæðisins þar sem
bardaginn átti sér stað.