Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Side 7
Mánudagur 11. ágúst 2008 7Fréttir
Íslenska sprotafyrirtækið Amivox
hefur undanfarin tvö ár unnið að
nýju samskiptaforriti fyrir farsíma-
notendur. Nú býðst farsímanotend-
um um heim allan að hlaða frumút-
gáfu forritsins í símann sinn. Forritið
byggir á því að eiga samskipti með
raddupptökum.
Amivox kemur til með að slíta
barnsskónum á íslenskum mark-
aði, að sögn Birkis Marteinssonar,
eins þriggja stofnenda fyrirtækisins.
Stefnan er þó sett á heiminn allan.
Röddin best
Amivox byggir á svipaðri hugs-
un og MSN-samskiptaforritið. Mun-
urinn er hins vegar sá að notendur
taka upp raddskilaboð á farsímann
og senda sín á milli í stað þess að
rita skilaboðin. Amivox býður einnig
upp á þá möguleika að senda radd-
upptökurnar í heimasíma, tölvupóst,
SMS og jafnvel til tengiliða á MSN.
Birkir segir til mikils hægðarauka
að nota röddina í stað þess að bisa
við lyklaborð farsímanna og skrifa
skilaboðin. Nafnið Amivox vísar til
þessa, en það er samsuða orðanna
amicus og vox, sem merkja vinur og
rödd.
„Röddin er í rauninni það tól sem
er þægilegt fyrir alla að nota þegar
þú átt í samskiptum,“ segir Birkir. „Í
farsímaheiminum er það alþekkt að
vinsælasta þjónustan er einfaldlega
að tala í símann.“
Ódýrt
Hugmyndin að Amivox spratt
hjá stofnendum fyrirtækisins þegar
þeir unnu sjálfir hjá íslenskum sím-
fyrirtækjum. „Við sáum að það voru
að koma fullkomnari farsímar, full-
komnara internet og gagnaflutning-
ur að aukast. Þá kviknaði sú hug-
mynd að búa til samskiptanet sem
lægi ofan á öllum hinum samskipta-
netunum eða símkerfunum.“
Amivox notast við gagnaflutn-
ingsnet farsímakerfanna til að koma
raddupptökunum á milli notenda.
Samkvæmt útreikningum fyrirtæk-
isins er slíkt í mörgum tilfellum mun
ódýrara en að hringja hefðbundin
símtöl eða senda textaskilaboð.
„Þannig gætir þú átt samskipti við
vini þína hvar sem þeir væru, hér á
Íslandi, í Ástralíu eða hvar sem er í
heiminum á innlendu verði,“ segir
Birkir.
Stórir draumar
Amivox hlaut styrk frá tækniþró-
unarsjóði í fyrra. Þar að auki hefur
það aðstöðu í nýsköpunarmiðstöð
atvinnulífsins, Klakinu, og í Hill-
ington Wireless Innovation Centre
tæknigarðinum í Skotlandi.
Að sögn Birkis munu fyrstu skref
Amivox stigin á Íslandi þó ekkert sé
því til fyrirstöðu að heimurinn allur
tileinki sér tæknina.
„Þú getur strax byrjað og átt vini
í Ástralíu þess vegna. Það er ekkert
sem stoppar dreifingu nokkurs stað-
ar í heiminum.“ Birkir segir fyrirtæk-
ið horfa svo á að margir munu nýta
sér þjónustuna og hún dreifast um
allan heim.
„Við eigum stóra drauma,“ segir
Birkir að lokum.
Áhugasömum er bent á heima-
síðu Amivox, amivox.com, en þar
má nálgast forritið.
Íslenska sprotafyrirtækið Amivox býður nú farsímanotendum
nýtt samskiptaforrit þeim að kostnaðarlausu. Hugmyndin að baki
forritinu er að hægt sé að senda raddupptökur á milli notenda.
Slíkt er að sögn talsmanna fyrirtækisins í mörgum tilfellum mun
ódýrara en hefðbundin símaþjónusta. Vonir fyrirtækisins standa
til að Amivox nái alheimsdreifingu.
Þeir Stefna á
heimSyfirráð
„Þú getur strax byrj-
að og átt vini í Ástralíu
þess vegna. Það er ekk-
ert sem stoppar dreif-
ingu nokkurs staðar í
heiminum.“
hafSteinn gunnaR haukSSon
blaðamaður skrifar: hafsteinng@dv.is
Borgin greiðir
lægStu launin
holar@simnet.is
SÖNN SAKAMÁL
fróðleikur og gamansögur
SPENNA
- nýtt tímarit
spenna1-2008.qxp 7.7.
2008 15:26 Page 1
Að eiga og elska heimsins versta hund
-Mjög fyndin ástarjátning
... Í bókinni Marley og ég
er viðfangsefninu lýst af
hlýju ... gamansemi og
ástúð.
New York Times
-Fyndin og hjartnæm saga um
fimmtíu kílóa Labrador sem
var jafn tryggur og elskulegur
og hann var óþekkur.
People
-Hugsanlega hugljúfasta bók
ársins. Sannarlega
hundavinabók ársins.
USA Today
MARLEY OG ÉG er bók sem allir
hundaáhugamenn verða að lesa
- og hinir líka.
Marley og ég
John Grogan
Að eiga og elska
heimsins versta hund
Á metsölulista New York
Times Frum-
útgáfa í
kilju
HÓLAR
Merki fyrirtækisins amivox stefnir á alheimsdreifingu forritsins.
amivox-teymið Frá hægri talið eru
stofnendurnir Birkir Marteinsson og Erik
Figueras torres ásamt starfsmanninum
Þórarni sigurðssyni. á myndina vantar
þriðja stofnandann arnar gestsson.