Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Page 9
Mánudagur 11. ágúst 2008 9Fréttir
Mál Stefáns Guðmundssonar sem gat ekki umgengist dætur sínar svo mánuðum skipti hefur vakið mikla
athygli að undanförnu. Líklegt er að tugir foreldra séu í svipaðri stöðu og hann var. Dagsektir, sem eru eina
refsingin við svokölluðum tálmunum, virka ekki sem skyldi. Félag um foreldrajafnrétti lítur á ólöglegar
tálmanir sem ofbeldi gagnvart börnum.
SEKTAÐ FYRIR
BARNAOFBELDI
„Í dag getur foreldri síendurtekið
komið í veg fyrir að hitt foreldrið
sjái börnin sín án þess að fá nokkra
teljanlega refsingu fyrir það,“ segir
Lúðvík Börkur Jónsson, formaður
Félags um foreldrajafnrétti.
„Ef annað foreldri vildi gæti það
haldið börnum sínum og falið fyrir
hinu í mánuði og ár,“ segir Lúðvík
og tekur fram að félagið telji þetta
stórkostlegan galla í réttarkerf-
inu. Hann segir að í slíkum mál-
um þurfi ný úrræði, því að þau sem
notuð séu í dag virki illa. Í nýjasta
helgarblaði DV var viðtal við Stefán
Guðmundsson sem fékk loksins að
hitta dætur sínar eftir tíu mánaða
stapp þar sem barnsmóðir hans
hafði hundsað dómsúrskurði og
hamlað því að þau hittust.
Ofbeldi gegn börnum
Lúðvík segir félagið berjast fyr-
ir því að ný refsiákvæði verði tek-
in í gagnið sem geri ástæðulausar
tálmanir refsiverðar. „Í Frakklandi
er til dæmis refsiramminn þriggja
ára fangelsi og tálmunin er skil-
greind sem ofbeldi gegn börnum.
Þar fara tugir foreldra í fangelsi á
hverju ári fyrir ástæðulausar tálm-
anir,“ segir Lúðvík. Hann segir Ís-
land þurfa að líta til annarra landa
og endurskoða lögin í þessum mál-
um til þess að koma í veg fyrir að
slík mál dragist á langinn. Lúðvík
segir marga foreldra gefast upp í
ferlinu, málin séu gríðarlega erfið
og það geti tekið mörg ár að fara
með þau í gegnum kerfið.
Tugir mála
„Ég fullyrði að það séu tugir
mála í gangi hverju sinni þar sem
tálmanir eru ástæðulausar,“ segir
Lúðvík en bætir því við að auðvit-
að séu til tilvik þar sem
tálmanir eigi sér
gildar ástæð-
ur. Hann
segir að
í hvert
sinn
sem slík mál eru í umræðunni í
fjölmiðlum streymi fólk á skrifstofu
félagsins sem hafi svipaða sögu að
segja. Sumir hafi átt lengi í vand-
ræðum með að fá að hitta börnin
sín áður en þeir leiti til félagsins.
Að sögn Lúðvíks eru níu af hverj-
um tíu þeirra sem tálma konur
enda fari þær með lögheimili barn-
anna í þessum hlutföllum. Félag
um foreldrajafnrétti lítur á tálmun
foreldris sem ofbeldi gagnvart því
barni sem á í hlut og bendir á að
það hafi langvarandi áhrif á sálar-
líf barnsins.
Vinnur samkvæmt lögum
Rúnar Guðjónsson, sýslumað-
ur í Reykjavík, segir dagsektirnar
ekki vera eina úrræðið sem sé til
staðar. „Ef dagsektarúrræðið hríf-
ur ekki er unnt að fara fram á svo-
kallaða innsetningu. Þá er barn-
ið tekið af foreldrinu og afhent því
foreldri sem hefur orðið fyrir tálm-
uninni,“ segir Rúnar og bendir á að
þannig geti foreldri fengið að hitta
barn sitt á nýjan leik. Hann segir
að forsjárlaust foreldri geti einnig
hafið dómsmál og krafist þess að
fá forsjá yfir barninu. Hann segir
það svo undir dómskerfinu komið
hvernig slík mál fari. Þegar Rúnar
er spurður hvort hertar refsingar
séu nauðsynlegar í slíkum málum
segir hann það ekki vera sitt mál að
dæma um það. „Það er löggjafinn
sem setur lögin, við vinnum eftir
þeim.“
Sektir virka ekki
„Úrræðin í
kerfinu eru
seinvirk og
það er
tíma-
frekt
að ná
fram rétti sínum,“ segir Dögg Páls-
dóttir, hæstaréttarlögmaður og
lögmaður Stefán Guðmundsson-
ar. Hún segir lögin í raun bara gera
ráð fyrir dagsektarúrræðum, þó að
það sé að vissu leyti ákveðin refsing
nægi það stundum engan veginn.
„Það
eru
dæmi um það að foreldri lýsi yfir
gjaldþroti frekar en að koma á um-
gengni, en þá er fátt annað hægt að
gera,“ segir Dögg og bætir því við
að sumir foreldrar borgi dagsekt-
irnar ekki. Hún tekur fram að í máli
Stefáns hafi barnsmóðirin borgað
dagsektirnar til að koma í veg fyrir
að faðirinn gæti hitt börnin og þess
vegna séu dagsektirnar ekki það
þvingunarúrræði sem þeim er
ætlað að vera.
Þrír punktar
„Ég tel að minnsta kosti að
það sé full ástæða til þess að
skoða hvort það sé hægt að
gera úrræðin fljótvirkari eða
skilvirkari,“ segir Dögg þeg-
ar hún er spurð hvort breyta
þurfi viðurlögum við tálm-
unum. Hún segir eðlilegt að
þá væri litið til annarra landa í
því sambandi og athugað hvað
hefur reynst best þar. Dögg seg-
ir það slæmt hvernig slík mál fái
að viðgangast til lengri tíma og
því lengur sem málin dragist þeim
mun harðvítugri
verði þau. Að lokum segir hún
áherslupunktana í rauninni vera
þrjá: „Málin eru ekki mjög algeng
en þau sem koma upp eru alvarleg.
Gildandi úrræði eru ekki að virka
nægilega vel. Það er full ástæða
til þess að skoða hvort hægt er að
finna ný úrræði.“
Langvarandi áhrif
„Svona mál geta haft langvar-
andi og mjög slæm áhrif á líðan
og þroska barnanna og geta í raun
haft áhrif á það hvernig þeim vegn-
ar í lífinu,“ segir Gunnar Hrafn
Birgisson sálfræðingur sem starfar
á vegum sýslumannsembættanna
og dómsmálaráðuneytisins við
að sætta foreldra í slíkum deilum.
Hann segir mjög brýnt að unnið
sé að því að skapa frið á milli for-
eldra, sérstaklega barnanna vegna.
Hann segir foreldri stundum slíta
sambandi algjörlega og vinna svo
markvisst að því að skemma sam-
band barnsins við hitt foreldrið,
en það sé kallað foreldrafjarlægð-
arheilkenni. Ástæður þess að for-
eldrar beiti slíkum aðferðum eru
mismunandi en þær geta legið hjá
öðru hvoru foreldri eða þá í sam-
spili á milli foreldranna. Hann
segir foreldra oft eyða mikilli
orku og tíma í það að reyna
að finna sökudólginn þegar
þeir ættu að einbeita sér að
Jón bJarki maGnúSSOn
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
„Svona mál geta haft
langvarandi og mjög
slæm áhrif á líðan og
þroska barnanna og
geta í raun haft áhrif
á það hvernig þeim
vegnar í lífinu.“
Lúðvík börkur Jónsson Formaður
Félags um foreldrajafnrétti segist líta á
ólöglega tálmun eins og hvert annað
ofbeldi gagnvart börnum.
Stefán Guðmunds-
son Barnsmóðir hans
beitti tálmunum til þess
að koma í veg fyrir að
hann hitti dætur sínar.
Dögg Pálsdóttir
Lögmaður stefáns segir
úrræðin í tálmunarmálum
seinvirk og tímafrekt að ná
fram rétti sínum.
SELjA KvóTA EÐA
BíÐA gjALDþROTS