Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Blaðsíða 10
Mánudagur 11. ágúst 200810 Fréttir Hinsegin dagar í Reykjavík náðu há- punkti með mikilli gleðigöngu niður Laugaveginn á laugardag. Lögregla og aðstandendur hátíðarinnar eru sammála um að þetta hafi verið fjöl- mennasta gleðigangan frá upphafi, en þetta er í tíunda sinn sem Hinseg- in dagar eru haldnir í Reykjavík. „Lögreglan hefur sennilega talið vitlaust,“ segir Heimir Már Péturs- son, framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar, sem telur að um níutíu þúsund manns hafi verið í miðborginni á laugardagseftirmiðdag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar hins vegar að á bilinu þrjátíu til fjöru- tíu þúsund manns hafi verið í bæn- um. Hvað sem talningum líður var augljóst að hópurinn skemmti sér hið besta. Þátttakendur í göngunni byrjuðu að undirbúa sig við Hlemm strax upp úr hádegi. Hópurinn lagði af stað klukkan tvö. Klukkustund síð- ar var halarófan komin niður á Arn- arhól þar sem við tók skemmtidag- skrá. Borgarstjóri sást hvergi Ólafi Magnússyni borgarstjóra var boðið sérstaklega að vera við- staddur opnunarhátíð Hinseg- in daga í Háskólabíói, síðastliðið fimmtudagskvöld. Hann lét þó ekki sjá sig. „Borgarstjóri hefur sennilega verið upptekinn og ekki haft færi á að koma,“ segir Heimir Már. Sæti var frá- tekið fyrir borgarstjórann á fremsta bekk í bíóhúsinu, enda Reykjavíkur- borg einn helsti styrktaraðili hátíðar- innar. „Í þessu felst engin móðgun. Reykjavík hefur styrkt okkur vel og við erum þakklát fyrir það,“ heldur Heimir áfram. Hann segir að öllum borgarfulltrúum hafi verið boðið að vera viðstaddir opnunarhátíðina. Hann viti ekki upp á hár hverjir sáu sér fært að koma, en hann hafi þó séð Degi B. Eggertssyni bregða fyrir. Borgarstjórar hafa í gegnum tíð- ina haldið ræðu við setningarat- höfn Hinsegin daga og þótti mörg- um sem rætt var við sérkennilegt að svo væri ekki að þessu sinni. Fyrr- verandi borgarstjóri, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir utanríkisráðherra, hélt hins vegar ræðu á Arnarhóli á laugardag. Fjörutíu atriði Um það bil fjörutíu atriði voru skráð í sjálfa gleðigönguna, sem þótti takast einkar vel. Í göngunni mátti sjá bregða fyrir fulltrúum fjölmargra menningarkima úr samfélagi sam- kynhneigðra, ástvina þeirra og ann- arra sem láta sig málið varða. Þegar gangan fór af stað frá Hlemmi virtist sem brugðið gæti til beggja vona með veður. Smám sam- an braust þó sólin fram og gangan og öll skemmtiatriðin fóru fram í blíð- skaparveðri. Lestina rak Páll Óskar Hjálmtýs- son, sem bleikklæddur hélt uppi fjör- inu á bleikum vörubíl. Hann leiddi svo fjöldasöng á laginu Ég er eins og ég er í lok dagskrár á Arnarhóli. Um nóttina tóku við dansleikir. Metþátttaka var í gleðigöngu Hinsegin daga á laugardag. Að- standendur segja hátt í hundrað þúsund manns hafa verið í bæn- um. Lögreglan telur að þar hafi aðeins verið um 40 þúsund. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir gekk gleðigönguna og hélt ræðu. Ólafur F. Magnússon, sem boðið hafði verið á setningarathöfn- ina, lét hvergi sjá sig. SIGtryGGur ArI jÓhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is STÆRSTA GLEÐIGANGAN „Borgarstjóri hefur sennilega verið upp- tekinn og ekki haft færi á að koma.“ Draggkóngurinn dragg- kóngurinn 2008 ferðaðist stolt- ur niður Laugaveginn með Ómari ragnarssyni í einum af smábílum hans. Með fánann á lofti Einkennisfáni Hinsegin daga er marglitur og táknar fjölbreytileika mannlífsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.