Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Síða 16
Mánudagur 11. ágúst 200816 Umræða Hópur sægreifa um allt land lifir í vellystingum á því fyrst og fremst að flytja peninga á milli hinna ýmsu fjárfestinga og passa að ljóti kallinn nái ekki í aurana þeirra. Þeir búa sumir hverjir úti á landsbyggðinni þar sem flestir eiga þann bakgrunn að hafa, kaldir og hraktir á hafi úti, eytt starfsæv- inni í að eltast við fisk sem þeir oftast náðu. Tómstundum sín- um eyddu þeir gjarnan í að bölva kvóta- kerfinu sem náði þá aðeins til stærri skipa. Síðan kom sú blessun upp að hinir harðsnúnu sjósóknarar fengu í gegn að bátshornin þeirra fengu inni í kerfinu. Þá var kátt í kotum sjóaranna sem hver um annan þveran seldu réttinn til að sækja fisk og lögðust í fjárfestingar. Bátum þeirra var breytt í túristabáta eða þeim einfaldlega lagt í líflausum höfnum. Vestur í Bolung-arvík er hópur manna á besta aldri sem þannig hefur sest í helgan stein Mamm- ons. Þeir þurfa ekki lengur að vakna um miðjar nætur til að hlusta á veð- urspá og jafnvel að berjast á fleytum sínum til hafs í norðangarra og frosti. Nú sofa þeir út og vakna um svipað leyti og Kauphöllin birtir fyrstu vísi- tölur um gengi fyrirtækja. Til að halda hugarró sýsla þeir við áhugamál dag- ana langa. Golf er þar ofarlega á baugi enda fátt eins slakandi. Auðvitað er það þannig að sæ-greifar eru mikilvægir í sam-félaginu og þess vegna greiða þeir einungis takmarkaðan skatt af fjármagnstekjum sínum. Áður þurftu þeir að borga útsvar og tekjuskatt sem var meira en þriðja hver króna sem þeir öfluðu. Nú dugir að greiða eina af hverjum 10 krónum í samneysl- una. Leiguliðar þeirra sjá síðan um aðrar greiðslur. Í Bolungarvík eins og víðar er ekki til siðs að láta sægreifana greiða fyrir sorphirðu. Enn er nóg af launamönnum til að annast þau skít- verk. Sægreifarnir eru þannig sum- part eins og þjóðhöfðinginn sem ekki þarf að borga skatta og útsvar. Það er eðlilegt því reisn samfélagsins sést best á aðlinum. Því er mikilvægt að sá hópur sé ekki skattpíndur þannig að hann þurfi að vakna fyrr á morgnana eins og sauðsvartur almúginn. Það er mikilvægt fyrir efnahag landsins og velferð þjóðarinnar að úthvíldir greif- ar sinni fjárfestingum sínum af skyn- semi og nái hámarksarði. Stöku bæjarstjórar hafa fett fingur út í þetta fyrirkomulag og telja í þröngsýni sinni að yfir- stéttin eigi að leggja meira eða jafnmikið til samneysl- unnar. Vestur í Bolungarvík sátu menn uppi með þannig bæjar- stjóra og voru með liðsinni sægreif- anna fljótir að losa sig við hann. Sá hélt í Búðardal þar sem enga sægreifa er að finna og sauðsvartur almúg- inn hjálpast að við sorphirðu jafnt og önnur samfélagsleg verkefni. Það vill gleymast að því fylgir áhætta að vera sægreifi. Menn sem áður glímdu við Ægi kon- ung og lentu reglubundið í lífsháska vegna brotsjóa þurfa í dag að gæta stöðugt að fjárhag sínum í kolsvartri kreppunni. Daglega falla hlutabréf í verði og enginn virðist óhultur í þeim háska. Það er áríðandi að hinn almenni borgari sem greiðir útsvar leggist á árarnar og hjálpi sægreifun- um í gegnum fárviðri kreppunnar. Og það er það minnsta sem þeir geta gert að hjálpa þeim að mennta börnin sín og hreinsa í burtu sorp þeirra ókeypis. Góður sægreifi er nefnilega sómi síns byggðarlags rétt eins og forsetinn er sverð og skjöldur þjóðarinnar. Þjóð án aðals er hvorki fugl né fiskur. Sorp Sægreifanna svarthöfði Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri skrifar „En þá þorðu stjórnmálamenn ekki að stíga skrefið til fulls.“ Að stíga skref til fulls Leiðari Það er merkilegt að á sama tíma og tugþúsundir flykkjast í miðbæ Reykjavíkur til að sýna samkyn-hneigðum stuðning sinn strandar réttindabarátta þeirra á andstöðu stjórnvalda þegar kemur að hjúskap þeirra. Nú skal ekki gera lítið úr því sem þegar hefur verið gert. Mikið hefur áunnist í réttindabar- áttu samkynhneigðra hin síðari ár. Lagabreyt- ingarnar fyrir fáeinum árum voru stórt skref fram á við. En þá þorðu stjórnmálamenn ekki að stíga skrefið til fulls. Eftir stendur meðal annars að samkynhneigð pör fá ekki að ganga í hjónaband. Í stað þess að breyta lögum svo samkynhneigðir fengju sama rétt í þessum málum og gagnkyn- hneigðir voru settar sérreglur um þá. Þeir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson vildu bæta rétt samkynhneigðra en treystu sér ekki til að veita þeim sama rétt og sjálfum sér. Reyndar sagði Halldór að það væri vegna þess að Þjóðkirkjan væri ekki búin að gera upp hug sinn í þessu máli. Þess vegna stóðu erfiðleikar eins trúfélags í að gera upp hug sinn í vegi fyrir því að fjöldi fólks fengi sömu stöðu og þorri þjóðarinnar. Annars minnir Gleðigangan í Reykjavík mig alltaf á sögu sem ung- ur persneskur transi, Predrag að for- nafni, sagði mér fyrir nokkrum árum. Þá hafði hann nokkru áður tekið þátt í fyrstu göngunni í Serbíu til að leggja áherslu á tilvist og rétt sam- kynhneigðra. Þeir sem að göngunni stóðu vissu að brugðið gæti til beggja vona. Hommahatur er landlægt í Ser- bíu. Enda fór það svo að fjölmennur hópur manna mætti á svæðið og réð- ist á þá samkynhneigðu. Þegar svo lögreglan mætti á staðinn héldu Pre- drag og félagar að þeim væri borgið. En svo gott var það víst ekk því sum- ir lögreglumenn létu slagsmálin afskiptalaus en aðrir tóku þátt í að berja hommana. „Þetta var gaman,“ sagði Predrag kaldhæðinn þegar ýmsum Vestur-Evrópubúunum í hópnum brá við frásögnina. Svo brosti hann breitt svo brotna tönnin úr slagsmálunum fékk að njóta sín. Predrag og félagar vissu hverju þeir gætu mætt en ákváðu að berjast fyrir rétti sínum. Sem betur fer mega samkynhneigðir Ís- lendingar ekki lengur eiga von á svona viðbrögðum öllum stund- um. En það er ekki svo ýkja langt síðan þeir voru í svipaðri stöðu og þurftu jafnvel að flýja land. DómstóLL götunnar Hvað finnst þér um fjölgun máva á tjörninni? „Ég tel að það væri skynsamleg leið til að tryggja heilbrigða og vistvæna útivist íbúa á reykjavíkursvæðinu að skjóta sem flesta máva.“ Tryggvi Hallgrímsson, 29 ára aðjúnkt við Háskólann á Akureyri „Því meira fuglalíf, því betra.“ Arnar Gauti Finnsson, 29 ára bankamaður „Mér finnst hún viðbjóðsleg þar sem þetta eru ránfuglar sem eiga ekkert heima á tjörninni og ætti að skjóta þá alla.“ Kjartan Höskuldsson, 28 ára bankamaður „Mér gæti ekki verið meira sama, ég hef bara litla skoðun á því hvort það séu mávar eða endur.“ Ragnar Veigar, 30 ára verkefnastjóri Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúMer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsíMi: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. sanDkorn n Dómstóll DV um bestu og verstu spyrlana í ljósvakamiðlum vakti mikla athygli. Þeir kump- ánar Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan úr Kastljósi sigruðu með yfirburðum. Í hópi þeirra slökustu var síðan sambýliskona Sigmars, Þóra Tómas- dóttir. Aftur á móti voru einhverjir sem söknuðu þeirra Heim- is Karlssonar og Kolbrún- ar Björns- dóttur sem gjarnan fara mikinn á morgnana og krefjast svara án afsláttar. Einhver taldi skýring- una vera að dómstóllinn hafi verið samansettur af fólki sem vaknar ekki í bítið á morgnana. n Tekjur ofurbloggara á Íslandi vekja gjarnan athygli en að þessu sinni tók DV að sér að birta slíkan lista. Bág kjör Stef- áns Fr. Stefánssonar, eins allra besta bloggara landsins, vekja ónneitanlega athygli en hann er óralangt undir fátæktarmörkum með 2.923 krónur í mánaðarlaun og hafði fallið talsvert frá sein- asta ári. Hermt er að þegar laun Stefáns voru birt í fyrra hafi hon- um orðið svo mikið um að það brast á blogghlé um tíma. Nú tekur hann uppljóstrunum með karlmennsku. n Annar af skemmtilegustu bloggurum landsins, eyjublogg- arinn Tómas Hafliðason, liggur ekki á skoðunum sínum. Hann var einn þeirra 15 þúsund sem lögðu leið sína á tónleika Erics Clapton í Egilshöll. Tómas er betur launaður en Stefán Fr. sem hefði að óbreyttu verið um þrjá mán- uði að vinna fyrir miðan- um. Hann var þó óhress með að vera ekki í gæð- ingaflokki Orkuveitunnar og fá frímiða en tónleikarnir vöktu enga hrifn- ingu ef marka má blogg hans. „Fyrir utan hita var Clapton la la. Eins og að vera mættur í fiski- skurð út á Granda. Kláraði vinn- una sína óaðfinnanlega en engin vinnugleði í mannskapnum ...“ n Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur sýnt fádæma kjark og karlmennsku í opinberri umræðu um fjárhagsleg bágindi sín sem hann reifaði fyrst í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Mogganum. Á sunnudag fylgdi Mogginn málinu eftir og bað kóng- inn um nán- ari skýring- ar. Þá kom á daginn að hann hafði haft mest dá- læti á Eim- skipi, Exista og FL Group sem öll lentu í frjálsu falli. „Áður var ég efnaður, en nú er ég nokkurn veginn á floti,“ segir Bubbi sem lagt hefur til að tónleikar verði haldnir fyrir fátæka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.