Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Page 17
Mánudagur 11. ágúst 2008 17Umræða
Einu sinni var sjálfstæðismað-
ur andsnúinn Kárahnjúkavirkjun.
Staddur á landsfundi viðraði hann
ókosti framkvæmdarinnar og vildi
að við hana yrði hætt. Úthrópaður
lagðist sjálfstæðismaðurinn undir
feld og komst að þeirri niðurstöðu
að kyndilinn yrði að bera og ákvað
að gera það sjálfur. Ofurhuganum
var ekki hugað líf og gerðu marg-
ir grín að málefnaforgangi hans
og framsetningu. Nú er vandræða-
gemsinn kominn í samstarf við sína
fyrrum félaga, flaggar grimmt sín-
um stefnumálum og orðinn æðsti
yfirmaður borgarinnar, arftaki Dav-
íðs.
Þessi umdeildi maður sem á
landsfundinum forðum gekk í ber-
högg við eigin flokkssystkini tók við
vendi borgarstjóra, aftur undir fúk-
yrðaflaumi, þó úr annarri átt. Full-
yrðingar eins og geðveikur, van-
hæfur, flughræddur, órekandi og
óferjandi skóku fjölmiðla, borgar-
stjórinn talinn eyland, einn, ein-
angraður, kolvitlaus og líftími borð-
liggjandi stuttur
sem æðsti strumpur borgarinnar.
Ég man ekki eftir þvílíku tilstandi í
kringum nokkurn stjórnmálamann
en ímynda mér svipaðan darraðar-
dansinn í kringum Hriflu-Jónas á
sínum tíma.
Ólafur eff hefur sterkar skoð-
anir og er alls óhræddur að fylgja
þeim eftir. Hann hefur þurft að
þola ávirðingar, einelti og rakinn
dónaskap, síðast í Kastljósi nú í vik-
unni, sér einhver Geir eða Þorgerði
hljóta viðlíka útreið? Þrátt fyrir að
vera vinsælt skotmark hefur borg-
arstjóri staðið keikur og kjósendur
Ólafs vita að hverju þeir ganga, af-
staða hans breytist ekki að kvöldi
kosningadags. Það eru aðrir sem
ofbjóða kjósendum sín-
um.
Frá síðustu sveitarstjórnar-
kosningum hafa þrír borgarstjór-
ar vermt stólinn. Sá fyrsti hélt ekki
vöku sinni í stórkostlegu hags-
munamáli Reykvíkinga. Annar ekki
heldur fyrir utan að svæfa borgar-
búa með endalausu málæði. En
sitjandi borgarstjóri, sem spáð var
bráðu falli, situr enn. Hvernig getur
slíkur maður stjórnað heilli borg?
Verk Ólafs eff eru í samræmi við
fyrri yfirlýsingar og þeir sem aðhyll-
ast hafa skýran valkost. Að því leyti
er maðurinn ljós í myrkri innan um
allar hugsjónadruslurnar sem hafa
hamskipti að kvöldi kjördags. Pól-
itísk framtíð Ólafs eff er óráðin og
þó fjölmiðlar birti títt kannanir um
óvinsældir borgarstjórans er óvíst
að það sé raunin. Honum vex ás-
megin í embætti borgarstjóra ein-
faldlega vegna samfellu orðs og
æðis og hvað sem hver segir verður
það ekki frá honum tekið.
Sandkassinn
Ólympíuleikar eru hátíð öfganna.
Það er stórkostlegt að fylgjast með
afrekum íþrótta-
mannanna og
öfgakenndri, og
oft ómannlegri,
getu þeirra.
Nefni sem dæmi
hringina og
jafnvægisrána
í fimleikunum;
hvernig er þetta
hægt?! Fyrirheitin um það öfgas-
vall sem koma skal á þessari hátíð
voru gefin á opnunarhátíðinni. Ég
hef ekki einu sinni ímyndunarafl
til að láta mér detta í hug brotabrot
af viðlíka trakteringum og kóreó-
grafíu.
Ég minntist á það fyrir stuttu hér
á þessum vettvangi hversu auð-
veldlega gæsahúðin spretttur fram
á manni þegar íslenskt afreksfólk
stendur sig vel á alþjóðlegum vett-
vangi. Þá gleymdi ég, sem ég var
minntur á um helgina, að þessi
sérkennilegu líkamsviðbrögð geta
vitanlega líka sprottið fram þegar
íþróttamenn af öðru þjóðerni gera
það gott. Gæsin hríslaðist til dæm-
is um mig við að sjá rúmensku
júdókonuna tryggja sér ólympíu-
gullið á laugardaginn eftir að hafa
lagt tvöfaldan ólympíumeistara og
áttfaldan heimsmeistara í undan-
úrslitunum. Laun erfiðisins eftir
áralangar æfingar og púl að skila
sér á stærsta íþróttamóti heimsins.
íslensku keppendurnir hafa ekki
farið alveg jafn vel af stað og sú
rúmenska, ef frá er talið hand-
boltalandsliðið. Glæsilegt hjá þeim
að leggja Rússana að velli. Þeir
voru á mörkunum með að hrein-
lega rassskella þá á tímabili en gáfu
eftir undir lokin. Ekkert nema gott
um það að segja; þeir eiga þá bara
meiri orku inni fyrir næsta leik á
móti heimsmeisturum Þjóðverja.
Þrátt fyrir að Ragna Ingólfsdótt-
ir badmintondrottning hafi dottið
út eftir einn leik á hún mikið hrós
skilið. Það eru ekki allir sem hefðu
tryggt sér farseðil á ólympíuleika
með slitið krossband í hné, það er
alveg morgunljóst. Þegar þetta er
skrifað hefur Ragnheiður Ragn-
arsdóttir ekki enn hafið keppni
í sundinu. Ef hún dettur strax út
getur hún ekki vísað til einhverra
meiðsla sem hafa verið að plaga
hana. Á hinn bóginn gæti skýring-
una verið að finna í því að LeBron
bara fékk ekki nóg nóttina áður.
Kristján Hrafn Guðmundsson
er dottinn inn í Ólympíuleikana
Fyrirbærið Ólafur eff
Veitt við vitann Fólk þarf ekki alltaf að fara langt til að stunda stangveiði. Því virðast þessir menn gera sér grein fyrir sem stunduðu sjóstangveiði í
innsiglingunni að reykjavíkurhöfn. Ljósmynd/Róbert Reynissonmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Spurningin
„Það eru margir líklegir,“ segir
listamaðurinn snorri ásmundsson sem
auglýsir eftir líkum. snorri biðlar til
fólks á grafarbakkanum og biður um
jarðneskar leifar þeirra í þágu
listagyðjunnar. Hann heitir því að skila
þeim til útfararþjónustu strax eftir
notkun í sama ástandi.
Er EinhvEr
líklEgur?
Mínusinn í dag fær Ólafur F.
Magnússon, borgarstjóri í
Reykjavík, fyrir að mæta ekki á
setningarhátíð Hinsegin daga.
LÝÐUR ÁRNASON
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar
„Hvernig getur slík-
ur maður stjórnað
heilli borg?“
- vertu með í umræðunni