Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Blaðsíða 18
Mánudagur 11. ágúst 200818 Sport
Sport Hjörtur bjargaði stigi reykjavíkurliðin Þróttur og Fram skildu jöfn, 1-1, á Valbjarnarvellinum í gærkvöldi. Paul Mcshane kom Fram sem hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu yfir með fínu skoti á 29. mínútu. safamýrarpiltar voru ekki langt frá því að innbyrða sigurinn en Hjörtur Júlíus jafnaði mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma úr vítaspyrnu eftir að brotið hefði verið á Jóni ragnari Jónssyni. Fram er því áfram í 4. sæti Landsbankadeildarinnar en Þróttur í því níunda.
ÚRSLIT
landsbankadeild kk
KR - FH 1–2
0-1 Tryggvi Guðmundsson (14, víti.) 0-2 Matthías
Guðmundsson (29.), 2-1 Guðmundur Reynir
Gunnarsson (64.).
Þróttur - Fram 0–1
0-1 Paul McShane (29.)
staðan
Lið L u j t M st
1. FH 15 11 1 3 35:15 34
2. Keflavík 14 9 3 2 32:21 30
3. Valur 14 8 2 4 26:18 26
4. Fram 14 8 0 6 17:11 24
5. Breið 14 6 5 3 28:20 23
6. Kr 15 7 1 7 24:18 22
7. Fjölnir 14 7 0 22:17 21
8. grinda 14 6 2 6 21:25 20
9. Þróttu 14 4 5 5 21:27 17
10. Fylkir 14 4 1 9 15:27 13
11. Ía 14 1 4 9 11:30 7
12. HK 14 1 2 11 14:37 5
landsbankadeild kvk
Breiðablik - Þór/KA 2–1
1-0 Mateja Zver (38.), 1-1 Harpa Þorsteinsdóttir
(39.), 2-1 Fanndís Friðriksdóttir (90.).
staðan
Lið L u j t M st
1. Valur 13 13 0 0 58:8 39
2. Kr 13 11 0 2 40:10 33
3. Breiðabl 13 8 1 4 31:19 25
4. stjarnan 13 6 3 4 24:17 21
5. uMFa 13 5 2 6 10:21 17
6. Þór/Ka 13 5 1 7 23:22 16
7. Fylkir 13 4 1 8 13:31 13
8. Keflavík 13 2 3 8 11:33 9
9. Fjölnir 13 2 2 9 12:39 8
10. HK/Vík. 13 1 3 9 12:34 6
HandbOlTi ól 2008
Ísland - Rússland 33–31
Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 12,
Arnór Atlason 6, Alexander Petersson 6, Ólafur
Stefánsson 3, Sturla Ásgeirsson 3, Róbert Gun-
narsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8.
Önnur úrslit í B-riðli:
Egyptaland - Danmörk 23–23
Suður-Kórea - Þýskaland 23–27
MEiDDist Á HÁsin
Höskuldur Eiríksson lék vel í hægri
bakverði FH í sigurleik bikarmeistar-
anna gegn Kr, 2-1, í gær. Hann var
ánægður með spilamennskuna og
þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Þetta
var svakalega góður leikur hjá okkur
og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við
gjörsamlega yfirspiluðum Kr og að
öllu eðlilegu hefðum við átt að skora
fleiri mörk,“ sagði Höskuldur við dV
eftir leikinn.
„Í seinni hálfleik
misstum við
aðeins tökin á
leiknum og Kr
fór að pressa á
okkur. Við áttum
samt dauðafæri
og ég veit
hreinlega ekki
hvað við áttum
að vera búnir að skora mörg áður en
Kr minnkaði muninn. Það fór alveg
um mig undir lokin, ég skal
viðurkenna það, þegar pressan var
sem mest á liðið. En á endanum
stóðumst við pressuna og lönduðum
góðum sigri,“ sagði Höskuldur kátur
en hann þurfti að fara út af í seinni
hálfleik. Hann byrjaði mótið meiddur
en virðist vera búinn að negla niður
bakvarðarstöðuna hægra megin hjá
Heimi guðjónssyni.
„Ég meiddist aðeins á hásin í fyrri
hálfleik og var orðinn svolítið aumur í
seinni. Því var betra að fá frískari
mann inn í þetta. sjálfur er ég allur
að koma til og svo til laus við þessi
meiðsli sem hafa verið að hrjá mig í
um eitt og hálft ár. Formið er allt að
koma,“ sagði Höskuldur Eiríksson að
lokum. tomas@dv.is
FH verður áfram á toppi Lands-
bankadeildar karla sama hvernig
fer hjá Keflavík í kvöld eftir 2-1 úti-
sigur sinn gegn KR í gær. Bæði mörk
FH komu í fyrri hálfleik sem var lík-
lega sá besti á Íslandsmótinu í sum-
ar. FH-ingar fengu fjöldann allan af
færum og áttu að vera meira en 2-
0 yfir þegar KR minnkaði muninn.
Heimamenn pressuðu stíft á FH
undir lokin en þurftu að sætta sig
við tap og rautt spjald á Bjarna Guð-
jónsson.
Gunnar Sigurðsson í marki FH
þurfti fyrstur að sína snilldartakta
þegar hann varði skot Guðjóns
Baldvinssonar sem hafði sloppið
einn í gegn frá miðju. Nánast í næstu
sókn tókst Matthíasi Guðmunds-
syni á einhvern óskiljanlegan hátt
að skjóta framhjá af markteig með
opið mark. Tryggvi Guðmundsson
sem hafði lagt upp færið gjörsam-
lega trylltist en róaðist skömmu síð-
ar þegar hann skoraði úr víti sem
dæmt var á Portúgalann Jordao
Diogo fyrir klaufalega hendi innan
teigs.
Matti borgaði fyrir sig
Aftur varð Tryggvi brjálaður þeg-
ar enginn fylgdi eftir skoti hans í
innanverða stöngina á 21. mínútu
en aftur var Matthías Guðmunds-
son þar nærri. Matthías náði þó loks
að borga fyrir klúðrið þegar hann
klippti fyrirgjöf Höskuldar Eiríks-
sonar í netið á 29. mínútu og var
augljóslega mikið létt.
FH gjörsamlega yfirspilaði FH
í fyrri hálfleiknum. Matthías Vil-
hjálmsson átti frábæran leik og var
tveggja manna maki á miðjunni
en hann ásamt Davíð Þór Viðars-
syni átti ekki í vandræðum með að
stjórna leiknum. Hinn ungi Björn
Daníel Sverrisson sem hefur komið
sterkur inn í lið FH að undanförnu
var ekki alveg tilbúinn að leika fyrir
framan 2000 manns á KR-vellinum
og sást ekki. Það breytti þó litlu fyr-
ir Hafnfirðinga sem léku einstaklega
vel og voru ekkert annað en klaufar
að vera ekki meira en 2-0 yfir eftir
fyrri hálfleikinn.
Vörnin vond
FH klúðraði algjörum dauðafær-
um í fyrri hluta seinni hálfleiks og
fór því um leikmenn liðsins þegar
varamaðurinn Guðmundur Reyn-
ir Gunnarsson jafnaði leikinn með
gullfallegu marki á 64. mínútu. Eft-
ir það pressaði KR stíft á FH og fékk
prýðisfæri en bikarmeistararnir
voru klókir, sterkir í vörn og lönd-
uðu góðum 2-1 sigri sem trygg-
ir þeim áframhaldandi veru í efsta
sætinu.
„Þetta var hrikalega svekkjandi,“
sagði Stefán Logi Magnússon mark-
vörður KR sem var helsta ástæða
þess að KR fékk ekki á sig fleiri mörk.
Vörn KR var gjörsamlega heillum
horfin án Péturs Hafliða Marteins-
sonar og innkoma Gunnlaugs Jóns-
sonar minnti rækilega á fyrri leiki KR
í ár. Hann og Grétar Sigfinnur eiga
enga samleið í vörninni og verður
Grétar sem átti þó skárri leik eflaust
guðs lifandi feginn þegar Pétur Haf-
liði kemur í næsta leik eftir bannið.
Ætluðum okkur
titilinn með sigri
Eins og áður segir var Stefán
Logi Magnússon alveg frábær í liði
KR og var mjög svekktur þegar DV
ræddi við hann eftir leikinn. „Hefð-
um við unnið þennan leik ætluðum
við bara að gefa út að við ætluðum
okkur titilinn. Það verður þó held-
ur betur erfitt núna,“ sagði Stefán
sem var ánægður með margt í leik
sinna manna. „Mér fannst FH ekk-
ert betra. Það var meira að við gerð-
um ekki það sem við lögðum upp
með. Menn voru of langt frá mönn-
unum sínum og mörkin sem við
fengum á okkur voru döpur,“ sagði
Stefán Logi.
Mögnuð spilamennska FH í fyrri hálfleik gegn KR í gær skilaði liðinu góðum 2-1 sigri og
áframhaldandi forystu í Landsbankadeildinni sama hvernig fer í leikjum kvöldsins. FH
lék meistaralega í fyrri hálfleik og var KR heppið að FH leiddi aðeins 2-0. KR skoraði
gegn gangi leiksins í seinni hálfleik og hleypti mikilli spennu í leikinn. bjarni guðjóns-
son fékk rautt í sínum þriðja leik með KR.
tÓMas ÞÓr ÞÓrðarsOn
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
„Fyrir utan fyrstu 5 til 7 mínúturn-
ar fannst mér við spila virkilega vel í
fyrri hálfleiknum og fengum urm-
ul færa,“ sagði Heimir Guðjónsson,
þjálfari FH, við DV eftir 2-1 sigurleik
hans manna gegn KR í Vesturbæn-
um í gær. Með sigrinum heldur FH
toppsætinu í Landsbankadeildinni
sama hvernig fer hjá Keflavík í kvöld
en Keflvíkingar geta minnkað mun-
inn aftur í eitt stig.
„Við vorum algjörir klaufar að
skora ekki meira í fyrri hálfleik og
fyrstu tuttugu mínúturnar í seinni
hálfleik. Þar fengum við þrjú eða
fjögur algjör dauðafæri en tókst ekki
að skora. Svo tekst KR að skora á okk-
ur og þá fannst mér strákarnir aðeins
missa dampinn. Þeir hættu að gera
hluti sem voru búnir að vera að virka
allan leikinn,“ sagði Heimir og sagði
sigurinn sanngjarnan.
KR lá mikið á FH undir lokin
eftir að varamaðurinn Guðmund-
ur Reynir Gunnarsson skoraði fal-
legt mark með skoti fyrir utan teig
en bikarmeistararnir héldu þetta út.
„KR setti okkur undir pressu og við
lentum í smá vandræðum að koma
boltum burt sem voru að detta í og
við vítateiginn. Vörnin hélt samt og
það gefur henni mikið sjálfstraust að
geta haldið út í svona pressu,“ sagði
Heimir sem fer nú að undirbúa liðið
fyrir ævintýrið gegn Aston Villa í Evr-
ópukeppninni á fimmtudaginn.
„Nú getur maður aðeins farið
að hugsa um Villa-leikinn. Kannski
kíkja á einhverjar spólur með þeim,“
sagði Heimir að lokum og hló dátt
þegar blaðamaður benti honum á
að hann ætti að geta fengið nokkrar
spólur hjá félögum sínum á Stöð 2
Sport enda Heimir einn sérfræð-
inga stöðvarinnar.
tomas@dv.is
Heimir guðjónsson, þjálfari FH, var sáttur við lið sitt í gær:
„Klaufar að skora ekki
Villa næst
Heimir guðjónsson mætir
með sína drengi á
Laugardalsvöllinn
á fimmtudag-
inn þar sem
liðið mætir
aston Villa.
FRÁBÆR FYRRI
HÁLFLEIKUR