Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Blaðsíða 20
Mánudagur 11. ágúst 200820 Sport
TvöfalT hjá GK golfklúbbur Keilis í Hafn-
arfirði vann í gær tvöfaldan sigur á Íslands-
meistaramótinu í sveitakeppni. Karlasveitin
bar sigurorð af gKJ í úrslitum en kvennasveitin
lagði golfklúbb reykjavíkur að velli. auðunn
Einarsson lék gegn nýkrýndum Íslandsmeistara
í höggleik, Kristjáni Þór Einarssyni, í úrslitavið-
ureigninni þar sem auðunn náði forystu á 17.
holu og lét hana ekki af hendi. gKJ varð í 3. sæti
í kvennaflokki eftir sigur á gKg um bronsið.
veiGar afTur heTjan Veigar Páll gunnarsson
skoraði sigurmarkið annan leikinn í röð fyrir stabæk
í gærkvöldi. stabæk lagði þá álsund 2-1 í norsku
úrvalsdeildinni og styrkti stöðu sína á toppi deildar-
innar. Haraldur Freyr guðmundsson lék allan leikinn
fyrir álasund. stabæk hefur nú sex stiga forskot á
tromsö og Fredrikstad sem leika innbyrðis í kvöld.
garðar Jóhannsson og félagar í Fredrikstad þurfa því
að vinna leikinn á milli liðanna í 2. og 3. sæti ætlar
það sér ekki að missa af stabæk á toppnum.
BraSilÍa áfraM
Brasilía er komið áfram í keppni í
knattspyrnu á Ólympíuleikunum eftir
5-0 sigur á nýja-sjálandi. ronaldinho
skoraði tvö mörk fyrir Brassa og
anderson, leikmaður Manchester
united, eitt. Þá skoruðu Pato frá aC
Milan og rafel sobis úr real Betis eitt
mark hvor. Brasilía lagði Belgíu í
fyrsta leik sínum ekki jafnsannfær-
andi og er komið áfram í keppninni.
Brassar þykja eins og argentínumenn
einstaklega sigurstranglegir í
keppninni og má sjá á markaskorinu
að Brasilía er með mjög sterkt lið í
keppninni.
eiTT Gull KOMiÐ
Bandaríski sundkappinn Mike Phelps
er kominn með eitt gull í sarpinn á
Ólympíuleikunum í Peking. Hann var
í algjörum sérflokki í 400 metra
fjórsundi og kom langfyrstur í mark á
undan Laslo Cseh frá ungverjalandi
og landa sínum ryan Lochte. Þeir
tveir síðarnefndu héldu í við Phelps
fram að skriðsundinu þar sem hann
stakk gjörsamlega af og gjörbætti
eigið heimsmet. Phelps synti á
4:03,84 mínútum sem er ríflega einni
og hálfri sekúndu betra en heims-
metið sem hann setti fyrir rúmum
mánuði. Phelps ætlar sér í hið
minnsta sjö gullverðlaun á mótinu til
að jafna met landa síns Marks spitz
en helst vill hann gull í öllum átta
greinunum sem hann tekur þátt í.
liTháen
Byrjar vel
Litháen gerði sér lítið fyrir og lagði
ólympíumeistara argentínu á fyrsta
leikdegi körfuboltans á Ólympíuleik-
unum í Peking. Litháen hafði leikinn
í hendi sér allan tímann þó munaði
aldrei miklu á liðunum. undir lokin
gerðu Litháar sig líklega til að stinga
af en ólympíumeistararnir gáfust
ekki upp og þurftu Litháar að setja
niður þriggja stiga körfu undir
blálokin til að tryggja sigurinn. nBa-
stjarnan úr liði san antonio spurs,
Manu ginobili, var stigahæstur í liði
argentínu.
larS BjarGaÐi
DönuM
Egyptaland gerði jafntefli við
Evrópumeistara dana í fyrsta leik
liðanna á Ólympíuleikunum í
handbolta. Bæði liðin eru með
Íslandi í riðli en Egyptar hafa verið
sterkir að undanförnu og lögðu
Íslendinga á æfingamóti í
strasbourg fyrir leikana. danir voru
yfir lengst af í leiknum en það var
hornamaðurinn Lars Christiansen
sem bjargaði stiginu fyrir dani undir
lokin. Í sama riðli vann Þýskaland
suður-Kóreu 27-23.
„Ég er mjög ánægður með
frammistöðuna í dag. Allir leikmenn-
irnir ásamt markverðinum léku mjög
vel og við náðum að skora mörk úr
hraðaupphlaupum. Takmarkið okk-
ar var að fara með tvö stig inn í mill-
riðilinn og því þurftum við að vinna
Danmörku,“ sagði Einar Guðmunds-
son þjálfari U18 ára landsliðs Íslands
í handbolta eftir frábæran 33-30 sig-
ur á Danmörku á Evrópumótinu í
gær.
Með sigrinum fara piltarnir ta-
plausir inn í milliriðlinn en þeir unnu
einnig sigur á Finnum og gestgjöfun-
um, Tékkum, sem voru með þeim í
riðli. Finnar voru auðveld bráð fyr-
ir íslenska liðið og vannst sigur á
þeim með tíu mörkum, 34-24. Þar
var hægri hornamaðurinn frá Sel-
fossi, Guðmundur Árni Ólafsson, at-
kvæðamestur með sjö mörk og félagi
hans hjá Selfossi, Ragnar Jóhanns-
son, með sex.
Eftir það lék liðið mikinn marka-
leik gegn heimamönnum, Tékkum,
sem Ísland vann 39-38. „Ég var ekki
ánægður með vörnina eða mark-
vörðinn í Tékkaleiknum þar sem við
fengum á okkur 38 mörk. Við náð-
um samt að snúa leiknum okkur í
hag í seinni hálfleik þar sem vörnin
skánaði aðeins. Aron Pálmarsson var
frábær í leiknum,“ sagði Einar Guð-
mundsson en Aron skoraði 9 mörk í
leiknum.
Með sigrinum á Dönum sem voru
fyrirfram taldir sigurstranglegastir
í riðlinum fara Íslendingar með tvö
stig í milliriðilinn og mæta þar Frökk-
um sem unnu alla sína leiki sannfær-
andi í A-riðlinum og Norðmönnum
sem urðu í 2. sæti í sama riðli.
Guðmundur Árni Ólafsson úr
Selfossi hefur verið drjúgur fyrir ís-
lenska liðið ásamt fyrirliðanum Ar-
oni Pálmarssyni úr FH. Þetta er fyrsta
stórmótið sem þessir drengir fæddir
1990 taka þátt í en árið 2003 varð Ís-
land Evrópumeistari í sama aldurs-
flokki.
tomas@dv.is
U18 ára landsliði Íslands gengur frábærlega á Evrópumótinu:
TAPLAUSIR Í MILLIRIÐILINN
risinn Heimir Óli Heimisson
úr Haukum hér í strangri gæslu
heimamanna í tékklandi.
Flestir fótboltaunnendur viðurkenna
að þeir hafi saknað enska boltans
þótt þeir hafi fengið heilt Evrópu-
meistaramót til að gæða sér á í júní.
Fyrir þá er leikurinn um Samfélags-
skjöldinn það sem boðar nýjan fót-
boltavetur.
Fyrstu leikirnir bera keim af sum-
arfríi leikmanna sem eru að koma sér
í gang á ný og sumir að aðlagast nýj-
um liðsfélögum. Þess þurfti ekki hjá
Manchester United sem enn er með
óbreyttan leikmannahóp frá í fyrra.
Liðið hafði hreðjatak á Portsmouth
nær allan leikinn í gær. En sóknar-
menn liðsins eru fæstir klárir og það
sást. Þrátt fyrir yfirburðina og nokkur
góð færi, þar sem þau bestu féllu fyr-
ir Darren Fletcher, tókst liðinu ekki
að skora í venjulegum leiktíma.
vítin út í Tempsá
Í leiknum um skjöldinn er far-
ið beint í vítaspyrnukeppni þar sem
leikmenn Portsmouth afgreiddu
sjálfa sig með skelfilegum spyrn-
um. Glen Johnson og Lassana Di-
arra sendu sínar spyrnur út í Temp-
sá og spyrna Arnolds Mvuemba var
varin. Auðveldur sigur fyrir leik-
menn Manchester United sem varla
nenntu að fagna þegar Johnson skaut
yfir. Carlos Tevez hljóp af stað, en
stoppaði til að biðja samherja sína
að fagna með sér.
Skömmu fyrir leikslok lenti Arg-
entínumanninum saman við harð-
jaxlinn Hermann Hreiðarsson. Fót-
ur Tevez lenti á Hermanni sem greip
í fótinn og hélt svo Tevez féll við.
Hann vildi víti en fékk ekki. Her-
mann ásakaði Tevez eftir leikinn um
að hafa stigið viljandi á sig. „Ég lá og
hann tróð á mér. Mér fannst hann
ekki þurfa þess. Þess vegna greip ég
í hann.“
Wes fær verkefni
Bakvörðurinn og fyrirliðinn Gary
Neville spilaði í klukkutíma. Fergu-
son segir að erfitt verði að velja
milli hans og Wes Brown sem var í
bakvarðarstöðunni vegna meiðsla
Neville í fyrra. „Wes missti bara af
tveimur leikjum í fyrra og stóð sig
mjög vel. Ég verð mjög ánægður ef
Gary spilar 35 leiki svo Wes fær ein-
hver verkefni.“
Ferguson hefur staðfest að Unit-
ed leiti sér að framherja en engin tíð-
indi eru enn komin af þeim vígstöðv-
um. David Silva, Valencia og Thierry
Henry, Barcelona, urðu um helgina
seinustu framherjarnir til að vera
orðaðir við United. „Við höfum unn-
ið í þessu frá því í vor. Við viljum hafa
fjóra framherja. Það dúkkar upp nýtt
nafn í blöðunum á hverjum degi. Það
er mögulegt að ég kaupi einhvern í
vikunni. Það eru einn eða tveir inni
í myndinni.“
Skorar ekki nema skjóti
Harry Redknapp, stjóri Port-
smouth, var veikur og ræddi ekki við
fréttamenn eftir leikinn en aðstoðar-
maðurinn Joe Jordan svaraði spurn-
ingum þeirra í staðinn. „Menn vinna
ekkert ef þeir skjóta ekki á markið. Við
höfðum ekki breiddina til að styðja
betur við framherjana. Stjórinn er
enn að horfa eftir leikmönnum. Við
ætlum að reyna að spila 4-4-2 í vet-
ur því við erum með góða framherja
en við verðum að styðja betur við þá.
Við vorum bara með átján leikmenn
í hópnum í dag og við þurfum fleiri
því við verðum í Evrópukeppninni.“
Gunnar GunnarSSOn
blaðamaður skrifar: sport@dv.is
Stuðningsmenn Manchester United vonast til að Samfélagsskjöldurinn sé fyrsti sigur-
inn af mörgum sem liðið vinnur á komandi keppnistímabili. United hafði yfirburði gegn
Portsmouth en þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna leikinn. Eyjapeyinn hermann
hreiðarsson segir Argentínumanninn Carlos Tevez hafa stigið viljandi á hann.
Haustboðinn ljúfi
Þarf ekki að vera fast Lassanna
diarra ætlaði sér að skora tvö mörk
í einu og skaut himinhátt yfir í
vítaspyrnukeppninni.
Þrír góðir Carlos tevez,
Patrice Evra og nani brostu
með samfélagsskjöldinn í
rigningunni í London.