Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Blaðsíða 28
Mánudagur 11. ágúst 200828 Fókus
„Takk fyrir og góða skemmt-
un,“ var það eina sem ég heyrði
frá Ellen Kristjáns, eftir að ég hafði
þurft að bíða nokkuð lengur fyrir
utan Egilshöllina en ég hafði ráð-
gert. Nú var komið hlé og enn tæp-
ur hálftími í að stóri maðurinn stigi
á svið. Ég vatt mér því í eina af hin-
um ofsalöngu röðum í bjórsöluna
og vonaði innra með mér að hún
gengi nú hratt og smurt. Nú leið og
beið. Og enn beið og beið. Fimm-
tíu og fimm mínútum síðar var ég
loksins búinn að fá afgreiðslu og í
millitíðinni hafði ég þurft að hlusta
á fyrstu fimm lög Erics Clapton í
þessari ógurlegu röð. Það skipti
kannski ekki höfuðmáli, því tón-
listin hljómaði alveg ágætlega.
Eric Clapton er fagmaður fram
í fingurgóma og hann gerði akk-
úrat nóg til þess að velflestir gestir
fengu það sem þeir borguðu fyrir.
Hann passaði sig þó á því að gera
ekkert meira. Það er aldrei gott
þegar tónleikagesturinn fær það á
tilfinninguna að tónlistarmaðurinn
álíti sjálfan sig bara vera að vinna
vinnuna sína og lítið meira en það.
Óaðfinnanleg rútína. Clapton kann
þó að vinna vinnuna sína og jafnvel
þó að á fyrri hluti tónleikanna hafi
hljómað lög sem fáir þekktu voru
þar á ferð frábær blúslög þar sem
Clapton naut sín í botn með Fend-
er Stratocaster-gítarinn sinn. Allt í
kringum mig voru dáleiddir ungl-
ingar í för með miðaldra foreldr-
um sínum, svo spenntir yfir gítar-
tilburðum Claptons að gröfturinn í
unglingabólunum hreinlega fruss-
aðist úr andlitum þeirra.
Tónleikarnir fóru svo á enn
hærra flug þegar Clapton settist
niður með kassagítarinn og renndi
í gegnum frábært prógramm. Þeir
sem hafa hlustað á órafmögn-
uðu MTV-tónleikana hans fengu
heilmikið fyrir sinn snúð. Algjör-
lega ógleymanlegur kafli.
Clapton og hljómsveit hans
voru nú komin á svo gott skrið að
ég var alveg búinn að steingleyma
ergelsinu frá því í bjórröðinni. Þeg-
ar Wonderful Tonight hljómaði
breyttist Egilshöll í rómantískasta
stað landsins. Ástina var sannar-
lega að finna í Grafarvoginum, sem
endra nær.
Næst kvað við annan tón, því
ofurtöffaralagið Cocaine var flutt
í algjörlega stórkostlegri útgáfu.
Hljómsveitin fékk að njóta sín í
botn. Hraði hljómborðsleikarans
minnti einna helst á þrautþjálfað-
an vélritara og trommuleikarinn
barði húðirnar eins og þungavigt-
armeistari. Á þeirri stundu var Eg-
ilshöllin algjörlega á valdi hljóm-
sveitarinnar. Hápunkti kvöldsins
var náð. Uppklappið var svo hálf-
gert formsatriði, svona til þess að
halda í rokkhefðina. Tónleikagest-
ir voru greinilega búnir að fá sitt
og lagavalið í uppklappinu endur-
speglaði það.
Þegar á heildina er litið má segja
að Egilshöllin er ekki skemmtileg-
ur tónleikastaður, en hljóðið hefur
oft verið verra og Clapton er nægi-
lega stórt númer til þess að höndla
staðinn. Það er meira en margir
tónlistarmenn geta sagt. Veri hann
velkominn aftur.
Valgeir Örn Ragnarsson
á m á n u d e g i
Hvað veistu?
1. Hvaða fyrirtæki bauð völdum viðskiptavinum sínum á tónleika Erics Clapton á
föstudagskvöldið?
2. tilkynnt var í síðustu viku að einn af virtustu tónlistarmönnum þjóðarinnar
myndi spila á airwaves-hátíðinni í haust. Hver?
3. Hver hlaut Myndstefsverðlaunin í ár sem afhent voru fyrir helgi?
CLAPTOn SKYggÐi
á BJÓRKLÚÐRiÐHafmeyjan öskrar
Á föstudagskvöldum er snilldarút-
varpsþátturinn Litla hafmeyjan á Rás
2. Þar fara félagarnir Þórður H. Þórð-
arson, betur þekktur sem Doddi litli,
og Andri Freyr Viðarsson á kostum.
Andri er búsettur í Danmörku og ber
þátturinn keim af því að hann er ekki á
staðnum með Dodda. Reyndar er það
mjög fyndið þegar Andri er hálfutan-
gátta og kallar stöðugt inn í viðtölin
sem Doddi tekur við viðmælendur
þeirra. Þegar einhver hringir inn virð-
ast tæknileg vandamál steðja að og þá
heyrir sá sem hringir ekkert í Andra
nema hann öskri af öllum lífs og sálar
kröftum. Þetta er það fyndnasta sem
ég hef heyrt í útvarpi, Andri hefur lag
á því að gera svona hluti fyndna sem
aðrir gætu jafnvel látið fara í taugarn-
ar á sér.
Síðastliðinn föstudag var þátturinn
að sjálfsögðu tileinkaður Gay Pride
og Páll Óskar kom í heimsókn. Fast-
ir liðir eru í þættinum og eru þeir
kynntir með mjög fyndnum innskot-
um, til dæmis kallast einn af þessum
föstu liðum Sakbitin sæla og þá segir
viðmælandinn frá einhverri hljóm-
sveit eða lagi sem hann hálfskamm-
ast sín fyrir að hlusta á. Þetta er einkar
sniðugt og skemmtilegt. En mikið
er Páll Óskar alltaf skemmtilegur, ég
held að hann sé svona vinsæll og eft-
irsóttur því hann kemur svo óheflað
fram, hann er alltaf hann sjálfur. Það
er örugglega ákveðinn galdur að gera
útvarp það skemmtilegt að maður geti
hlegið upphátt og það hefur þessum
tveimur snillingum tekist að gera svo
um munar. Stillið á Rás 2 á föstudög-
um og komið ykkur í gírinn fyrir helg-
ina. Ástrún Friðbjörnsdóttir
Helgargír
Hugmyndin að baki útvarpsþættinum
Rúntinum er einföld; að koma hlust-
endum í helgarskap með því besta
í rokk- og dægurtónlist fortíðar. Út-
varpsstöðin Gullbylgjan hefur reynt að
þjónusta áhugamenn um sígilda dæg-
urtónlist, en hefur hins vegar flaskað á
því að vera of mjúk í lagavali.
Rúnturinn fellur ekki í sömu gildru,
heldur myndar trúverðugan þver-
skurð tónlistarsögunnar síðustu ára-
tugina og gerir ekki einni stefnu hærra
undir höfði en annarri. Lögin eru
spiluð í tímaröð, eitt frá hverju ári yfir
ákveðið tímabil. Þess á milli heldur
umsjónarmaðurinn Kristinn Pálsson
uppi hressandi spjalli með stór-
skemmtilegu orðavali og öruggu fasi.
Síðasta þætti var ætlað að koma
hlustendum í hinsegin skapið fyrir
Gay Pride. Kristinn bauð því upp á
hressandi kokkteil öfugrar tónlistar í
breiðasta skilningi þeirrar skilgrein-
ingar. Segja má að ætlunarverkið hafi
tekist, því afraksturinn var þétt blanda
diskó- og rokktónlistar sem myndaði
góðan stíganda og kom mér alveg í
rétta gírinn fyrir helgina.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Aðalpersóna hinnar nýju mynd-
ar Sólveigar Anspach, Skrapp út, er
miðaldra skáldkona. Hún býr í nið-
urníddum hjalli í miðbæ Reykjavíkur
ásamt tveimur sonum sínum. Það er
mikið fjör í húsinu, sannkölluð gleði-
víma, enda konan dópsali, þó að ekki
virðist henni hafa græðst fé á því. Nú
er hún orðin þreytt á öllu ruglinu,
vill losna úr því í eitt skipti fyrir öll,
komast eitthvert langt, langt í burt
með strákunum sínum. Úr þeirri við-
leitni spinnst dapurleg kómedía með
hnyttilegri vísan í ævintýrið um gull-
gæsina. Hvort konan kemst þangað
er eiginlega aukaatriði, en ekki hefur
maður nú mikla trú á því.
Það er margt gott um þessa mynd
að segja. Hún er yfirleitt vel gerð, vel
leikin og leikendavalið sérlega vel
heppnað. Hún er hins vegar ansi hæg,
einkum framan af; Snæfellsnesskafl-
inn leysist upp í langdregna vega-
mynd. Einstök skot, sem gegna ekki
stóru hlutverki í framvindu sögunn-
ar, verða of teygð, nánast eins og leik-
stjórinn hafi orðið svo hrifinn af þeim
að hann hafi viljað halda þeim sem
lengst. Að einhverju leyti má vera að
þetta sé hugsað sem stílbragð, en það
virkar ekki alltaf nógu vel.
Í myndinni er heilmikið persónu-
gallerí og maður hefði viljað kynnast
sumum nánar, einkum bróður skáld-
konunnar og bóndanum, vini henn-
ar. Þær persónur hefði þurft að móta
betur, ef þær áttu á annað borð að fá
þarna inni. Aðrir eru ágætir eins og
þeir eru, til dæmis ungi og barnslegi
Frakkinn sem er kominn til lands-
ins til að skrifa um skáldið doktors-
ritgerð. Skemmtileg andstæða við þá
óhrjálegu mannlífskássu, sem hann
er dottinn ofan í, að ekki sé minnst á
skáldkonuna sjálfa sem Didda Jóns-
dóttir leikur hreint út sagt frábærlega
vel. Hefur maður séð amatörleikara
leika jafn vel í íslenskri mynd? Sé svo,
þá man ég ekki eftir því, ekki í svip að
minnsta kosti. Ég hugsa að styttingar
og skýrari fókus á þau tvö hefði gert
þetta að mun betri mynd.
Jón Viðar Jónsson
Burt úr ruglinu
KVIKMYNDIR
Svör: 1. Orkuveita Reykjavíkur 2. Megas 3. Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari
útvarp
LitLa HafMEyjan
HHHHH
rás 2
föstudagar kLukkan 19.30 tiL 22.00
tÓNLEIKar
EriC CLaPtOn HHHHH
EgiLsHöLL
8. ágúst
Eric Clapton spilaði fyrir
troðfullri Egilshöll á
föstudagskvöldið.
bíÓdÓmur
skraPP út HHHHH
LEikstjórn: sóLvEig ansPaCH
aðaLHLutvErk: didda jónsdóttir,
jörundur ragnarssOn
FJÖLmIÐLadÓmur
rúnturinn HHHHH
rás 2
útvarPsþáttur á rás 2