Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2008, Blaðsíða 29
Mánudagur 11. ágúst 2008 29Fólkið
frábært að
sameinast
„Þetta átti bara að vera ein sýning en
eftir að þessi heppnaðist svona vel
hefur Háskólabíó ákveðið að skipu-
leggja að minnsta kosti tvær sýning-
ar í viðbót,“ segir Guðbjörg Ósk Frið-
riksdóttir sem stóð fyrir sérstakri
Mamma Mia! söngsýningu síðast-
liðinn fimmtudag. Guðbjörg leiddi
sönginn ásamt leikkonunum
Elvu Ósk Ólafsdóttur og Vigdísi
Gunnarsdóttur og Guðrúnu Ár-
nýju söngkonu, sem tók fleiri
söngvara með sér.
„Þegar ég fór í bíó á
myndina fannst mér svo
gaman og myndin komi
mér í svo gott skap. Það var
eitthvað svo mikil gleði að
sjá Bond syngja og svona.
En það sem mér fannst
vanta var að það væri
sungið með og ég heyrði
fólkið í kringum mig tala
um það líka að á Abba-sýn-
ingunni í
Lond-
on til dæmis hefði verið svo mik-
il stemning að allir hefðu sungið
með.“
Guðbjörg hafði því samband við
forsvarsmenn Háskólabíós og bar
hugmyndina um sérstaka söngsýn-
ingu undir þá. „Strákunum í bíóinu
fannst nú heldur ólíklegt að Íslend-
ingar fengjust til að syngja með en
ég tók þarna góðan hóp með mér
til að rífa upp stemninguna og það
voru allir sem sungu með og stöpp-
uðu niður fótunum og það var rosa-
lega flott stemning.“
Sjálf er Guðbjörg ekki alls
ókunnug því að fylla Há-
skólabíó með óvana-
legum bíósýningum
en í starfi sínu sem
jógakennari hefur
hún staðið fyrir ým-
iss konar uppákom-
um og meðal annars
bíósýningum. „Ég er
með rope jóga-stöð-
ina Ósk og er með fullt
af námskeiðum þar
sem ég kenni fólki að
njóta lífsins og gera það
sem er skemmtilegt svo
ég er oft með uppákomur
sem þessa. Póstlistinn minn
fékk fyrst upplýsingar um
hláturssýninguna og þegar
miðar voru auglýstir tveim-
ur dögum seinna var þegar
búið að selja í kring-
um hundrað
og fimmtíu
miða.
Sal-
ur-
inn var stútfullur og nú hefur til
dæmis Kvennakórinn haft samband
við mig og vill vera með í næstu sýn-
ingu og jafnvel syngja í hléi svo stuð-
ið heldur bara áfram,“ segir Guð-
björg.
Guðbjörg fékk vinkonu sína,
leikkonuna Elvu Ósk, með sér í að
rífa upp stemninguna en Elva sá
myndina í fyrsta skipti á fimmtu-
daginn og var hæstánægð með
þetta skemmtilega framtak vinkonu
sinnar. „Stemningin var svo góð og
þarna sá maður svo vel hvað fólk
getur verið gott og fallegt þegar all-
ir sameinuðust í söngnum. Þetta var
alveg frábært. Þetta ýtti saman fullt
af skemmtilegum hópum og alveg
greinilegt að fólk var ekki að horfa á
myndina í fyrsta skipti. Það dansaði
með sporunum í myndinni og þetta
minnti mig svolítið á Grease-tíma-
bilið,“ segir Elva. krista@dv.is
MaMMa Mia söngsýning:
Ingólfur Þórarinsson, betur þekkt-
ur sem Ingó úr Idolinu eða söngv-
ari Veðurguðanna, spilar fótbolta
í fyrstu deild með Selfossi. Ingó
er þekktur fyrir að vera rólynd-
isstrákur dagsdaglega en þegar
hann er kominn í fótboltagallann
og á völlinn fær hann sína útrás,
sem getur reynst slæmt á með-
an menn spila fótbolta. Nokkrir
leikir voru í fyrstu deild fyrir helgi
og mætti Selfoss Þór á heimavelli
Þórs. Ingó var rekinn út af eftir að
hann togaði leikmann Þórs niður.
Dómarinn gaf honum gult spjald
fyrir brotið en Ingó tók ekki vel í
það. Hann klappaði fyrir honum,
setti upp svip og var með stæla
sem varð til þess að dómarinn gaf
honum rautt spjald.
Jógakennarinn Guðbjörg Ósk stóð
fyrir vel heppnaðri söngsýningu á einni
vinsælustu kvikmynd landsins, Mamma
Mia!. Guðbjörg fékk hressan hóp með
sér í lið, þar á meðal leikkonuna Elvu
Ósk Ólafsdóttur sem líkti stemning-
unni á sýningunni við Grease-tímabilið
þar sem allir dönsuðu og sungu með.
í söng
Leatherface rokkaði á Clapton
skapmikiLL
á veLLinum
Hestamaðurinn Fjölnir Þorgeirs-
son sagði nýlega í opinskáu viðtali
við DV að hann hefði fundið ást-
ina á nýjan leik eftir skilnaðinn við
barnsmóður sína Mailinn Solér. Sú
heppna heitir Johanna Göransson.
Parið kynntist í hestamennskunni
rétt eins og Mailinn og Fjölnir. Stuttu
eftir viðtalið í DV sagði Fjölnir við
glanstímaritið Séð og heyrt að hann
hefði fengið nóg af kvenfólki í bili og
að hann væri á lausu. Á Facebook-
síðu kappans kemur fram að hann
er nú víst aftur kominn í samband.
Það er spurning hvort hann og Jo-
hanna hafi tekið saman á nýjan leik
eða hvort Fjölnir er kominn með
nýja dömu upp á arminn. Eitt er víst
– kvennabindindið er búið.
kvenna-
bindindið
Sá vel hvað fólk getur verið
gott og fallegt Elvu fannst
stemningin á sýningunni frábær
og gaman hvað allir tóku undir.
Fannst gleðilegt að sjá Bond syngja Abba-
lög guðbjörg Ósk skemmti sér svo vel þegar hún
fór fyrst að sjá Mamma Mia! að hún ákvað að slá
upp Mamma Mia! söngsýningum í kjölfarið.
Tökur standa nú yfir á íslensku hryllingsmyndinni Reykjavik Whale Watchin
g Massacre.
Með aðalhlutverk í myndinni fer Gunnar Hansen, betur þekktur sem Leatherface:
Tökur eru nú hafnar á íslensku
hryllingsmyndinni Reykjavik
Whale Watching Massacre. Mynd-
in er í leikstjórn Júlíusar Kemp
en hér er á ferðinni sannkölluð
„slasher“-kvikmynd og sú fyrsta
sinnar tegundar sem gerð er á Ís-
landi.
Með aðalhlutverk í myndinni
fer sjálfur Gunnar Hansen, sem
þekktastur er fyrir að leika Leath-
erface í kvikmyndinni The Tex-
as Chainsaw Massacre sem er
ein frægasta kvikmynd hryllings-
myndasögunnar.
Gunnar er búsettur í Banda-
ríkjunum en er nú staddur á Ís-
landi við tökur á Reykjavik Whale
Watching Massacre. „Hann er
kominn til landsins og skellti sér
meðal annars á Eric Clapton-tón-
leikana á föstudaginn og skemmti
sér gríðarlega vel. Við reiknum
með því að tökur á myndinni
standi yfir í fjörutíu daga og hún
verður sýnd næsta sumar,“ segir
Ingvar Þórðarson sem framleiðir
kvikmyndina ásamt Júlíusi Kemp.
Gunnar Hansen er þó ekki eini
maðurinn sem þurfti að fljúga
sérstaklega til Íslands til að vera
við tökur á myndinni en athafna-
maðurinn Helgi Björnsson sem
búsettur er í Berlín stóran hluta
árs leikur einnig í myndinni og er
því staddur á Íslandi um þessar
mundir.
Sjón skrifaði handritið að
myndinni en hún segir frá hópi
hvalaskoðunarmanna sem lenda
í hremmingum er skip þeirra bil-
ar og þeim er bjargað um borð í
hvalveiðiskip.
krista@dv.is
Leðurfésið komið til landsins
gunnar Hansen er við tökur á
Íslandi og skellti sér á tónleikana
með Eric Clapton.