Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Síða 2
miðvikudagur 13. ágúst 20082 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Birtíngur
kaupir DV
Gengið var frá kaupum Út-
gáfufélagsins Birtíngs ehf. á DV
og dv.is af Dagblaðinu Vísi út-
gáfufélagi ehf. í gær. Birtíngur
rekur fyrir öfluga tímaritaútgáfu
svo sem á vikublöðunum Séð og
heyrt og Vikunni, mánaðarritun-
um Gestgjafanum, Golfblaðinu,
Húsum og híbýlum, Mannlífi,
Nýju lífi, Skakka turninum og
Söguna allri.
Elín G. Ragnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Birtíngs, hefur
síðan um áramót stjórnað báð-
um útgáfufélögunum. Hún seg-
ist fagna þessum kaupum.
„DV hefur vaxið mjög hratt
og er í dag góð fjárfesting. Það
hefur verið unnið markvisst að
þessu frá því um áramót og nú
er þetta í höfn. Þetta er afskap-
lega góð niðurstaða,“ segir Elín.
Með kaupunum yfirtekur
Birtíngur alla starfssamninga
DV. Elín segir að DV verði gefið
út með sama hætti og undanfar-
ið. Hún segir að mikil hagræðing
náist með því að reka DV sam-
hliða tímaritunum. Stjórnarfor-
maður Birtíngs er Hreinn Lofts-
son hæstaréttarlögmaður.
Skotinn með
loftbyssu
Unglingspiltur slapp ótrú-
lega vel þegar skotið var á hann
úr loftbyssu í Reykjavík í gær.
Drengurinn var með gleraugu
og þau hafa væntanlega bjargað
honum frá alvarlegum augn-
skaða þar sem skotið fór í annað
glerið og sprengdi það. Lögregla
telur að drengur á svipuðu reki
hafi skotið á piltinn og lítur málið
alvarlegum augum. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu hafa
sambærileg mál borist lögreglu
og hún áréttar að loftbyssur séu
ekki leikföng og börn og ungl-
ingar hafi því ekkert með þær að
gera. Þótt í þeim séu plastkúlur
geta þær unnið mikinn og óbæt-
anlegan skaða. Loftbyssur heyra
undir vopnalög og skotvopnaleyfi
fær enginn undir tvítugu. Þá er
þeim sem sækja um skotvopna-
leyfi gert að sækja námskeið í
meðferð og notkun þeirra.
Fjögur hundruð
hjúkrunarrými
Jóhanna Sigurðardóttir,
félags- og tryggingamálaráð-
herra, gerir ráð fyrir 400 nýjum
hjúkrunarrýmum á landsvísu
til ársins 2012. Það er hrein við-
bót við þau sem eru nú þegar í
notkun. Þetta kemur fram í nýrri
framkvæmdaáætlun ráðuneytis-
ins. Auk þess verður 380 rýmum
breytt úr fjölbýlum í einbýli. Að
uppbyggingu lokinni eiga því
780 manns kost á því að búa í
einbýli, einstaklingar sem ekki
hafa átt kost á því áður. Miðað
við núverandi aðstæður mun
heildarkostnaður verkefnisins
nema 17 milljörðum króna.
Orkuveitan ber viðskiptahagsmuni fyrir sig:
Afhendir ekki boðsgestalista á Clapton
Orkuveita Reykjavíkur hefur hafn-
að beiðni DV um að fá afhentan lista
yfir þá einstaklinga sem OR bauð á
tónleika Erics Clapton. DV sagði frá
því í síðustu viku að Orkuveitan byði
stærstu viðskiptavinum sínum í raf-
orku á tónleika rokkgoðsins. Þar kom
fram að Orkuveitan hefði gefið þeim
geisladisk með Clapton og boðið
þeim í móttöku fyrir tónleikana.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Orkuveitunnar, segir að trún-
aður þurfi að ríkja um ýmis efni og
ráði þar viðskiptaleg sjónarmið eða
umsaminn gagnkvæmur trúnað-
ur. „Upplýsingar um að tilteknir að-
ilar séu í verulegum viðskiptum við
Orkuveitu Reykjavíkur eru viðkvæm-
ar viðskiptaupplýsingar fyrir sam-
keppnisstarfsemi Orkuveitu Reykja-
víkur. Auk þess er eðlilegt að OR
haldi trúnað um viðskipti einstakra
aðila við fyrirtækið, hvort sem það
eru fyrirtæki eða einstaklingar,“ seg-
ir Eiríkur.
DV óskaði eftir upplýsingunum
á grundvelli upplýsingalaga. Eirík-
ur segir að Orkuveita Reykjavíkur sé
ekki stofnun, heldur sameignarfyrir-
tæki í eigu þriggja sveitarfélaga. Því
gildi upplýsingalög ekki um starf-
semina.
Í svarinu kemur einnig fram að
50 stærstu kaupendur rafmagns af
Orkuveitunni kaupi 71 prósent af
öllu því rafmagni sem fyrirtækið sel-
ur. Því skipti þessi hópur miklu fyr-
ir það markmið að standa vörð um
markaðshlutdeild. Því þyki ekki
skynsamlegt að birta lista yfir við-
skiptavini. „Fyrir utan að vera trún-
aðarbrot gagnvart viðskiptavininum
gæfi það samkeppnisaðilum tæki í
hendur til að sækja á mikilvæga við-
skiptavini OR,“ segir Eiríkur.
baldur@dv.is
Orkuveitan hafnar upplýsingabeiðni segir viðskiptahagsmuni í húfi.
Mynd: Karl Petersen
„Það var að hennar ósk sem séra
Gunnar jarðsetti hana, við vorum
bara að uppfylla þá ósk,“ segir son-
ur aldraðrar konu sem séra Gunnar
Björnsson, sóknarprestur á Selfossi,
jarðsöng nýlega. Gunnar hefur auk
þess gefið saman hjón og skírt börn,
eftir að hann tók sér hálfs árs leyfi
frá störfum í vor. Það gerði hann eft-
ir að sóknarbörn kærðu hann fyr-
ir kynferðisbrot. Biskupsstofa hafði
skýrt þá afstöðu sína að hann ætti
ekki að framkvæma embættisverk á
meðan hann væri í leyfi. Séra Guð-
björg Jóhannesdóttir, settur sókn-
arprestur við Selfosskirkju, sendi
Gunnari bréf þar sem hún tjáði
honum að þess væri ekki óskað að
hann sinnti prestsverkum í Selfoss-
kirkju á meðan á rannsókn málsins
stendur. Samkvæmt reglum hef-
ur settur sóknarprestur heimild til
þess að meina öðrum prestum af-
not af kirkju safnaðarins. Fimm
sóknarbörn hafa lagt fram kæru
gegn séra Gunnari vegna kynferð-
isbrota. Lögreglan rannsakar nú
kærurnar sem blygðunarsemisbrot,
þó ekki sé útilokað að brotin verði
rannsökuð sem kynferðisleg áreitni.
Hann hefur sjálfur ítrekað lýst yfir
sakleysi sínu.
Hinsta óskin
Séra Gunnar jarðsöng konuna
að ósk fjölskyldu hennar en að sögn
sonar hennar var náið samband á
milli séra Gunnars og móður hans.
Hennar hinsta ósk var að fá Gunn-
ar til þess að jarðsyngja sig, við því
brugðust ættingjar og höfðu sam-
band við Gunnar í þeim tilgangi.
Ekki var farið í gegnum kirkjuna
sjálfa heldur var þessi ákvörðun tek-
in þar sem konan hafði óskað eftir
því. Gunnar virðist því hafa hundsað
sjónarmið Biskupsstofu í þeim til-
gangi að virða ósk sóknarbarns síns.
Kom okkur á óvart
Eysteinn Ó. Jónasson, formaður
sóknarnefndar Selfosskirkju, segir
að nefndinni hafi vissulega komið
á óvart að séra Gunnar hefði sinnt
jafn mörgum embættisverkum og
raun bar vitni á meðan hann var
í leyfi. Séra Gunnar hafi haft aðra
skoðun á málinu og þótt það sjálf-
sagt að framkvæma þessar athafn-
ir, ef leitað var til hans. Aðspurð-
ur segist Eysteinn ekki sérstaklega
hafa orðið var við að fólk væri ósátt
við kirkjuna, það hafi farið þá farið í
gegnum prestinn. „Við vorum beð-
in um það í upphafi að láta Biskups-
stofu sjá um gang þessa máls og við
skiptum okkur ekki af þessu máli.“
Fólk var ekki sátt
„Við getum orðað það þannig að
fólk var ekki sátt við að séra Gunn-
ar sinnti embættisverkum á meðan
hann væri í leyfinu. Ég minni þó á
að hann heldur sínum embættisrétt-
indum og hefur ekki verið ákærð-
ur í málinu. Það var hins vegar mat
mitt í samráði við biskupsembættið
að það væri óheppilegt að hann væri
með athafnir í Selfosskirkju á meðan
á rannsókn málsins stendur,“ segir
séra Guðbjörg.
Hún bendir á að prestur í leyfi eigi
að sinna embættisverkum í umboði
setts sóknarprests, þess sem hefur
embættisbækur undir höndum og
er bundinn af því að færa athafnir
inn í bækurnar. Hún segist hins veg-
ar hafa fært þær athafnir til kirkju-
bókar sem hann framkvæmdi áður
en hún hafði samband við hann. „Ég
sendi honum bréf þar sem ég sagði
honum að þess væri ekki óskað að
hann myndi sinna prestsverkum í
Selfosskirkju. Þetta er í samráði við
Biskupsstofu og vígslubiskups.“ Hún
segir séra Gunnar ekki hafa svarað
bréfinu eða gert athugasemdir við
það og því sé málinu lokið af hennar
hálfu. „Ég lít svo á sem séra Gunnar
hafi verið að þjóna fólki vegna um-
hyggju fyrir því, en ég er sannfærð
um að hann muni láta það ráða
meiru að andrúmsloftið verði frið-
vænlegt í söfnuðinum heldur en að
efna til deilna. Það vilja allir að þessu
máli ljúki sem fyrst,“ segir hún.
Óheppilegt að mati Biskups-
stofu
Steinunn Arnþrúður Björnsdótt-
ir, upplýsingafulltrúi Biskupsstofu,
segir málið afar viðkvæmt fyrir alla
aðila. „Þegar séra Gunnar sótti um
leyfi var honum kunn sú afstaða
biskupsembættisins að ekki væri
heppilegt að hann sinnti embætt-
isverkum í sókninni á meðan á leyfi
stæði. Þessi skoðun var svo ítrekuð
af biskupsembættinu bréflega í júlí,
eftir að borist höfðu athugasemdir,“
segir hún.
Ekki náðist í séra Gunnar í gær,
þar sem hann er staddur erlendis.
Settur sóknarprestur á Selfossi mun ekki færa til kirkjubókar þau embættisverk sem
séra Gunnar Björnsson mun framkvæma á næstunni í kirkjusókninni. Biskups-
stofa skýrði honum þá afstöðu sína að ekki væri heppilegt að hann framkvæmdi
embættisverk á meðan hann er í leyfi. Það var síðar ítrekað bréflega í júlí og nú hef-
ur Guðbjörg Jóhannesdóttir settur sóknarprestur sent honum bréf þar sem þess er
óskað að hann vinni ekki prestsstörf í sókninni á meðan hann er í leyfi.
ÞjónuStar í óÞökk
BiSkupS „Það var hins vegar mat mitt í samráði við biskupsemb-ættið að það væri óheppilegt að hann væri með athafn-ir í Selfosskirkju á meðan á rannsókn málsins stendur.“
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Séra Gunnar Björnsson
Framkvæmir embættisverk á
meðan hann er í leyfi.