Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Qupperneq 8
miðvikudagur 13. ágúst 20088 Fréttir
RáðabRugg
í Ráðhúsinu
„Nei, nei, það er ekki í deiglunni,“
segir Óskar Bergsson spurður hvort
það sé möguleiki á að hann verði
þriðja hjólið í meirihlutasamstarfi
Frjálslynda flokksins og Sjálfstæð-
isflokksins. Samkvæmt áreiðan-
legum heimildum og viðtölum við
sjálfstæðismenn vilja þeir treysta
völd sín með Framsóknarflokknum
en sjálfir telja þeir Ólaf F. Magnús-
son vera að sliga flokkinn. Óskar og
Ólafur hafa eldað grátt silfur síðan
Óskar kom inn sem borgarfulltrúi
fyrir Björn Inga Hrafnsson og því
eru leiddar að því líkur að tilboði
Sjálfstæðisflokksins sé slengt fram
gagngert til þess að hrekja Ólaf í
burtu. En svo virðist sem borgar-
fulltrúarnir séu einfaldlega að biðla
til Óskars um að bjarga þeim.
Niðurlægjandi staða
Meirihlutasamstarf Sjálfstæð-
isflokksins við borgarstjórann Ólaf
F. hefur gengið brösuglega og þær
raddir heyrast meðal sjálfstæðis-
manna að það hafi verið alger nið-
urlæging þegar Ólafur réði Gunnar
Smára Egilsson til þess að taka út
upplýsingamál í borginni. Gunnar
Smári fær að launum um eina og
hálfa milljón króna fyrir sex vikna
vinnu. En sjálfstæðismönnum svíð-
ur vegna þess að Gunnar Smári var
forstjóri Dagsbrúnar sem var í eigu
Baugs. Armur innan Sjálfstæðis-
flokksins er svarinn óvinur Baugs-
manna, samanber Baugsmálið í
heild sinni. Nú er Gunnar, sem
var tákngervingur fjölmiðlahluta
Baugs, orðinn upplýsingaráðu-
nautur innan borgarstjórnar.
Hvött til dáða
Sjálfstæðisflokkurinn mæld-
ist með tæp 27 prósent í síðustu
Gallupkönnun. Þorsteinn Pálsson,
fyrrverandi formaður Sjálf-
stæðisflokksins og núver-
andi ritstjóri Frétta-
blaðsins, skrifaði í
gær leiðara þar
sem flokkurinn
var hvattur til
þess að ræða
við Fram-
sókn um nýj-
an meirihluta. Í Staksteinum Morg-
unblaðsins hafa sömu sjónarmið
verið viðruð, en auk þess var þar
stungið upp á samstarfi við vinstri
græna. Guðni Ágústsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, talar á þá
leið í fjölmiðlum að nú sé svo kom-
ið að meirihluti borgarstjórnar er
óstarfhæfur en gefur ekkert upp um
hugsanlegt samstarf.
Eftirspurn eftir Framsókn
„Þetta er ekki meirihlutinn sem
ég vil vinna með,“ segir Óskar um
þann möguleika að ganga til liðs
við meirihluta Sjálfstæðisflokks-
ins og Ólafs F. Magnússonar. Óskar
bendir á að hann skilji umræðuna
um breytingar á meirihlutanum þar
sem núverandi meirihluti sé óstarf-
hæfur og hafi verið í því ástandi
frá upphafi, að hans mati.
Þá vill Óskar meina
að þetta sé ekkert
nýtt í umræð-
unni. Fjöl-
miðlar hafi
reifað allar
mögulegar hugmyndir að meiri-
hluta, en nú sé búið að loka hringn-
um með nýrri hugmynd um sam-
starf.
„Annars hljómar þetta eins og
góð tónlist í mínum eyrum, það er
langt síðan eftirspurn eftir Fram-
sókn var jafnmikil og nú,“ segir Ósk-
ar hlæjandi.
Afhroð sjálfstæðismanna
Þó svo Óskari sé skemmt vill
hann ekki ganga svo langt að
loka alfarið á samstarf við
nokkurn flokk um meiri-
hluta. Aðspurður segir
hann eng-
an fulltrúa borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðisflokksins hafa rætt við
sig um hugsanlegt samstarf.
Samkvæmt heimildum DV sér
Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki fært
að slíta samstarfinu við Ólaf þar
sem slíkt gæti reynst of þungt högg
á brothætt fylgi flokksins. Flokkur-
inn hefur þó þegar goldið afhroð
í skoðanakönnunum og eru þau
sjónarmið áberandi innan borgar-
stjórnarflokksins að bregðast þurfi
við og það sem fyrst ætli hann ekki
að missa völdin endanlega í næstu
kosningum. Að auki þurfi borgar-
fulltrúarnir, hver og einn, að horfast
í augu við hugsanlegt prófkjör fyrir
næstu borgarstjórnarkosningar.
Ítrekað var reynt að ná sambandi
við Ólaf F. en hann svaraði ekki.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins biðla til Óskars Bergssonar um að bjarga sér úr sjálfheldunni
með Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra. Þær raddir heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn
hafi verið niðurlægður með ráðningu Gunnars Smára Egilssonar í stöðu upplýsingaráðunauts. Óskar
hafnar tilboði þeirra um þriggja flokka meirihluta en fagnar nýfundnum áhuga á Framsókn.
vAlur GrEttiSSoN
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
„Annars hljómar þetta
eins og góð tónlist í
mínum eyrum, það er
langt síðan eftirspurn
eftir Framsókn var jafn-
mikil og nú.“
Hanna Birna Kristjánsdóttir Fylgi
sjálfstæðisflokks hefur ekki aukist þrátt
fyrir að Hanna Birna sé orðin oddviti
flokksins. Flokkurinn hefur aldrei mælst
jafnilla í skoðanakönnunum.
Ólafur F. Magnússon Ekki náðist
í Ólaf F. en hann hlýtur að vera
ráðvilltur eftir að sjálfstæðismenn
biðluðu til Óskars
Gunnar Smári Egilsson Er nýr
upplýsingamálaráðunautur
borgarinnar og sjálfstæðismönn-
um svíður það.
Óskar Bergsson Bítur ekki á
öngul sjálfstæðisflokksins sem
býður honum inn í meirihlutasam-
starf ásamt Ólafi F. magnússyni.