Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Page 12
miðvikudagur 13. ágúst 200812 Neytendur
Lof&Last
n Lofið fær nýi leik-
völlurinn í
Leirvogstungu í
mosfellsbæ. Íbúar í
hverfinu eru í
skýjunum yfir hinum
nýja víkingaleikvelli sem er staðsettur
neðst í
hverfinu.
aðstaða er
fyrir börn sem
fullorðna til að taka með sér nesti.
afar gott framtak við byggð í
uppbyggingu.
n Lastið fær
veitingastaðurinn
tivoli fyrir vondan
„brunch“. viðskipta-
vinur keypti sér máltíð á
næstum 1600 krónur.
Þegar maturinn kom var
spælda
eggið og ristaða
brauðið kalt að mati
viðskiptavinarins.
Hann gat lítið notið þessarar dýru
máltíðar.
Hamingja fjölskyldunnar fæst ekki keypt fyrir peninga:
Ódýr afþreying
Að fara með fjögurra manna fjöl-
skyldu í bíó á laugardagseftirmiðdegi
getur kostað allt að 6.400 krónum ef
keypt er fyrir alla í sjoppunni. Það er
deginum ljósara að hamingja verður
ekki keypt fyrir peninga því það er vel
hægt að eiga jafngóða fjölskyldustund
fyrir mun minni pening. Til dæmis er
hægt að geyma bíóstund fram að kvöldi
og halda alvöru bíókvöld með sælgæti
og poppi. DVD-mynd frá Bónusvídeó
kostar 650 krónur og fylgja tvær gaml-
ar með. Á laugardögum er helmings-
afsláttur í nammibar Hagkaupa svo
það er um að gera að nýta sér það. Svo
poppar maður bara heima hjá sér. Þarf
ekki að kosta meira en 1.500 krónur.
Til að verja tíma utandyra getur fjöl-
skyldan farið í nestisferð í Heiðmörk.
Það kostar ekkert að labba um og
stoppa einhvers staðar og spila fótbolta
eða fara í leiki. Hægt er að taka með sér
heimatilbúið nesti, samlokur og kakó.
Hjólatúrar um bæinn kosta heldur ekki
neitt.
Í neyslufylleríi þjóðarinnar undan-
farin ár hefur virst sem ekki væri hægt
að gera skemmtilega hluti nema eyða
fúlgum fjár. Hamingja fæst ekki keypt
fyrir peninga heldur eru það einfald-
lega samverustundir með góðu fólki
sem skipta höfuðmáli. Peningana er
hægt að nýta í margt annað og sérstak-
lega á krepputímum. Það er vel hægt
að kaupa vikuskammt í matinn í Bón-
us fyrir sama pening og fjölskylduferð
í bíóferð.
Langatanga 166,70 183,60
Bensín dísel
Sprengisandi 165,10 181,90
Bensín dísel
Suðurfelli 166,70 183,60
Bensín dísel
Hafnarfirði 165,00 181,80
Bensín dísel
Bæjarlind 165,10 181,90
Bensín dísel
Smáralind 165,10 182,00
Bensín dísel
Lækjargötu 166,70 183,60
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Innan tíðar hefjast allir grunnskólar landsins og þá er vert að huga að hvaða nesti á að
taka með sér í skólann. Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla
Íslands, segir að ávextir, grænmeti og gróft brauð sé það eina sem ætti að vera í nestis-
boxinu. Mjólkurvörur þurfa ekki að vera partur af því. „Trefjaneysla íslenskra barna
er lítil og er því gott tækifæri að auka hana með því að velja rétt í nestisboxið.“
Mjólkin óþörf
í nestisboxið
Vinsælt
verkjalyf
treo er vinsælt verkjalyf sem virkar
vel á höfuðverk og slappleika. Í
verðkönnun kom í ljós að einn
staukur af treo er ódýrastur hjá
apótekaranum en dýrastur í
árbæjarapóteki.
„Það á að vera alveg nóg að setja
bara einn ávöxt eða smá grænmeti
í nestisboxið,“ segir Ingibjörg Gunn-
arsdóttir, dósent í næringarfræði við
Háskóla Íslands. Ingibjörg segir að
börn sem borða góðan morgunmat
og fara í hádegismat um ellefuleytið
þurfi ekki annað en smá millibita í
nestistímanum. „Það er miklu meiri
þörf á því að setja ávexti og grænmeti
í nestisboxið en mjólkurvörur,“ segir
hún.
Yngstu börnin
Fyrir yngstu börnin er nóg að
hafa smá millibita í nestisboxinu,
til dæmis ávexti, grænmetisbita eða
gróft brauð. „Þau sem eru lystarlaus
á morgnana ættu að fá samloku með
sér í boxið,“ segir Ingibjörg. Hún seg-
ir að brauðið þurfi að vera trefjaríkt
og þá er átt við brauð sem gefur að
minnsta kosti 6 grömm af trefjum
fyrir 100 grömm af brauði. „Ég hvet
fólk til að lesa á umbúðirnar til að sjá
það.“ Sniðugast er að reyna að gera
nestisboxið sem skemmtilegast fyr-
ir barnið og hafa fjölbreytnina í fyr-
irrúmi. Ávexti einn daginn og græn-
meti hinn daginn. „Það verða allir
leiðir á því að borða alltaf það sama.“
Sleppa djúsnum
Ingibjörg segir ástæðu til að
minnast á drykkina og telur vatn án
efa besta kostinn. „Það er allt of stór
hluti af orku íslenskra barna sem
kemur frá drykkjum og það er al-
gjör óþarfi að nota þá. Þeir eru orku-
ríkir og trefjasnauðir og geta tekið af
börnunum lystina í hádeginu. „Þó
það séu skiptar skoðanir og misjöfn
gæði í hádegismatnum er hann betri
en nestisdót því hann er fjölbreytt-
ur,“ segir Ingibjörg og bætir því við að
trefjar auka vellíðan og halda hungr-
inu frá. Í nestistímanum ættu öll
börn einfaldlega að fá vatnsglas.
Mjólkin óþörf
„Það eru mörg börn í dag sem
ofnota mjólkina með því að borða
miklu meira af mjólkurmat en þörf
er á,“ segir Ingibjörg. Börn þurfa
einungis tvo skammta af mjólk á
dag. Einn skammtur er eins og eitt
mjólkurglas, diskur af morgunkorni
með mjólk eða ostur á eina og hálfa
brauðsneið. Mjólkin er trefjasnauð
og getur orðið allt of stór hluti af
mataræðinu sé þess ekki gætt að
hafa hlutföllin jöfn. Ingibjörg vill
benda fólki á að nýta tækifærið og
gefa börnunum frekar ávexti, græn-
meti eða gróft brauð. „Ef barnið er
svangt, þá borðar það það sem er í
nestisboxinu.“
VerkjalYfIð treo
apótekarinn 542 kr
Lyfja 553 kr
garðsapótek 560 kr
rima apótek 577 kr
Lyf og heilsa 589 kr
Árbæjarapótek 618 kr
HúSaSMIðjan Góð
„Ég er sérstaklega ánægður með starfsmenn-
ina í Húsasmiðjunni í Hafnarfirði því þeir hafa
verið mér mikið innan handar í að gera endur-
bætur á húsinu mínu,“ segir Ólafur Páll gunn-
arsson útvarpsmaður. „Þetta eru toppmenn og
eru búnir að hjálpa mér að leysa ýmis vanda-
mál sem koma upp þegar maður er að gera
hlutina sjálfur.“
neytendur@dv.is umsjÓn: ásdÍs Björg jÓHannesdÓttir, asdis@dv.is
Neyte ur
neytandinn
„Ef barnið er svangt, þá
borðar það það sem er í
nestisboxinu.“
trefjaríkt fæði stuðlar að
vellíðan Þessir drengir velja
eflaust hollt og gott nesti í skólann.
Hollt og gott nesti
ávextir, grænmeti og gróft
brauð er það eina sem á að
vera í nestisboxi barna.
afþreying með
fjölskyldunni
Þarf ekki að kosta
mikinn pening.
ÁSDÍS BjÖrG jóHanneSDóttIr
blaðamaður skrifar: asdis@dv.is