Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige månedaugust 2008næste måned
    mationtofr
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Eksemplar
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 14
miðvikudagur 13. ágúst 200814 Skólar og nám „Markmið með náminu hjá Airbrush & Make Up School er að nemendur læri öll helstu atriði tískuförðun- ar sem og airbrush-förðunar. Að námi loknu eiga nem- endur að hafa öðlast færni til að geta tekist á hendur krefjandi verkefni hvort sem er á förðunarstofum, snyrti- stofum, við sjónvarps-, kvikmynda- eða tímritaförðun,“ segir Sólveig Birna Gísladóttir förðunarmeistari og eig- andi nýs förðunarskóla sem mun hefja starfsemi sína þann 8. september næstkomandi að Köllunarklettsvegi 4 í Reykjavík. Að sögn Sólveigar er náminu skipt upp í nokkra hluta þar sem kennt er allt frá hefðbundinni dagförðun til notkunar nýjustu tækni í airbrush-förðun og fantasíuförðun. Kennt verður fjórum sinnum í viku, mánudag til fimmtudags, fjórar klukkustundir í senn og geta nemendur valið um dag- eða kvöldnám. Sólveig ætl- ar þó ekki eingöngu að bjóða upp á lengra nám því einn- ig verður hægt að læra undirstöðuatriði förðunar á einni kvöldstund. „Ég verð með frábæra aðstöðu fyrir vinkonu- hópa, saumaklúbba og vinnustaðahópa,“ segir Sólveig. Sólveig státar af gífurlegri reynslu þegar kemur að förðun en sjálf hefur hún starfað hjá Ríkissjónvarpinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Íslensku Óper- unni, auk þess að hafa farðað fyrir kvikmyndir, sjónvarps- þætti og auglýsingar svo eitthvað sé nefnt. Einnig sá Sól- veig um glæsilegt útlit Regínu Óskar og Friðriks Ómars þegar þau fluttu Eurovision lagið This is my life fyrir hönd þjóðarinnar fyrr á árinu. Þrjú ár eru nú síðan Sólveig stofnaði verslun sína Air- brush & Make Up gallery að Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Að sögn Sólveigar hefur verið mikil eftirspurn eftir förð- unarnámi og námskeiðum í versluninni og ákvað hún því að stofna þennan glæsilega förðunarskóla. Áhugasamir geta sent Sólveigu póst á amgallery@internet.is. kolbrun@dv.is Nýr förðunarskóli opnaður „Við erum að gefa fólki mögu- leika á því að komast í vandað og gott nám erlendis. Við sérhæfum okkur mikið í tungumálanámi fyrir fólk á vinnumarkaðnum auk þess sem við hjálpum fólki við að sækja um erlenda fagskóla og þá einna helst á sviði hönnunar og lista,“ segir Arnþrúður Jónsdóttir, annar eigandi Lingó-málamiðl- unar. Lingó hefur verið starfandi í fjögur ár en þar á undan ráku eig- endurnir sams konar fyrirtæki frá árinu 1990 og því er reynslan orð- in mikil og gott og öruggt sam- band komið á milli Lingó og sér- valinna erlendra skóla. „Í tungumálanáminu er það yf- irleitt enskan sem brennur mest á fólki en annars eru þýska, franska, ítalska og spænska líka mjög eftir- sótt. Við erum með þjálfunarsetur erlendis þar sem áherslan er lögð á kennsluna og að fólk fái það út úr náminu sem það sóttist eftir. Þetta geta verið allt frá vikunám- skeiðum upp í öllu lengra nám.“ Aðstoðin sem er í boði hjá Lingó er töluvert mismunandi eftir því hvort fólk er að sækjast eftir tungumálanámi eða fagn- ámi. „Það er talsvert lengra ferli sem fer í gang þegar sótt er um fagskóla en við aðstoðum við allt umsóknarferlið. Ferilskrána, sýn- ingarmöppu, hvatabréf og annað sem nauðsynlegt er að hafa þegar sótt er um skóla erlendis. Það er til að mynda alltaf hægt að koma með hvatabréfið til okkar til yfir- lesturs. Þegar öll gögn eru tilbú- in söfnum við þeim í umsókn- armöppu sem við sendum út og fylgjum viðkomandi þar til hann fer út í námið,“ segir Arnþrúður. Hægt er að kynna sér starf- semi Lingó nánar á heimasíðunni lingo.is. krista@dv.is Lingó-mála- miðlun aðstoð- ar fólk við að komast í gott og vandað nám erlendis: Opna gáttir í nám erlendis Sólveig Birna Gísladóttir förðunarmeistari býður nú upp á nýtt og spenn- andi förðunarnám sem og styttri námskeið í nýjum og glæsilegum förðunar- skóla sem ber nafnið Airbrush & Make Up School. Að störfum sólveig ætlar að kenna fólki förðun í vetur. Aðstoða fólk alla leið arnþrúður Jónsdóttir og starfsfólk Lingó aðstoðar þá sem vilja komast í skóla erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 146. tölublað (13.08.2008)
https://timarit.is/issue/384034

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

146. tölublað (13.08.2008)

Handlinger: