Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 27
miðvikudagur 13. ágúst 2008 27Sviðsljós Í júlí fóru að birtast myndir af Jake Gyllenhaal með sítt hár sök- um hlutverks hans í myndinni Prince of Persia. Jake hefur hins- vegar ekki bara verið að safna hári fyrir hlutverkið heldur hefur hann greinilega verið að bæta á sig vöðv- um einsog sást í Marokkó í fyrra- dag þegar Jake tók sér frí frá tökum til að eyða tíma með sinni heitt- elskuðu, Reese Witherspoon. Þess má geta að íslenski leikar- inn Gísli Örn Garðarsson fer einn- ig með hlutverk í kvikmyndinni og er líka staddur í Marokkó við tök- ur. Það verður spennandi að sjá myndir af Gísla berum að ofan á tökustað. Spurning hvort hann sé líka að fela svona stóra vöðva undir skyrtunni eins og Jake? Jake Gyllenhaal hefur heldur betur bætt á sig vöðvum fyrir hlutverk sitt í Prince of Persia en hann spókaði sig um ber að ofan í hitanum í Marokkó á dögunum: Kanadíska fyrirsætan og leikkonan Natasha Henstridge hefur engu gleymt. Á þessum myndum sést hin 33 ára Natasha spranga um á bikiní en það er ekki á henni að sjá að hún sé tveggja barna móðir. Hún sló í gegn árið 1995 í skrímslamyndinni Species og þótti um tíma ein fallegasta kona heims. Natasha lék í Species II árið 1998 en síðan þá hefur hún aðallega leikið í sjón- varpi. Hún er þó væntanleg í tveimur nýj- um myndum. Annarsvegar Anytown sem er væntanleg á þessu ári og svo Let the Game Begin sem er væntanleg 2009. Í henni leika meðal annars Stephen Baldwin, Michael Madsen og Adam Rodriguez úr CSI; Miami. Natasha Henstridge hefur engu gleymt: GlæsileG mamma Funheit enn í dag Það er ekki að sjá að Natasha sé tveggja barna móðir. Glæsileg Natasha er í flottu formi. síðhærður oG vöðvastæltur Helköttaður og sjóðandi heitur Jake gyllenhaal er búinn að koma sér í fjári fínt form fyrir tökurnar. Ástfangin á tökustað Jake gyllenhaal og reese Wither- spoon eru nánast óaðskiljanleg. Handtekinn fyrir heimilisofbeldi Alan Panettiere faðir litlu sak- lausu klappstýrunnar í Heroes- þáttunum, Hayden Panettiere, var handtekinn á mánudags- morguninn fyrir að leggja hend- ur á eiginkonu sína. Alan sem er slökkviliðsmaður var handtekinn á heimili fjölskyldunnar eftir að hafa lamið eiginkonu sína, móð- ur Hayden, fyrrverandi sápuóp- eruleikkonuna Lesley Panettiere seint um sunnudagkvöldið. Bæði Alan og Lesley voru undir áhrif- um áfengis þegar atvikið átti sér stað og eru víst sjáanlegir áverkar á andliti Lesley eftir barsmíðar ektamannsins. handtekinn í svíþjóð Reggístjarnan Sean Paul var handtekin í Svíþjóð í dögunum fyrir vörslu fíkniefna. Söngvarinn var á meðal tónlistarmanna og áhorfenda á reggíhátíðinni í Upp- sölum í Svíþjóð þegar lögreglan handtók stóran hóp af fólki fyrir fíkniefnaneyslu á tónleikasvæðinu. Allir sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðar látnir lausir. Sean Paul er einna þekktastur fyrir lagið Temperature sem tröllreið dansstöðunum fyrir um það bil tveimur árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.