Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2008, Side 28
miðvikudagur 13. ágúst 200828 Fókus Tíu ára gömul stúlka finnst myrt við frönsku víglínuna árið 1917. Lögreglumaður sem rannsakaði málið fer aftur yfir söguna tuttugu árum síðar og veltir fyrir sér hvort hann hafi gert rétt. Tveir ungir lið- hlaupar úr hernum eru látnir gjalda fyrir morðið þó lögreglumaður- inn hafi aldrei hætt að hugsa um hvort helstu mektarmenn bæjarins hefðu komið nálægt morðinu. Efa- semdir hans um rannsóknaraðferð- ir sér hærra settari manna er heldur aldrei langt undan. Í þokunni er sannarlega rétt- nefni á bókina. Mér leið eins og ég væri á rólegum göngutúr í gegnum dimman skóg og sagan liði hjá eins og þokulæðingur. Lýsingarnar eru dulúðlegar og myndrænar. Ég varð aldrei spennt við lesturinn en þó var hann áhugaverður. Sagan er hæg, næstum of hæg, en fegurð setninganna bætir það allt saman upp. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég komst að því að enskur titill þessarar frönsku bók- ar er: By a slow river. Ég kann ekki svo gjörla að þýða þetta á skáldlegan hátt en á hversdagsleg- an máta myndi þetta út- leggjast sem: Við hæga á. Franski titillinn merkir á íslensku Gráar sálir og er vísun í vanga- veltur aðalpersónunn- ar sem telur engar sálir hvítar eða svartar, heldur séu þær allar gráar að lokum. Það er ekkert hressilegt við þessa sögu og á ekki að vera það. Hún er myrk, köld og eymdarleg. Því er lík- lega ágætt að lesa hana yfir sumar- mánuðina til að leggjast hreinlega ekki í þunglyndi. Þýðingin er afskaplega fögur og á Guðrún Vilmundardóttir sannar- lega hrós skilið fyrir vel unnið verk. Þýðendur þurfa nefnilega ekki aðeins að koma text- anum til skila heldur er það sálin í sögunni sem verður að skína í gegn. Hér hefur Guðrún unnið þrekvirki. Orðanotkunin er skemmtileg og úthugs- uð. Höfundur hefur greinilega mikið innsæi í innstu kima mannlegr- ar hugsunar og jafnvel helst þá dekkstu. Illsku mannskepnunn- ar eru engin takmörk sett og tekst Philippe að gefa nýstárlega sýn á hver er í raun vondur. Enginn ef- ast um að sá sem getur snætt yfir barnslíki er ekki barnanna bestur. Það sem helst truflaði mig við lesturinn voru leiðbeiningar höf- undar til lesanda. Hann tiltók sér- staklega hverju yrði sagt frá næst í sögunni og hvað þyrfit að geyma þar til síðar. Einhverjir kynnu að meta þennan frásagnarmáta en ég vil frekar átta mig á atburðarásinni sjálf og skildi hreinilega ekki til- ganginn með þessu. Að fráskildum þessum lestrarleiðbeiningum var ég afar hrifin af stílnum. Philippe Claudel er franskur rithöfundur og er Í þokunni hans þekktasta bók. Hún er margverð- launuð og fyrir þremur árum kom út bíómynd eftir sögunni: Les Âmes grises. Philippe er þó fleira til lista lagt en hann hefur einnig skrifað kvik- myndahandrit og leikstýrt einni mynd sem einmitt kemur út í Frakk- landi í ár. Erla Hlynsdóttir á m i ð v i k u d e g i Tónleikar á Organ Hljómsveitirnar Agent Fresco, DLX AtX og Fist Fokkers ætla að rokka á Organ í kvöld. Húsið er opnað klukkan 21 og er aðgangseyrir einungis fimm hundruð krónur. Hljómsveitirnar eru allar ungar og efnilegar en agent Fresco bar sigur úr býtum í músíktilraunum í ár. mARgT BÝR Í ÞO uNNi ljóða­- uppákoma­ í glætunni Ljóðabókin Blóðeyjar eftir Sigrúnu Björnsdóttur er nýútkomin en í bók- inni eru þrjátíu ljóð sem skiptast í þrjá kafla. Í þeim fyrsta eru orðið og blóðheit ástin lykilstef, í öðrum landið og blóðfórnir og í þeim þriðja tíminn og blóðeyjar. Í tilefni útgáfu bókarinnar verður ljóðauppákoma í bókakaffihúsinu Glætunni í Aðal- stræti 9, annað kvöld klukkan átta. Þar verða lesin ljóð úr bókinni, tón- listarmaðurinn Gunnar Jónsson leik- ur og syngur frumsamda tónlist og fleiri ljóðskáld lesa úr verkum sínum. Smáfugla­r frumsýnd á riFF Smáfuglar, kvikmynd Rúnars Rún- arsson, verður frumsýnd á Alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Reykja- vík sem fram fer frá tuttugasta og fimmta september til fimmta okt- óber. Myndin hefur fengið mikla athygli um heim allan og ber helst að nefna að myndin var valin í að- alkeppni á Cannes-verðlaunahátíð- inni en einungis tólf myndir voru valdar úr hópi tæplega fimmþús- und mynda. Smáfuglar fylgir hóp ungra táninga eina bjarta sumar- nótt þegar þeir taka skrefið frá heimi sakleysislegrar barnæsku til blákalds raunveruleika fullorðinna og lífs- reynslunnar. afmælis- da­gskrá norræna­ hússins Í tilefni fjörutíu ára afmælis Nor- ræna hússins í Reykjavík verður glæsileg dagskrá í húsinu út ág- ústmánuð. Hverjum áratug í sögu Norræna hússins verða gerð skil í tali og tónum. Á föstudaginn er til að mynda skemmtikvöld undir yfirskriftinni Viðbrögð við byltingu þar sem rithöfundarn- ir Sigurður Pálsson og Þórarinn Eldjárn rifja upp tíðarandann frá árinu 1986, árinu þegar húsið var vígt. Hljómsveitin Pops flytur vin- sæl lög frá tímabilinu og forstjóri hússins, Max Dager, er kynnir kvöldsins. Frítt er inn á alla af- mælisviðburði. Ég skrapp með félögum mín- um í hádegisverð á Vegamót- um í vikunni. Sól skein í heiði og staðurinn var fullur út úr dyrum. Þrátt fyrir það fengum við fjögur skjóta og góða þjón- ustu með bros á vör. Samferða- mennirnir völdu kjúkling af girnilegum matseðli staðarins en ég skaut á steinbítinn. Stuttu seinna greip ég þó í þjóninn og bað um súpu dagsins, sparnað- arklóin hafði gripið mig glóð- volga við eyðsluna. Ég átti eftir að sjá eftir því. Maturinn barst nokkuð fljótt þó ég hafi þurft að bíða nokkra stund á meðan geitungar gerðu ítrekað árásir á mig við dræmar undirtektir. Þegar súpan kom velti ég því fyrir mér hvers vegna svo mikið af brauði fylgdi með súpu sem kostar litlar 490 krónur, svo ég minnist nú ekki á smjörið sem hefði dugað til landslagsgerð- ar. Við smökkun kom hið sanna í ljós, grænmetis- og timían- súpu hafði verið misþyrmt með pipar. Tilfinningin var eins og slæmu bragði hefði verið redd- að með dassi af pipar og svo öðru dassi til öryggis. Það er ekki til eftirbreytni. Ég lét þó ekki deigan síga og gerði brauðinu og vatninu góð skil á meðan vinirnir nutu sinna kapítalísku rétta með bestu list. Þetta kenndi mér að stund- um borgar sig bara alls ekki að spara. Svengd mín og pirringur voru ekki þúsund króna virði, svo mikið er víst. Eins og sannur neytandi kvartaði ég við kassann og fékk almennilegt viðmót frá starfs- manninum, allt að því vorkunn. Það gerði svekkelsi hádegisins öllu minna því aðallega var ég svekkt út í sjálfa mig – og þó, það var ekki mér að kenna að súpan var vond. liljag@dv.is LiLja Guðmundsdóttir borðaði hádegismat á Vegamótum Vonbrigði á Vegamótum í skyndi Hraði: HHHHH VEitinGar: HHHHH Viðmót: HHHHH umHVErfi: HHHHH VErð: HHHHH BÆkUR Í þokunni HHHHH Höfundur: Philippe Claudel Útgefandi: Bjartur niðurstaða: myrk og köld. Eymdarleg en áhugaverð. margt til lista lagt Claudel hefur einnig skrifað kvik- myndahandrit og leikstýrir bíómynd sem kemur út í ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.