Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 3
Jóna harmar þessa niðurstöðu. „Við ætlum að vera með blaða- mannafund á föstudag þar sem við tilkynnum formlega hvenær við lokum og hvenær við borgum borginni þessa skuld sem leiðir til þess að við getum ekki haldið starf- inu áfram.“ Borgin hirðir rekstrarféð Um tuttugu sjálfboðaliðar starfa hjá Fjölskylduhjálpinni. Fjöldi fyr- irtækja sendir þeim reglulega mat- væli sem úthlutað er til þeirra sem þangað leita. Vikulega er hins vegar keypt ýmis ferskvara, svo sem mjólk og kjöt. Ásgerður Jóna segir að um þrjú hundruð manns njóti aðstoð- ar Fjölskylduhjálparinnar í hverri viku. Á þessu ári veitti Alþingi þeim einnar og hálfrar milljónar króna styrk sem nýst hefur til rekstrar- kostnaðar. „Reykjavíkurborg er að hirða þetta af okkur,“ segir Ásgerð- ur en styrkurinn verður nýttur til að greiða skuldina við borgina. Fjölskylduhjálpin hefur einn- ig safnað um hálfri milljón króna í lyfjasjóð sem notaður er til þess að aðstoða fólk við lyfjakaup. Ásgerð- ur Jóna segir fénu hafa verið safnað með sölu á fatnaði í Kolaportinu en sjóðurinn muni nú allur renna upp í skuldina við borgina. Þá verður ekk- ert fé eftir til að halda rekstrinum áfram. Beitir sér fyrir niðurfellingu Þorleifi Gunnlaugssyni, fulltrúa minnihlutans í velferðarráði, þykir miður að loka þurfi Fjölskylduhjálp- inni og ætlar að beita sér fyrir því að skuldin við borgina verði felld niður. Á sama tíma og velferðarráð hefur hafnað styrkumsóknum Fjölskyldu- hjálparinnar hefur það styrkt Hjálp- arstarf Kirkjunnar og Mæðrastyrks- nefnd. Þorleifur bendir á að þar sé unnið mikið og gott starf og segist ekki viss um að hjálparstarf af þessu tagi sé mjög dreift. Þannig gæti það verið til hagsbóta fyrir þá sem þjón- ustuna þiggja að hún sé veitt undir einu þaki. Gátu ekki veitt lengri frest Jórunn Frímannsdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar DV náði tali af henni í gær. Hún vísaði alfarið á Stellu Víðisdóttur, sviðs- stjóra velferðarsviðs, og Kristínu Einarsdóttur, aðstoðarsviðssjóra framkvæmda- og eignasviðs. Krist- ín bendir á þann langa frest sem Fjölskylduhjálpin hefur fengið til að greiða skuldina. Fresturinn var veittur þar sem Ásgerður Jóna var að sækja um styrk til velferðar- sviðs sem nota átti til að greiða húsa- leiguna. Þar sem styrkbeiðninni var hafnað og ekkert bólaði á greiðslu sá fram- kvæmda- og eign- asvið borgarinn- ar sér ekki annað fært en að fara þessa leið. Þær upp- lýsingar feng- ust hjá Reykja- víkurborg að Stella væri í sumarleyfi. Þriðjudagur 26. ágúst 2008 3Fréttir „Við ætlum að vera með blaðamannafund á föstudag þar sem við tilkynnum formlega hvenær við lokum.“ FJÖLSKYLDUHJÁLPINNI LOKAÐ Hafnað á hverju ári Fjölskyldu- hjálpin hefur sótt um styrki til reykjavíkurborgar undanfarin ár en ávallt verið synjað. Í innheimtu Bréfið þar sem Fjöl- skylduhjálpinni er hótað riftun leigusamnings og útburði. Harmar niðurstöðuna Þorleifur gunnlaugsson ætlar að beita sér fyrir því að skuld Fjölskylduhjálparinnar við borgina verði felld niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.