Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 26. ágúst 2008 13Fréttir Leikarnir slá öll sjónvarpsmet Enginn sjónvarpsviðburður hef- ur fengið jafn mikið áhorf í sögu bandarísks sjónvarps og Ólymp- íuleikarnir sem haldnir voru í Peking í Kína. NBC-sjónvarps- stöðin bandaríska staðfestir að 211 milljónir áhorfenda hafi horft á Ólympíuleikana í sjónvarpi á þeim 16 dögum sem Ólympíu- leikarnir stóðu. Það er tveimur milljónum fleiri áhorfendur en horfðu á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. NBC sjónvarpsstöðin borgaði ríflega 7,2 milljarða króna fyrir sjónvarps- réttinn að leikunum og skilaði hann stöðinni rúmlega 8,1 millj- arði króna í auglýsingatekjur. Lögreglustjóri í fangelsi Mark Curran, lögreglustjóri í Lake County í Illinois, ákvað í síðustu viku að láta loka sig inni í sínu eig- in fangelsi til að læra af eigin raun hvernig megi betrumbæta í fang- elsismálum í sýslunni. Mun hann prófa hin ýmsu námskeið sem ætlað er að draga úr endurteknum afbrotum fanganna. Curran segir fangelsi Illionis vera með þeim lé- legustu í Bandaríkjunum, fangar snúi aftur í samfélagið verri fyrir vikið og tími sé kominn á breyting- ar. Curran mun því dveljast meðal nauðgara, morðingja og ræningja til að komast að hvar megi gera betur. Hann mun þó fá sinn eigin klefa innan um 600 fanga. Fangar í Zenica í Bosníu nota dúfur til að smygla fíkniefnum: Dúfa er nú í haldi fangelsisyfirvalda í Bosníu eftir að grunur vaknaði um að fangar í hámarksöryggisfangelsinu Zenica þar í landi hafi notað hana til að smygla fíkniefnum inn í fangelsið. Dúf- an er gæludýr eins fangans og er talið að litlir pokar með heróínskömmtum hafi verið bundnir við fætur hennar. Fangelsisverðir í Zenica urðu forvitn- ir eftir að fjórir fangar urðu greinilega vímaðir skömmu eftir að dúfan sást lenda á gluggasyllu eiganda síns. Próf- anir á föngunum leiddu í ljós að þeir voru undir áhrifum heróíns. „Okkur grunar að dúfan hafi borið fíkniefnin frá Tuzla,“ er haft eftir forstöðumanns Zenica, Josip Pojavnik, en Tuzla er bær í rúmlega 60 kílómetra fjarlægð. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað við eig- um að gera við dúfuna, en um stund- arsakir verður hún í haldi hjá okkur,“ segir Pojavnik um þennan minnsta af- brotamann fangelsins. Fangelsisyfir- völd velta nú fyrir sér hvort þau eigi að hætta með endurhæfingarverkefni sitt í fangelsinu sem einmitt hvatti fanga til að rækta dúfur, en fullyrða þó að þær dúfur hafi ekki staðið í smyglaðgerð- unum. mikael@dv.is Dúfa smyglar heróíni Harðsvíraður fíkniefnasmyglari dúfa er í varðhaldi í Bosníu grunuð um að smygla heróíni til fanga. Mynd / getty MáLgLaður reynsLuboLti Repúblikanar í Bandaríkjunum telja sig himin höndum hafa tekið eftir að Barack Obama tilkynnti varaforseta- efni sitt; Joe Biden. Biden hefur orð á sér fyrir að tala áður en hann hugs- ar og eftir áratuga veru í bandarískum stjórnmálum er af nógu að taka. Í Biden sjá rebúblikanar ótæmandi uppsprettu til gagnrýni og nú þegar ku hafa vaknað hugmynd að límmiða sem á stendur „Obama bin Biden“. En þó að repúblikanar hlakki til baráttu gegn honum og hafi nægan efnivið að moða úr velkist enginn í vafa um að Biden er verðugt vara- forsetaefni. Joe Biden hefur aldur- inn, persónutöfrana, upprunann og reynsluna með sér. Laganám og hjónaband Joe Biden fæddist þann 20. nóvem- ber 1942 í Scranton í Pennsylvaníu. Joe Biden er elstur fjögurra systkina, en fjölskylda hans flutti til Delaware þegar hann var tíu ára þar sem faðir hans starfaði við bílasölu. Joe Biden lagði stund á nám í sögu og stjórnmálafræði og fór síð- an í lögfræði í lagaháskólanum í Syrakúsu. Árið 1966, á meðan hann var í laganámi, kvæntist hann Neiliu Hunter. Með Neiliu eignaðist hann þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Joe Biden missti eiginkonu sína og dóttur í bílslysi 1972, skömmu eftir að hann var kjörinn í öldungadeild- ina. Synir hans slösuðust alvarlega í sama bílslysi, en náðu sér að lokum að fullu. Að áeggjan vina sinna ákvað hann að draga sig ekki í hlé til að geta sinnt sonum sínum, en þess í stað lagði hann á sig eins og hálfs tíma lestarferð daglega frá heimili sínu í úthverfi Wilmington til Wash- ington D.C. Þeim sið hefur hann haldið allar götur síðan. Öldungadeildin Árið 1977 kvæntist Joe Biden á ný, Jill Tracy Jacobs, og eiga þau eina dóttur saman. Joe Biden gekkst undir skurðaðgerð árið 1988 vegna tveggja slagæðargúlpa í heila og var frá öld- ungadeildinni um sjö mánaða skeið í kjölfarið. Joe Biden er sjötti yngsti einstakl- ingurinn í sögu Bandaríkjanna sem kjörinn hefur verið í öldungadeild- ina og státar enginn öldungadeild- arþingmaður frá Delaware af lengri tíma í deildinni. Hann hefur setið sex kjörtímabil í öldungadeildinni og hefur sjötta lengsta tímann þar hvort heldur er horft til demókrata eða repúblikana. Joe Biden hefur átt sæti í utan- ríkismálanefnd öldungadeildar- innar og er nú um stundir formað- ur nefndarinnar. Hann lét mikið að sér kveða þegar stríðið á Balk- anskaga stóð yfir og studdi George W. Bush, Bandaríkjaforseta, í kjöl- far árásanna 11. september 2001. Andastaða hans við innrás í Írak, nema sem þrautalendingu í þeirri deilu var þó á skjön við vilja Bush og hauka hans. Síðan þá hefur hann gagnrýnt stefnu ríkisstjórnar Bush í Íraks- stríðinu og sagt að fjölga þurfi her- mönnum, sækja víðtækari stuðn- ings til alþjóðasamfélagsins og sýna bandarísku þjóðinni hreinskilni hvað varðar gang mála í stríðs- rekstrinum. Eitt af því sem Joe Bid- en hefur stungið upp á sem lausn á átökum sjíta og súnnía, og mál- efnum Kúrda í Norður-Írak, er að skipta landinu upp þannig að þeir fengju „andrými“ í eigin héruðum. Forsetaframboð og ritstuldur Joe Biden bauð sig fram til emb- ættis forseta 1987 og var lengi framan af vænlegur kostur. En þeg- ar leið á dróst hann aftur úr keppi- nautum sínum. Í september varð framboð Bidens fyrir verulegu áfalli þegar hann gerði að sínum orð Neils Kinnocks, þáverandi leið- toga breska Verkamannaflokksins. Skömmu síðar kom í ljós að Joe Biden hafði, þegar hann nam lög í háskólanum í Sýrakúsu, orðið upp- vís að ritstuldi í ritgerð sem hann skrifaði um lögfræðileg efni. Bid- en hafði þá kennt því um að hann hefði ekki þekkt til hlítar reglur um notkun tilvitnana. Hann fékk að taka það próf aftur. Einnig kom í ljós að Biden hafði farið heldur frjálslega með afrek sín á námsárunum og hafði ekki verið sá námshestur sem hann vildi láta í veðri vaka. Joe Biden dró framboð sitt til baka 23. september 1987. Í kjölfarið kom í ljós að fólk í her- búðum Michaels Dukakis, keppi- nautar Bidens, hafði útbúið mynd- band þar sem ritstuldur Bidens á ræðu Neils Kinnocks var tíundaður, og hafði myndbandinu verið dreift til fréttaveita. Í kjölfarið rak Duka- kis John Sasso, framkvæmda- og starfsmannastjóra, framboðsins. Forsetaframboð Joe Biden tók einnig slaginn í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur hvað hæst í Bandaríkjun- um. Honum var meðal annars tal- ið það til tekna að hann tilheyrði „skynsamlegri miðju demókrata- flokksins“. En þeir voru til sem töldu að kjafturinn yrði Joe Biden að falli og hann olli þeim ekki vonbrigðum. Joe Biden dró sig í hlé í janúar þeg- ar forval fór fram í Iowa. Í júní gaf Biden út þá yfirlýs- ingu að hann myndi þekkjast boð um embætti varaforseta ef til þess kæmi. Þann 23. ágúst var staðfest að Barack Obama og Joe Biden myndu hlaupa lokasprett kosningaslags- ins saman. Með vali sínu hefur Bar- ack Obama styrkt stöðu sína gagn- vart þeim sem telja að hann skorti reynslu í utanríkismálum. Með val- inu sló hann tvær flugur í einu höggi því Biden hefur reynslu af hvort tveggja öryggismálum og öryggis- málum þjóðarinnar. Honum var meðal annars talið það til tekna að hann tilheyrði „skynsamlegri miðju demókrataflokksins“. Eiginkonur og eiginmenn Barack Obama og joe Biden faðma eiginkonu hvor annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.