Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 26. ágúst 200820 Fókus The Rocker skartar gamanleikar- anum Rainn Wilson í aðalhlutverki en hann hefur slegið í gegn undan- farin ár í bandarísku útgáfunni af The Office. Auk hans leika í mynd- inni Christina Applegate, Emma Stone sem sló í gegn í Superbad og nú síðast The House Bunny, Josh Gad úr 21 og ungi tónlistarmaður- inn Teddy Geiger. Wilson leikur rokkhundinn og trommarann Fish sem er í hljóm- sveitinni Vesuvius. Sveitin er við það að slá í gegn í upphafi níunda áratugarins. Hann er hins veg- ar svikinn af félögum sínum fyrir plötusamning. Hljómsveitin verð- ur heimsfræg án hans. Með hverju árinu sem líður verður Fish bitr- ari og bitrari. Fish fær síðan loks uppreisn æru með hljómsveit litla frænda síns, A.D.D., en rokkdýr- ið sem hann var fyrir 20 árum hef- ur aðeins legið í dvala og brýst út á ný. The Rocker á sína spretti og Ra- inn Wilson er ágætlega fyndinn ná- ungi. Hann er samt ekki alveg nógu sterkur leikari til þess að halda upp gamanmynd einn síns liðs. Með- limir Vesuvius eru þeir Will Arnett úr Arrested Development, Bradley Cooper og Fred Armisen úr Sat- urday Night Live. Þeir hefðu all- ir mátt koma mun meira við sögu til að gera myndina meira spenn- andi. Það er helst Jason Sudeikis úr Saturday Night Live og 30 Rock sem heldur uppi stuðinu með nokkrum ógleymanlegum brönd- urum og góðum leik sem hinn sið- lausi umboðsmaður A.D.D. Maður verður nefnilega of fljótt þreyttur á „detta og meiða sig húmor“ Rainn Wilson. Framan af er The Rocker ágæt- is skemmtun og maður bíður alltaf eftir því að A.D.D. mæti loks Vesu- vius og hinir ágætu leikarar sem ég nefndi áður fái að njóta sín betur. En þeir endurfundir eru vonbrigði. Í staðinn fyrir öll þau ótal tækifæri sem maður sá fyrir sér til að gera góðar senur var farið hallærisleg- ustu og Hollywood-legustu leið útúr málunum sem hægt var. Með smá frumleika og sterkari innkomu annars ágætra aukaper- sóna hefði mátt gera The Rocker að ágætis grínmynd. Hún er hins veg- ar alltof klisjukennd og klístruð á endasprettinum til þess að ná því. Ásgeir Jónsson á þ r i ð j u d e g i BítBox á GlaumBar Meðal atriða á jazzhátíð reykjavíkur sem fer fram dagana 26. ágúst til 30. ágúst verður flutt bítbox á glaumbar í kvöld undir handleiðslu SamúelS JónS SamúelSSon- aren hann er betur þekktur sem sammi í hljómsveitinni jagúar. skemmtunin hefst klukkan ellefu og er frítt inn. Slaki enda- Spretturinníslenski saxó- fónkvartettinn Íslenski saxófónkvartettinn heldur sumartónleika í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar í kvöld. Í Íslenska saxófónkvartettinum eru þau Vigdís Klara Aradóttir, Sigurður Flosason, Peter Tompkins og Guido Bäum- er og ætla þau að flytja verk eftir Orlande Gibbons, Astor Piazzolla, Girolamo Frescobaldi, Michael Nyman og Eugene Bozza. Tónleik- arnir hefjast klukkan hálf níu. Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar að Laug- arnestanga 70, í Reykjavík. Sebastien tellier á íslandi Næstkomandi fimmtudag heldur Sebastien Tellier tónleika í veislu- salnum Rúbín á Flugvallarvegi. Flestir ættu að kannast við hann því hann vakti mikla athygli fyrir framlag Frakklands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva nú í maí. Sebastien Tellier hefur sannarlega slegið í gegn í tónlistarheiminum, en er þó enginn nýgræðingur. Hann er meistari melódíunnar og með hreint töfrandi sviðsframkomu. Á tónleik- ana er átján ára aldurstakmark. Vatnsberi í ásmundar- safni Fyrir helgi var opnuð sýning í Ásmundarsafni sem ber heitið Vatnsberi. Með reglulegu millibili hefur hópur sérsinna listamanna komið saman til sýninga á vatns- litamyndum. Samsetning þessa hóps er aldrei sú sama frá ári til árs, enda er markmiðið mikil- vægara en hópeflið, nefnilega að halda á lofti merki vatnslitanna, sennilega elstu listgrein mann- kyns að undanskildu steinhöggi. Það er við hæfi að nefna þessa sýningu í höfuðið á einu þekkt- asta og jafnframt umdeildasta verki Ásmundar Sveinsonar. Sýn- ingin verður opin til 31. desem- ber. Fyrsta plata sveitarinnar Esju er komin út og þar eru höfuðpaurarn- ir Daníel Ágúst úr Nýdanskri og Gus Gus og Krummi úr Mínus. Platan er mjög svöl og ljóst er að þarna eru miklir töffarar á ferð. Daníel er ein- staklega góður söngvari og hefur það allt frá náttúrunnar hendi þannig að söngurinn er mjög áreynslulaus og fagur, er í góðum höndum. Platan er yfir höfuð frekar hrá en samt ljúf og mjúk eins og silki. Ef maður á að segja eitthvað neikvætt um hana er það kannski helst að fullmikið er um endurtekningar í lögunum en kannski var það viljandi gert til að ná ákveðnum hughrifum og hug- leiðandi áhrifum. Hljóðfæraleikur- inn er mjög góður og það hljómar eins og hljómsveitin hafi spilað lengi saman. Platan minnir á eitthvað frá sjö- unda áratugnum og er full af hráum kynþokka. Við fyrstu hlustun fannst mér hún frekar flöt en við aðra hlust- un var hún mjög góð og er það vana- lega merki um gæði. Till the end er uppáhaldslagið mitt, það er ótrúlega dramatískt og minnir svolítið á eitt- hvert lag með David Bowie þó það sé örugglega ekki meiningin. Lagið Find My Way stendur líka upp úr, textinn er einlægur og lagið sérstaklega inni- legt og fallegt. Það er líka gaman að heyra Krumma syngja frekar en að öskra. En ég ætla ekki að ákveða fyrir aðra hvernig platan hljómar. Hlustið og dæmið sjálf. astrun@dv.is Ljúfir töffarar The Rocker á ágætisspretti en Hollywood- klisjan fer illa með hana. The RockeR HHHHH Leikstjórn: Peter Cattaneo Aðalhlutverk: rainn Wilson, Christina applegate, josh gad bíódómur Rainn Wilson Er fyndinn, en ekki nægilega sterkur til að halda uppi heilli grínmynd. esja HHHHH Flytjandi: Esja Útgefandi: tónaljós PLÖTudómur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.