Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 22
Þriðjudagur 26. ágúst 200822 Fólkið Uppselt er á tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur sem fara fram í Langholtskirkju í dag klukkan 18. Miðarnir ruku út á midi.is en stykkið kostaði litlar 6.000 krónur en tónleik- arnir eru um klukkustundarlangir. Hljómsveitin Wonderbrass kemur fram ásamt Björk en það er stúlkna- sveitin sem hefur ferðast með henni um heim allan undanfarið ár. Leikin verða lög sem hafa verið uppistaða á tónleikaferð Bjarkar um heiminn sem hefur staðið yfir í eina 17 mán- uði. Tónleikarnir verða teknir upp og gefnir út á hljómdiski. Ragnhildur Magnúsdóttir Thord- arson, útvarpskona segir á heima- síðu sinni að hún sé ekki byrjuð með Ólafi F. Magnússyni en nýlega birt- ist mynd af Ólafi í fjölmiðlum með arma sína utan um útvarpskonuna. Myndina notaði sjálfur Eiríkur Jóns- son í síðasta ritstjórnarpistli sínum um leið og hann talaði um meinta kvensemi fyrrverandi borgarstjór- ans. Það sem Eiríkur vissi eflaust ekki er að Ragnhildur er bróðurdóttir Ólafs og því ekki óeðlilegt að honum þyki vænt um stelpuna og sýni það með faðmlagi. Ekki byrjuð mEð Ólafi f sExfalt maraþon í Einum rykk „Þetta er eitt erfiðasta hlaup í heiminum, brautin er erfið og tíma- mörkin eru þröng,“ segir Gunnlaug- ur Júlíusson sem stefnir á að hlaupa sexfalt maraþon, eða 240 kílómetra, á Grikklandi 27. til 28. september. „Hlaupið er á milli Aþenu og Spörtu og ég tók tvöfalt maraþon á laugar- daginn til að undirbúa mig. Í fyrra fór ég í hlaupið á Grikklandi en var svo óheppinn að það var 34 stiga hiti og ég hætti eftir 150 kílómetra. Ég hafði einu sinni á ævinni komið í svona hita og þetta var of mikið, þetta var mesti hiti sem hafði verið í sögu hlaupsins.“ Hlaupið stendur yfir í einn og hálfan sólarhring og ekkert er stoppað á leiðinni. „Þetta er í einum rykk, maður stoppar ekki nema til að nærast og fara á klósettið. Sums staðar er ferðaklósett og sums stað- ar hleypur maður í gegnum þorp og fer á klósettið þannig. Ég ætla að vera í saunu núna síðustu vikurnar til að venja mig við mikinn hita og ég hef hlaupið miklu meira en í fyrra og er sterkari. Ég ætla vestur um næstu helgi ef veðrið verður ekki vitlaust og hlaupa á milli Flókalundar og Bjarkalundar á tveimur dögum. Það eru 140 kíló- metrar og þar er hæðótt landslag sem er ekki óáþekkt landslaginu í Grikklandi, seinnipart leiðarinnar.“ Þegar Gunnlaugur er spurður hvern- ig hann hafi náð svona góðum ár- angri segist hann hafa hlaupið mik- ið í gegnum tíðina og byggt upp þol og styrk. „Ég fór nú út í þetta af því að maður getur þetta, þetta kemur bara stig af stigi. Fyrir tveimur árum breytti ég mataræðinu, tók það alveg í gegn og ég borða ekki ruslfæði. Mér finnst skipta verulega miklu máli að skrokkurinn sé vel nærður, líkaminn ekki fullur af rangri orku. Ég borða fyrst og fremst kjöt, fisk, grænmeti og ávexti en ég borða aldrei sælgæti, kökur og kex og mjög lítið af brauði, pasta og hrísgrjónum. Ég borða ekki unninn mat sem ég veit ekki hvað er í eins og pylsur. Ég finn bara að skrokkurinn er sterkari og fljótari að ná sér eftir mikið álag eftir að ég breytti mataræðinu. Það er líka minni meiðslahætta og maður get- ur lagt á sig meiri erfiði.“ Aðspurður um andlega álagið og hvernig hann tekst á við það segir hann að partur af því sé að vakna um miðja nótt og byrja að streða langt á undan öllum öðrum og fara í tvöfalt maraþon. „Þetta er spurning um að aga sig, ég er með ákveðið markmið og verð að beygja mig und- ir ýmislegt til að ná mark- miðinu, þá getur maður ekki látið allt eftir sér. Ég hleyp á morgnana áður en ég fer í vinn- una, í hádeginu og á kvöldin. Um helg- ar fer ég fer ég að hlaupa klukkan fimm eða sex á morgnana þeg- ar allir eru sof- andi þannig að þetta bitn- ar ekkert á fjölskyld- unni,“ segir Gunn- laugur að lokum. Gunnlaugur stefnir á að hlaupa sexfalt maraþon í erfið- asta hlaupi heims í Grikklandi eftir mánuð. Hann er hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en veigrar sér ekki við að hlaupa í einn og hálfan sólarhring án þess að stoppa. Gunnlaugur hljóp tvöfalt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis á laugardaginn. „Mér finnst þetta bara mjög spenn- andi enda hef ég heyrt að Búlgaría sé land tækifæranna,“ segir athafnakonan og fyr- irsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Ásdís er sem kunnugt er eiginkona knattspyrnu- mannsins Garðars Gunnlaugssonar en þau hjónakornin hafa undanfarið verið búsett í Svíþjóð þar sem Garðar hefur spilað með knattspyrnuliðinu Norrköping. Nú hefur Garðar hins vegar undirritað samning við búlgarska úrvalsdeildarliðið Lokomotiv- Sofia og fjölskyldan því öll á förum til Búlg- aríu. Ásdís stendur fyrir Hawaiian Tropic- baðfatakeppninni í Svíþjóð, Noregi og á Ís- landi en segist ekki ætla að færa út kvíarn- ar í Búlgaríu í bráð. „Ég er allavega ekki að pæla í neinu svoleiðis alveg strax. Ég held frekar að ég helli mér út í fasteignabraskið en ég er alveg ágætlega inni í öllum þess- um fasteignamálum. Það er mikill pening- ur þarna og auðvelt að græða mikið á fast- eignamarkaðnum í Búlgaríu.“ Auk þess er nóg annað spennandi fram undan hjá Ásdísi en hún er meðal annars að leggja lokahönd á hönnun á gallabuxna- línu fyrir sænska fyrirtækið D-brand auk þess sem hún er andlit auglýsingaherferð- ar fyrir ilmvatnið Ray Saxx í Evrópu. „Svo stendur til að ég komi til Íslands í septemb- er að vera módel fyrir nýtt íslenskt vodka. Í lok janúar fer ég svo til Ástralíu út af Million Dollar Woman þættinum í tvær vikur.“ Garðar flytur til Búlgaríu í dag en Ásdís segist verða áfram í Svíþjóð til að pakka nið- ur búslóðinni þar til í lok september. „Þetta gerist alltaf svona hratt í fótboltanum. Það er gaman að prufa að upplifa eitthvað svona en mig hefur alltaf dreymt um að ferðast og ég fæ tækifæri til þess í leiðinni svo ég tek öllum þessum flutningum mjög létt.“ krista@dv.is í fastEignabrask í búlgaríu Ásdís RÁn flytuR með eiGinmanni Sínum GaRðaRi oG böRnum til búlGaRíu: Garðar Gunnlaugsson Mun spila með úrvalsdeildarliði í Búlgaríu. ásdís og börnin fara að sjálfsögðu með. GunnlauGur Júlíusson: fær fÓlk til að fara í kirkju Gunnlaugur Júlíusson Hleypur í einn og hálfan sólarhring sleitulaust í grikklandi eftir mánuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.