Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 26. ágúst 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Varað við fæðubótarefni Þeir sem panta fæðubótar- efni á netinu eru varaðir við vör- um sem merktar eru líkt og þær innihaldi ekki mjólkurprótein, en gera það í raun. Matvælastofnunin og Mat- vælaeftirlit Umhverfis- og sam- göngusviðs Reykjavíkurborgar vekur athygli á þessu. Um er að ræða fæðubótarefni með acido- philus-gerlum sem framleitt er í Kanada. Fimm framleiðend- ur merktu vörur sínar ranglega: Truly Premium, London Natur- als, Webber Naturals, Rexall og Natural Factors. Matvælastofn- un veit ekki til þess að umrædd- ar vörur séu hér á markaði en hvetur fólk til að hafa augun opin. Sígaunar til Íslands Fjölleikahúsið Cirkus Agora kemur til Íslands með Norrænu í dag en meðal listamanna í sirkusnum eru sígaunar. Sirk- usinn er með 150 metra langa vagnlest sem dregin verður umhverfis landið. Sirkusinn fer af landi brott þann 16. septem- ber. Sirkusinn hefur fengið góða dóma í Noregi þar sem sirkuslið- ar hafa ferðast allt sumarið. Upp- lýsingar má nálgast á miði.is. Mál fóstra í Kópavoginum fer til ríkissaksóknara á næstu dögum: Grunaður um brot gegn systkinum Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á meintum kynferðisbrot- um fóstra gegn tveimur börnum sem vistuð voru á heimili hans á grund- velli samnings við Félagsþjónustuna í Kópavogi. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar- innar, segist ekki getað tjáð sig efnis- lega um hvað rannsóknin hefur leitt í ljós. Málið fór til ákæruvaldsins fyr- ir helgina og er þar unnið að greinar- gerð um málið sem send verður rík- issaksóknara á næstu dögum. Hann tekur í framhaldinu ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út. Ákæru- valdið leggur í greinargerð sinni til hvort ákæra verður gefin út og á hvaða forsendum. Lögregla hóf rannsókn málsins eftir ábendingu frá barnaverndar- yfirvöldum um að grunur léki á að maðurinn beitti börnin kynferðis- ofbeldi. Systirin er nú sextán ára en kærð brot voru framin þegar hún var átta til tólf ára, á árunum 2000 til 2004. Hún bjó ekki lengur hjá mann- inum þegar hún greindi frá því að hann hefði beitt hana kynferðisof- beldi. Yngri bróðir hennar var þó enn vistaður á heimilinu en í kjölfar- ið var samningi Félagsþjónustunnar við hjónin rift. Lögreglan hóf rannsókn málsins um miðjan júní. Hún tafðist nokk- uð vegna sumarfría lögreglumanna en kynferðisbrotamál eru ávallt sett í forgang. Björgvin segir að fregna megi vænta eftir nokkrar vikur þegar rík- issaksóknari hefur tekið ákvörðun um framhaldið. erla@dv.is Áralöng vist stúlkan sem maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn bjó hjá honum í fjögur ár. Yngri bróðir hennar var enn lengur á heimilinu. „Það er búið að yfirheyra mann í tengslum við málið,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn á höfuðborgarsvæðinu, en á fimmtudaginn í síðustu viku eiga tveir menn að hafa ráðist inn á skrif- stofu bókhaldara og haldið honum í gíslingu í tvo tíma. Mennirnir eru grunaðir um að hafa verið vopnað- ir hnífi en þeir settu poka yfir höf- uð bókarans og eiga að hafa neytt hann til þess að gefa upp lykilorð- ið að tölvupósti hans. Að lokum er þeim gefið að sök að hafa tekið tölvu mannsins ófrjálsri hendi. Að- eins einn maður hefur verið hand- tekinn vegna málsins. Bókari með poka yfir höfði Það var á fimmtudaginn í liðinni viku sem tveir menn eiga að hafa ruðst inn til bókhaldara í Hafn- arfirði. Árásarmennirnir tveir eru sakaðir um að hafa verið vopnað- ir hnífi. Þeir eiga að hafa yfirbugað bókhaldarann og bundið hann nið- ur í skrifstofustól. Síðan létu þeir poka yfir höfuðið á manninum og kröfðust þess að hann gæfi upp lyk- ilorðið að tölvupósti hans. Maður- inn lét undan að lokum og gaf þeim upp lykilorðið. Að því loknu tóku mennirnir tölvuna ófrjálsri hendi og yfirgáfu skrifstofuna. Þeir skildu bókhaldar- ann eftir bundinn og með pokann á höfðinu. Bókaranum var að vonum illa brugðið en ekki er ljóst hvern- ig hann losnaði en hann mátti dúsa bundinn í tvo tíma. Ekkert gæsluvarðhald „Manninum var sleppt að yfir- heyrslum loknum,“ sagði Friðrik Smári um meintan árásarmann í viðtali við DV en hinn maðurinn sem á að hafa verið í vitorði hefur ekki verið kallaður til yfirheyrslu. Ekki þótti ástæða til þess að hneppa manninn í gæsluvarðhald. Árásarmaðurinn grunaði er á fertugsaldri og hefur ekki orðið uppvís að sambærilegum glæpum áður. Ekki er ljóst hver ástæðan fyr- ir gíslatökunni og tölvustuldinum var en samkvæmt heimildum hef- ur bókarinn unnið fyrir fjölskyldu annars mannsins. Viðkvæmar upplýsingar Samkvæmt heimildum er bók- haldaranum verulega brugðið eftir atvikið. Tölvan sem meintir árás- armenn eiga að hafa tekið ófrjálsri hendi innihélt gríðarlega mikið af viðkvæmum upplýsingum um fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Enda heldur bókhaldarinn utan um fjármál fjölda erlendra sem og innlendra fyrirtækja og einstakl- inga. Tölvuna eiga mennirnir að hafa tekið vegna upplýsinga sem í henni voru auk póstanna. Ekki er vitað hvaða upplýsingar mennirnir vildu fá frá hafnfirska bókhaldaranum. Samkvæmt almennum hegning- arlögum liggur fjögurra ára fangelsi við frelsissviptingu líkt og þeirri sem bókhaldarinn á að hafa orðið fyrir. Lögreglan gat ekki svarað hvort bókhaldarinn hefði endurheimt tölvuna. Rannsókn er í fullum gangi hjá lögreglu. Valur grEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Finnbogastaðir endurbyggðir Formleg bygging nýs íbúðarhúss á Finnboga- stöðum á Ströndum hófst á föstudaginn en Guðmund- ur bóndi Þorsteinsson missti allt sitt þegar hús hans varð eldi að bráð þann 16. júní. Á föstudaginn tók Hrafn Jökuls- son, nágranni og vinur Guð- mundar, fyrstu skóflustung- una. Síðan tók skurðgrafa við og kappið í Strandamönnum var slíkt að ekki var gert hlé til þess að fylgjast með sigri Íslendinga á Spánverjum. Fjársöfnun sem Félag Ár- neshreppsbúa blés til er enn í gangi undir kennitölunni 4510892509 og reiknings- númeri 1161-26-001050. Bókhaldari á fimmtugsaldri hefur kært tvo menn fyrir frelsissviptingu eftir að þeir ruddust inn á skrifstofu hans í Hafnarfirði vopnaðir hnífi. Mennirnir bundu hann niður og settu poka yfir höfuð hans. Í kjölfarið neyddu þeir hann til þess að gefa upp lykilorð. bókari tekinn Í gÍSlingu Mennirnir eru grunaðir um að hafa verið vopnað-ir hnífi en þeir settu poka yfir höfuð bókarans. Bókhaldari í gíslingu Bókhaldari á fimmtugsaldri hefur kært frelsissviptingu. Myndin er sviðsett. Mynd sigtryggur Vel gengur að manna Vel gengur að ráða fólk til starfa við leikskóla á höfuð- borgarsvæðinu, samanborið við sama tíma á síðasta ári, því aðeins 90 manns vantar til starfa nú um stundir. Á Akureyri er staðan einn- ig góð því nú á eftir að manna um fimm stöður í leikskólum bæjarins. Í Kópavogi er nánast fullmannað í eldri hverfum bæj- arins en nokkuð er af lausum stöðum í nýrri hverfunum. Svip- uð staða er í Hafnarfriði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.