Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 26. ágúst 20088 Fréttir Vinstri-græn í Reykholti Flokksráðsfundur Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs verður haldinn í Reykholti á föstudaginn. Forsvarsmenn flokksins búast við góðri mætingu almennra félaga sem og flokks- ráðsfulltrúa en flokksráðið er skipað ríflega 100 manns. Stein- grímur J. Sigfússon formaður flokksins byrjar fundinn með um- ræðum um efnahagsmál en fund- urinn er opinn öllum félögum flokksins. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi og Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar Mosfells- bæjar fjalla um sveitarstjórnar- mál. Á laugardeginum verður skipt í vinnuhópa sem munu fjalla ýmist um Evrópu- og efna- hagsmál, velferðarmál og sveit- arstjórnarmál. Fundinum verður slitið á hádegi á laugardag. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Kennurum sagt upp Fjórir sóttu um nám á fyrsta ári í tölvunarfræði við Háskól- ann á Akureyri í haust. Í fram- haldinu ákvað Háskólaráð skól- ans að fella námið niður og í gær var öllum sex kennurum í tölv- unarfræði við skólann sagt upp, en nokkrir eiga kost á endur- ráðningu að því er fram kemur á akureyri.net. Í kjölfarið ætlar skólinn að endurskoða skipulag námsins en hugmyndir eru uppi um að bjóða það í formi fjar- náms í framtíðinni. Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri segist harma þessa ákvörðun en hún hafi verið nauðsynleg vegna þess hve fáir nemendur stundi þetta nám. Fíkniefni í vegarkanti Árvökulir íbúar við Njarðar- braut í Reykjanesbæ tilkynntu lögreglunni um grunsamleg- ar mannaferðir í námunda við brautina. Mætti lögreglan á svæð- ið þar sem hún fann 35 grömm af efni sem talið er að sé amfetamín. Lögreglan tel- ur að efnun- um hafi verið kastað út úr bifreið en lög- reglumenn voru með umferðareftirlit á þessum slóðum um helgina. Hafi eigendur efn- anna ætlað að finna þau aftur en lögreglan varð fyrri til eftir ábend- ingu frá íbúum á svæðinu. Meistaranám á Vestfjörðum Í vetur verður í fyrsta sinn boðið upp á staðbundið háskólanám alfarið kennt á Vestfjörðum eins og kem- ur fram á bb.is. Um er að ræða meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun sem er liður í því markmiði Háskóla- seturs Vestfjarða að bjóða upp á fjölbreytt alþjóðlegt nám á meistarastigi. Kennar- ar verða innlendir og erlendir sérfræðingar en námið er sett á fót í samvinnu við Háskól- ann á Akureyri. Um síðustu mánaðamót óskaði Vegagerðin eftir tilboðum í gerð Suð- urstrandarvegar, á milli Krýsuvík- ur og Þorlákshafnar. Þrettán ár eru liðin frá því lagning Suðurstrandar- vegar var fyrst sett inn á vegáætlun. Á þeim tíma hafa aðeins verið lagðir átta kílómetrar af þeim 58 sem veg- urinn verður fullgerður. Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að leggja 1.430 milljónir króna í lagningu vegarins á næstu tólf árum. Á það er þó að líta að í vegáætlun 2000 til 2004 var gert ráð fyrir 400 milljónum króna til verk- efnisins og 500 milljónum í vegáætl- un 2003 til 2006. Ekki skilaði það fé sér þó allt en það hefði dugað lang- leiðina til að leggja veginn. Sextán ára bið Verkið sem boðið er út nú felst í nýbyggingu 33,6 kílómetra langs vegkafla, ásamt 2,3 kílómetra löng- um tengingum við hann. Í útboð- inu er einnig gert ráð fyrir smíði 12 metra steyptrar bitabrúar á Vogsós neðan Hlíðarvatns í Selvogi. Þá eru ræsi, grjótvarnargarðar, reiðstígur og girðingar einnig innifaldar. Und- irbygging Krýsuvíkurvegar skal vera lokið fyrir 1. júní 2009 en brúin skal vera tilbúin 15. september 2010. Öllu verkinu skal lokið ári síðar, eða árið 2011. Þá eru 16 ár liðin frá því Suðurstrandarvegur var fyrst settur inn á vegáætlun. Sundabraut í áratugi Suðurstrandarvegur er ekki eina framkvæmdin af þessari stærðar- gráðu sem stjórnvöld hafa frestað um árabil. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri-grænna, bendir á Sundabraut í því samhengi. „Það er lengi búið að tala um blessaða Sundabrautina. Hún kom fyrst inn á aðalskipulag Reykjavíkurborgar árið 1984,“ segir hann. Árni Þór, sem sit- ur í samgöngunefnd Alþingis, segir að þá hafi hún reyndar verið hugs- uð sem framtíðarverkefni. „Það var til tólf ára og þótti rosalega langur tími. Nú eru önnur tólf ár liðin og það bólar enn ekkert á brautinni,“ bendir hann á en bætir þó við að vissulega krefjist svona stórt verk- efni mikils undirbúnings. Það afsaki þó ekki allan þennan tíma. Hólmsheiðarfangelsi bíður enn Bygging nýs fangelsis á Íslandi hefur verið á döfinni í 48 ár. Árið 1960 fól dómsmálaráðuneytið Valdimar Stefánssyni sakadómara að gera áætlanir um að koma ís- lenskum fangelsismálum í nútíma- legt horf. Hann kom fram með þá tillögu að byggja nýtt fangelsi í Korp- úlfsstaðalandi. Ekkert varð úr því og hefur framkvæmdum við nýtt fang- elsi verið frestað ár eftir ár. Mörg ár eru síðan rætt var að reist yrði nýtt fangelsi á Hólmsheiði, rétt utan Reykjavíkurborgar. Árið 2001 sam- þykkti borgarráð að láta lóð á heið- inni undir byggingu fangelsisins. Síðasta haust sagði Valtýr Sig- urðsson, þáverandi forstjóri Fang- elsismálastofnunar, í samtali við DV að Fangelsismálastofnun ætti í við- ræðum við Reykjavíkurborg vegna breytinga á staðsetningu á fyrirhug- uðu fangelsi á Hólmsheiði. Þegar því ferli lyki yrði reynt að fá fjármagn til að klára frumathugun á svæðinu. Þá ætti eftir að taka endanlega ákvörð- un um hvernig ætti að ráðast í fram- kvæmdina. Engar fréttir hafa bor- ist af fyrirhuguðu fangelsi síðan en Hegningarhúsið við Skólavörðustíg hefur lengi verið á undanþágu frá heilbrigðisreglugerð. Undanþágan er nauðsynleg vegna þess að ekki er hægt að útbúa salernisað- stöðu inni í klefum þeirra fanga sem þar dvelja. Þeir eru nú um tíu talsins. Þær upplýsingar fengust frá Árnýju Sigurðardótt- ur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að Hegn- ingarhúsið hefði starfs- leyfi til 1. janúar 2010. Lengi talað um tvöföldun Árni Þór bendir einnig á að allt frá því Hvalfjarðargöngin voru opnuð hafi verið talað um að tvöfalda vegina frá höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það bíði Suðurlandsveg- urinn að hluta til enn, auk þess sem hvergi sé tvöföldun á Vest- urlandsvegi. „Stjórn- völd horfa upp á hvert slys- ið á fætur öðru á þessum vegum án þess að bregðast við. Á þessum vegum er gríðarleg umferð og löngu kominn tími á framkvæmdir,“ segir Árni Þór og bendir á að umferð hafi aukist gríðarlega undanfarin ár. Sjóflutn- ingar hafi meira og minna lagst af og flutningabílarnir verði sífellt stærri og þyngri. Vissulega hafi auknu fjár- magni verið veitt í vegagerð en hann segir að betur þurfi að gera. Nýr vegur um Norðurland Árni bendir einnig á hættulega kafla vestur frá Akureyri. Þar nefnir hann Öxnadalinn, Öxnadalsheiðina og Vatnsskarðið. „Ég hef lengi séð fyrir mér veg sem tengir byggðirn- ar á Norðurlandi betur saman. Það væri til dæmis hægt að fara úr Eyja- firði um Hörgárdal og yfir í Hjalta- dal. Þaðan í gegnum Sauðárkrók og Þverárfjallið. Þá kæmi maður beint á Blönduós. Þessi vegur myndi stytta leiðina mjög mikið og tengja betur saman byggðarkjarnana,“ segir Árni Þór en bendir á að hálendisvegur myndi hafa þveröfug áhrif; byggðirnar myndu fjarlægjast enn meira. Listinn er lengri Mun fleiri dæmi eru um stór- framkvæmdir sem settar hafa ver- ið á bið. Nægir þar að nefna fram- kvæmdir á Norðausturlandi á borð við nýjan „Dettifossveg“ auk nýs vegar yfir Öxarfjarðarheiði. Um þessa vegagerð hefur verið talað árum saman. Þá hafa Norðlend- ingar einnig beðið lengi eftir Vaðlaheiðargöngum en framkvæmdir við þau hefjast á næsta ári. Þessi listi er fjarri því tæmandi, því ótalin eru til dæm- is brýn verkefni í vegagerð á Vest- fjörðum og Aust- fjörðum. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Nú hefur lagning Suðurstrandarvegar loks verið boðin út en þrettán ár eru frá því vegurinn var fyrst settur inn á vegaáætlun. Mörg dæmi eru um að stjórnvöld hafi frestað stórfram- kvæmdum svo árum eða áratugum skiptir. Sundabraut kom fyrst inn á aðalskipu- lag Reykjavíkurborgar árið 1984, að sögn Árna Þórs Sigurðssonar þing- manns. Þá hefur til dæmis staðið til að reisa nýtt fangelsi í 48 ár. FRamKVæmdum FRestað í áRatugi Ekkert gert „stjórnvöld horfa upp á hvert slysið á fætur öðru á þessum vegum án þess að bregðast við,“ segir árni Þór sigurðsson þingmað- ur um suðurlandsveg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.