Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2008, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 26. ágúst 20086 Fréttir REYKJAVÍK Ið n ó Fr ík Ir k ja n H á s k ó la b íó Ið n ó Fr ík Ir k ja n O r g a n Fr ík Ir k ja n O r g a n H á s k ó la b íó n a s a g la u m b a r n O r r æ n a H ú s Ið V O n a r s a lu r I n g ó lF s n a u s t Iðnó FríkIrkjan Háskólabíó Iðnó FríkIrkjan Organ nasa glaumbar Háskólabíó Iðnó PO RT h ön nu n w w w. m idi .is JAZZHÁTÍÐ 2008 Fimmtudagur 28. ágúst • • KL 21 Háskólabíó - Gítarhátíð Bjössa Thor Philip Catherine, Kazumi Watanabe, Maggi Eiríks, Þórður Árnason RAUÐI JAZZPASSINN GILDIR Kr3000/2000 Gítarhátið Bjössa Thor er fastur liður í Jazzhátíð Reykjavíkur. Gítarleikarinn snjalli ferðast tónlistarmanna mest og kemst þannig í návígi við vopnabræður sína um víða veröld. Með gítarveislunni er ætlunin að koma á föstum grundvelli fyrir vinsælasta hljóðfæri tónlistarsögunnar. Gestir ársins eru Kazumi Watanabe frá Japan og jazzleikari Evrópu árið 2007 PhilipCatherine frá Belgíu. Magnús Eiríksson og Þórður Árnason verða fulltrúar lands og þjóðar auk ryþmaparsins Jóhanns Hjörleifssonar trommuleikara og Jóns Rafnssonar bassaleikara. Einn heppinn tónleikagestur vinnur gæðagítar frá Tónastöðinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt Sigurði Pétri Harðar- syni formlega að kæra, sem Sophia Hansen lagði fram gegn honum fyr- ir skjalafals, verði látin niður falla. Sophia kærði Sigurð Pétur á �eim forsendum að hann hefði falsað und- irskrift hennar vegna �riggja millj- óna króna láns sem Sigurður Pétur segir að faðir sinn hafi veitt Sophiu. Lögreglan hefur undanfarna mánuði unnið að rannsókn málsins og með- al annars sent gögn í málinu til Sta- tens kriminaltekniska laboratorium í Sví�jóð. Niðurstöður rithandarrann- sóknarinnar í Sví�jóð benda eindreg- ið til �ess að umræddar undirskriftir séu ekki gerðar af Sigurði Pétri held- ur af Sophiu Hansen sjálfri. Getur varðað fangelsisvist Karl Vilbergsson, lögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að almennt séð hefji lögreglan rannsókn vegna rangra sakargifta ef vísbendingar eru um að brot hafi ver- ið framið. „Rithandarrannsóknir ein- ar og sér duga �ó ekki til sakfellingar,“ segir hann. Karl segist �ó ekki geta tjáð sig á �essu stigi um hvort lögregl- an muni rannsaka málið. Hins veg- ar sé �að mjög alvarlegt brot að hafa einhvern fyrir rangri sök. Í almennum hegningarlögum segir að hver sem með rangri kæru, röngum framburði eða öflun fals- gagna leitast til að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyr- ir refisverðan verknað skuli sæta allt að 10 ára fangelsi. Hafi brot haft eða verið ætlað að hafa í för með sér vel- ferðarmissi fyrir nokkrun mann, �á skal fangelsisvist ekki vera skemmri en 2 ár og allt að 16 ár. Sár vegna föður síns „Getur fólk farið hér um götur bæjarins, haft annað fólk fyrir rangri sök, sólundað peningum og vinnu- afli lögreglunnar í að rannsaka mál sem eru bull frá upphafi og �urfa ekki að borga fyrir �að? Sophia hafði mig fyrir rangri sök,“ segir Sigurður Pétur í samtali við DV. Hann seg- ist á �essari stundu vera að íhuga í samráði við lögfræðing sinn hvort hann kæri Sophiu, en �að fari eftir �ví hvað ákæru- valdið muni gera. Valtýr Sig- urðsson ríkissaksóknari seg- ist �ó ekki �ekkja málið en ákæruvaldið muni ekki fara af stað í �essu máli eins og �að stendur núna. „Nafn mitt hefur ekki verið hreins- að, fólk úti um all- an bæ hefur verið að velta �ví fyrir sér hvort ég hafi verið að falsa undir- skriftir,“ segir Sigurður Pétur og held- ur áfram: „En �að sem er alverst í �essu máli er að faðir minn, sem er á áttræðisaldri, hljóp undir bagga með Sophiu að hennar beiðni og bjarg- aði fasteign hennar undan nauð- ungarsölu með �ví að lána henni �rjár milljónir króna, fyrir �essu lá fyrir skuldabréf. Þegar kom að fyrstu greiðslu, �ann 1. júlí 2007, sagði hún að �essi undirskrift væri fölsuð og ég hefði falsað �etta allt saman. Mér finnst �að afar slæmt að koma svona fram við föður minn.“ Fríið ónýtt Sem fyrr segir hugleiðir Sigurður Pétur nú næstu skref í málinu. „Þessi niðurstaða sem mér hefur verið kynnt er góð gagnvart minni æru. Ef ríkissaksóknari sér ekki ástæðu til að höfða mál vegna svona al- varlegra ásakana, �á verð ég að skoða framhald málsins.“ Hann segist hafa verið staddur í fríi erlendis �eg- ar hann frétti af �ví að Sophia hefði kært hann fyrir skjalafals. „Fríið var ónýtt. Ég grét �egar ég heyrði að hún hefði lagt fram �essa kæru. Hins veg- ar hefur lögreglan unnið �etta mál af mikilli fagmennsku og ég er ánægð- ur með �að.“ Aðalmeðferð í skulda- máli Sigurðar Péturs gegn Sophiu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur �ann 8. september. Sigurður Pétur krefur Sophiu um 20 milljónir króna vegna skuldar sem hann segir vera komna til vegna peninga sem hann lánaði henni. „SOPHIA HAFÐI MIG FYRIR RANGRI SÖK“ „Fríið var ónýtt. Ég grét þegar ég heyrði að hún hefði lagt fram þessa kæru.“ valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is Sænsk rithandarrannsókn bendir eindregið til þess að Sophia Hansen hafi sjálf skrifað undirskriftir sem hún kærði Sigurð Pétur Harðar- son fyrir að falsa. Málið hefur ver- ið látið niður falla en lögreglan mun hugsanlega rannsaka hvort Sophia hafi haft Sigurð fyrir rangri sök. Þung viðurlög eru við því. Sig- urður Pétur segist ánægður með niðurstöðuna en mannorð hans hafi ekki verið hreinsað. Hann íhugar nú að leggja fram kæru gegn Sophiu. Sigurður Pétur Harðarson tók kæru sophiu afar nærri sér. Sophia Hansen rithandar- rannsókn bendir eindregið til þess að sophia Hansen hafi sjálf skrifað undirskriftir sem hún kærði sigurð Pétur fyrir að hafa falsað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.