Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Page 6
4
Dómsmálaskýrslur 1966—68
Bls.
13A. Mál við almenna og sérstaka undirréttardómstóla 1966—68, eftir tegund o. fl. Allt landið
civil cascs in ordinary and spccial courts of first instance, classified by type etc. Iceland. 36
13B. Mál við almenna og sérstaka undirréttardómstóla 1966—68, eftir tegund o. fl. Reykjavík
civil cases in ordinary and special courts of first instance, classified by type etc. Reykjavík .. 38
14. Bamsfaðemismál 1966—68 paternity cases 1966—68 ............................................... 40
15. Fógeta-, skipta-, uppboðsmál o. fl. 1966—68, eftir tegund o. fl. cases in connection with
sheriff's acts, administrations, auctions, etc.y by type etc.................................. 40
16. Sáttamál 1966—68, eftir umdæmum o. fl. cases before the conciliation boards 1966—68,
by outcome etc................................................................................ 42
17. Lögreglusektir 1966—68, eftir umdæmum, tegund brots o. fl. fines imposed by the police
1966—68, by jurisdictions, type of offence etc................................................ 43
18. Þinglýsing veðbréfa og annarra geminga 1966—68, eftir umdæmum o. fl. registration
of mortgages and other deeds 1966—68, by jurisdictions etc.................................... 44
19. Ýmsar réttargerðir o. fl. 1966—68, eftir umdæmum various judicial acts etc. 1966—68, by
jurisdictions................................................................................. 46
Formáli.
Preface.
í þessu hefti Hagskýrslna eru dómsmálaskýrslur fyrir árin 1966—68. Er hér
um að ræða skýrslugerð í nýju formi, sem byggð er á sérstökum skýrslum héraðs-
dómara að því er varðar einkamál o. fh, en heimildir Hagstofunnar um opinber
mál eru annars vegar kærubók Sakadóms Reykjavíkur og hins vegar seðlar til
sakaskrár frá embættum utan Reykjavíkur. Er gerð nánari grein fyrir þessu í
1. kafla inngangs hér á eftir, og vísast til þess.
Upplý8Íngar rits þessa um einkamál o. fl. eru allýtarlegar og væntanlega full-
nægjandi til sinna nota, enda byggjast þær á skýrslum, sem embættin létu í té
á þar til gerðum eyðublöðum Hagstofunnar. Sama verður ekki sagt um töflur
þær um opinber mál, sem bér birtast. Þær eru að öllu leyti byggðar á efnivið, sem
liggur fyrir og er auðveldlega tiltækur hjá embættunum, enda var af ýmsum ástæð-
um talið rétt að láta þar við sitja eins og sakir standa. Af þessari ástæðu vantar
t. d. alveg í þetta rit upplýsingar um framkvæmd refsidóma, fangelsismál og um
afbrotamenn sem slíka, þar á meðal um endurtekin afbrot. Að svo stöddu var
ekki lagt í að afla gagna um þessi efni.
Dómsmálaskýrslur 1966—68 eru því miður mjög síðbúnar, og stafar það af
ýmsu, þar á meðal af byrjunarörðugleikunx bæði hjá Hagstofu og embættum.
Næstu Dómsmálaskýrslur verða í sama formi og fyrir árin 1969—71. Verður reynt
að koma þeirn út fyrr en raun hefur á orðið um Dómsmálaskýrslur 1966—68.
Upplag þessa heftis er 900 og verð 120 kr. eintakið.
Hagstofa íslands, í desember 1972.
Klemens Tryggvason.