Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Síða 15
Dómsmálaskýrslur 1966—68
13
sáttamál afgreidd í 14 lögsagnarumdæmum, en engin í 11. Vera kann, að starf-
semi sáttanefnda hafi verið meiri en þetta, þótt ekki hafi borizt um það skýrslur.
Yfir 80% þeirra sáttamála, er í töflunni greinir, voru í Reykjavík. í 5 þeirra lög-
sagnarumdæma utan Reykjavíkur, þar sem sáttamál koma fyrir, er aðeins tilgreint
1 mál í hverju. Tæplega 60% málanna er vísað til dóms, en jákvæður árangur
verður — sætt eða úrskurður — í um 40% mála. Sáttanefndarmenn hafa verið
fengnir til að tala milli hjóna í 4 tilvikum, öllum í Reykjavík.
Tafla 17 er um lögreglusektir. Alls voru afgreiddar nær 113 þúsund kærur
með þessum hætti, þar af yfir 100 þúsund í Reykjavík einni. 14 embætti utan Reykja-
víkur sendu skýrslur um lögreglusektir, en hjá 11 embættum virðist ekki hafa verið
um slikar afgreiðslur að ræða, og kemur þetta fram í töflunni. Mikil aukning er á
lögreglusektum frá 1966 til 1968, einkum utan Reykjavíkur. Um 2/3 allra lögreglu-
sekta eru gerðar samkvæmt reglum um stöðumæla. Af samtals 113 þúsund lög-
reglusektarkærum var sektað í 72 þúsund málum, þúsund var fellt niður, en
um 35 þúsund voru send annað (öðrum héraðsdómaraembættum, saksóknara,
barnaverndarnefndum).
Tafla 18 geymir þær upplýsingar um þinglýsingar veðbréfa, afsala og annarra
skjala, svo og aflýsingar, sem embættin létu í té, en mikið vantar á, að full skil
hafi verið gerð urn þessi efni. Upplýsingar um árin 1966 og 1967 eru mjög gloppóttar,
einna bezt voru skilin fyrir árið 1968, en þó engan veginn fullkomin. Vísast til
athugasemda neðanmáls við töflima um það, hvaða upplýsingar komu frá hverju
embætti um sig fyrir hvert ár. Ber að nota tölur þessarar töflu með mikilli varúð.
Samkv. henni hafa 1966—68 verið þinglýst 49 þús. veðbréf að upphæð 6 milljarðar
króna, 9 þúsimd afsöl að upphæð tæpl. 2 milljarðar króna, 34 þúsund önnur skjöl.
Og aflýst 23 þúsund skjöl að upphæð rúml. U/2 milljarður króna. Þessar tölur væru
allmiklu hærri, ef upplýsingar hefðu verið fyllri.
Tafla 19 fjallar um ýmsar réttargerðir, sem ekki koma fram í öðrum töflum.
Taflan sýnir fjölda réttargerða eftir tegund og eftir umdæmum. Á 3 árum hafa verið
haldin hátt á 8. hundrað uppboð í landinu, yfirgnæfandi hluti þeirra utan Reykja-
víkur, og var um mikla fjölgun þeirra að ræða á tímabilinu. Helztu flokkar upp-
boða voru frjáls uppboð á fasteignum og nauðungaruppboð á skipum og lausafé.
Fógetagerðir voru nær 60 þÚ6und talsins, þar af 4/5 í Reykjavík. Lögtök voru þar
langstærsti flokkurinn, einkum á opinberum gjöldum, um 46 þús., og skiptust þau
nokkurn veginn til helminga hvað snertir árangur og árangursleysi. Fjárnám
samkvæmt dómi var nokkuð gildur flokkur fógetagerða. Fram fóru rúml. 3 þúsund
opinber skipti, aðallega á dánarbúum, en um 500 gjaldþrot. Notarialgerðir voru
rúml. 130 þúsund, en 99% þeirra voru víxilafsagnir. Yfir 3/4 víxilafsagnanna áttu
sér stað I Reykjavík. Ýmissa annarra réttargerða er getið í töflunni, og er ástæða
til að ræða sérstaklega um tölu hjónavígslna og tölu leyfa til skilnaðar að borði og
sæng. Samkvæmt þeirri skýrslugerð Hagstofu, scm tengd er starfrækslu þjóðskrár
og fjallar um breytingar mannfjöldans, voru árin 1966—68 alls gefin saman 4 938
brúðhjón, en borgaralegar hjónavígslur fram taldar í töflu 18 voru 263, og svarar
það til 5,3% af heildinni. Samkvæmt fyrr greindri skýrslugerð Hagstofu um breyt-
ingar mannfjöldans voru hin sömu ár veitt alls 694 leyfi til skilnaðar að borði og
sæng. Talan í töflu 18 um leyfi til skilnaðar að borði og sæng er 633, eða 91,2%
af heildartölunni samkvæmt áður sögðu. Ætti þá dómsmálaráðuneyti að hafa veitt
leyfi í 8,8% tilvika, og getur það vel staðizt. Vakin skal athygli á, að nokkur mis-
brestur var á því, að embættin tilgreindu tölu tilkynninga til sakaskrár. Því voru
þessar tölur fundnar hér á Hagstofu við úrvinnslu úr seðlum til sakaskrár fyrir