Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Síða 9

Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Síða 9
Dómsmálaskýrslur 1966—68 7 Formleg sátt var gerð í 10 914 málum, 635 vegna brots gegn hegningarlögum (sjá töflu 1: 609 + 26) og 10 279 vegna brots gegn sérrefsilögum (sjá töflu 6). Tölur um þessar sáttir er einnig að fínna í B- og C-hlutum yfirlits í lok þessa kafla. 9 258 einstaklingar tóku sátt með sektargreiðslu (609 + 8 649), en 1 656 með áminningu (26 + 1 630). Eins og glöggt sést í B-hluta yfirlits í lok þessa kafla, ganga hinar 635 sáttir, sem gerðar voru vegna brots gegn hegningarlögum, inn í þau 2 004 mál, sem eru í töflum 2B, 3B og 4B. önnur afgreiðsla en dómur — og það sem við dóm jafnast — eða formleg sátt var á 4 016 málum. Sú tala fæst á eftirfarandi hátt úr B- og C-hlutum yfirlitsins í lok þessa kafla: Úr B öll mál önnur en þau, sem lýkur með sátt (2 004 + (609 + 26) = 1 369), og við tölu þeirra bætast þau mál, sem hljóta „aðra afgreiðslu“ í C: 2 647. Fæst þá: 1 369 + 2 647 = 4 016. Að öðru leyti en því, sem greinir í B-hluta þessa yfirlits, vísast til taflna 2B, 3B og 4B um 1 369 mál, sem eru þar ásamt með 635 hegningarlagamálum, sem afgreidd voru með sátt. Um nánari sundurgrein- ingu á 2 647 málum vísast til töflu 7. Yfirgnæfandi meiri hluti af þessum 4 016 kærum var felldur niður, eða samtals 3 319 (803 úr B-hluta yfirlits hér í lok kaflans og samtals 2 516 úr töflu 7), en einnig var álitlegur hluti sendur barnaverndar- nefnd, eða 449 (434 úr B-hluta og samtals 15 úr töflu 7). Aðrar afgreiðslur voru milcln fátíðari. í sambandi við þessi mál, sem hljóta aðra afgreiðslu en dóm eða sátt, er þess að gæta, að stundum er um að ræða ákæru gegn fleiri en einum einstakl- ingi eða rannsókn á atvikum, sem ótilgreindur fjöldi manna á hlut að, og er þá brotið gegn reglunni: 1 mál = 1 einstaklingur. í töflu 1 er ýtarleg sundurhðun á þeirn afbrotum, sem dómur eða sátt gengur í (sátt þó aðeins fyrir hegningarlagabrot), og jafnframt sundurhðun á dómum. Af þeim 1 329, sem brjóta gegn hegningarlögum, gera 399 sig seka um tékkamisnotkun o. fl., 213 um þjófnað eða gripdeild, 156 um fjársvik og 154 um peningafals, skjala- fals o. þ. h., en samtals 407 fremja önnur brot. Af þeim 1 103, sem dæmdir voru fyrir brot gegn sérrefsilögum, brjóta 768 gegn ákv. um ölvun við akstur, 181 gegn öðrum ákvæðum umferðarlaga, 39 gera sig seka um áfengissmygl, 37 brjóta gegn lögum um tohheimtu og toheftirht (þ. e. oftast smygl á öðru en áfengi), 36 gegn lagaákvæðum um fiskveiðar í landhelgi, en 42 fremja önnur afbrot. í töflu 1 er getið úrshta í 2 432 málum. Gerð var sætt í 635 þeirra, en 1 797 voru tekin til dóms. Dæmd var sekt í 459 málum, en refsivist í 1 213 málum, 50 sýknudómar voru kveðnir upp, í 4 tilvikum var dæmt til hæhsvistar eða öryggisgæzlu. 5 málum var vísað frá dómi, refsing var fehd niður í 54 málum, ákvörðun um refsingu frestað í 8 málum, en í 4 tilvikum varð ekki ráðið af innfær6lu I kærubók, hvað afgreiðslu mál endan- lega hlaut. Auk annars dóms voru 812 hinna kærðu sviptir ökuleyfi eða rétti til að öðlast ökuleyfi. Af einstökum flokkum refsidóma er sá tíðasti varðhald óskilorðs- bundið allt að 1 mánuði, 585, og er þeirri tegund viðurlaga einkum beitt við brotum gegn ákvæðum umferðarlaga. Annað mál er það, að shkum varðhaldsdómum mun yfirleitt vera breytt í sektardóma, en refsiframkvæmdin er utan sviðs þessara skýrslna. í töflum 2A, 3A og 4A er nánar greint frá þeim 694 málum, sem komu til dóms vegna brota á hegningarlögum. í þessum töflum er afbrotum skipt í nokkra safn- flokka afbrota, og fer þar mest fyrir fjárréttindabrotum. í töflu 2A og B er ákærð- um skipt eftir aldri og kyni. Rúmlega 60% ákærðra var 30 ára eða yngri, og aðeins 3,4% voru konur. í töflu 3A og B er gerð tilraun til að flokka ákærða eftir atvinnu, en upplýsingar um hana lágu aðeins fyrir um rúmlega helming ákærðra. Af þeim var meira en fjórðungur sjómenn, en hinir skiptust á ýmsar starfsstéttir. í töflu

x

Hagskýrslur um dómsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um dómsmál
https://timarit.is/publication/1129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.