Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Page 13
Dómsmálaskýrslur 1966—68
11
18 500. Tæp þúsund mál eru sjó- og verzlunardómsmál eða landamerkjamál.
Þá eru tæplega 100 barnsfaðernismál og loks um 270 fógetamál og um 70 sérstök
mál, sem rísa aðallega meðan á uppboðs- eða skiptameðferð stendur.
í töflu 13 eru ýmsar sundurgreiningar á málum fyrir reglulegu dómþingi og
aukadómþingi (í Reykjavík bæjarþingi), svo og sjó- og verzlunardómi og merkja-
dómi. Samkvæmt B-hluta töflu 13 verður mikil aukning á tölu afgreiddra mála í
Reykjavík á árimum 1966—68, úr 3 523 1966 í 6 323 1968 eða um 78%. Hér kann
þó að skakka einhverju frá réttu, þar sem ekki náðist samræmi milli tölu skýrslna
uppgefinna frá borgardómaraembættinu og þeirrar tölu, sem fékkst við úrvinnslu
Hagstofu á skýrslunum. Kvcðst embættið hafa skilað réttum 1 000 skýrslum fleiri
fyrir árið 1966 en Hagstofa taldi sig taka á móti. Hefur ckki tekizt að fá upplýstar
ástæður fyrir þessum mismun. Verður því að taka niðurstöður töflunnar með sér-
stökum fyrirvara að þessu leyti.
Af töflu 13 má ráða, að af málum fyrir reglulegu dómþingi og aukadómþingi
(I Reykjavík bæjarþingi) voru víxilmál langflest eða yfir 11 þúsund, en þar næst
skuldamál, 5 þúsund. Aðrar tegundir mála voru langt undir þúsundi hver. Svipuð
voru hlutfölhn í Reykjavík einni. Af sjó- og vcrzlunardómsmálum og landamerkja-
málum á öllu landinu var mest um verzlunarmál, rúml. 5 hundruð, og kaup- og
kjaramál, um 3 hundruð. Aðrar tegundir mála voru langtum færri. Það mun stvmd-
um matsatriði, hverrar tegundar dómsmál er, þegar þeim skal skipa í flokka, eins
og dálkafyrirsagnir í töflu 13 segja til um. Nokkrum sinnuin liafa skýrslugefendur
merkt við tvær tegundir mála, sem hafa þá þótt jafn gildar. Yfirleitt var hér um
að ræða skulda- og skaðabótamál eða víxil- og tékkamál. í úrvinnslu var málum
þessum raðað á þá tegund, sem fyrr er tilgreind á eyðublaði því, sem notað er,
og gildir sú röð einnig í töflu 13. Frá embættum utan Reykjavíkur bárust skýrslur
um 24 mál, sem aðeins fela í sér dómkvaðningu skoðunar- eða matsmanna. Eru
þau innifalin í dálki 10: Önnur mál fyrir reglulegu dómþingi og aukadómþingi, í
A-hluta töflu 13. Einnig bárust frá embættum utan Reykjavíkur skýrslur um 36
sjópróf, þar af 27 frá árinu 1967. Eru þau innifalin í dálki 19: Önnur mál fyrir sjó-
og verzlunardómi, í A-hluta töflu. Meira en 2/3 mála fyrir reglulegu dómþingi og
aukadómþingi (í Reykjavík bæjarþingi) á öllu landinu voru dæmd að kröfu stefn-
anda að öllu eða nokkru leyti, 6átt var gerð í 1/6 mála, en 1/12 mála hafinn. Aðrar
afgreiðslur, svo sem frávísun og sýkna, voru mun fátíðari. Svipuð hlutföll voru í
málum fyrir sjó- og verzlunardómi og í landamerkjamálum. Af málum fyrir reglu-
legu dómþingi og aukadómþingi (í Reykjavík bæjarþingi) voru 85% afgreidd á
skemmri tíma en mánuði (þ. e. frá þingfestingu til málalykta), 8% á 1—3 mánuðum,
en afgangurinn dróst allt upp yfir 5 ár. Nær 500 mál tók lengri tíma en 1 ár. Mál
fyrir sjó- og verzlunardómi og landamerkjamál voru til jafnaðar nokkru lengur á
leiðinni. — Málskostnaður er lagður á stefnda í yrfir 90% allra tilvika, þegar um mál
fyrir reglulegu dómþingi og aukadómþingi (í Reykjavík bæjarþingi) er að ræða, en
í um 85% af sjó- og verzlunardómsmálum o. fl. í öðrum tilvikum er málskostnaður
oftast felldur niður, en stundum þó lagður á stefnanda sjálfan. Samkvæmt skýrsl-
unum hefur dómsmálaráðuneyti veitt gjaf6Ókn í nær 9% af málum fyrir reglulegu
dómþingi og aukadómþingi (í Reykjavík bæjarþingi), en í 14—15% af málum fyrir
sjó- og verzlunardómi o. fl. Gagnaöflun á síðara stigi máls kemur aðeins fyrir í
sárafáum tilfellum. Flutningur mála fyrir reglulegu dómþingi og aukadómþingi
(í Reykjavík bæjarþingi) var munnlegur í 18% tilvika, en skriflegur í 82%, og þá
oftast vegna þess að stefndi sótti ekki þing. Fyrir sjó- og verzlunardómi og í landa-
merkjamálum voru 34% mála flutt munnlega, en 66% skriflega, þar af 48% vegna