Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Qupperneq 10
8
Dómsmúlaskýrslur 1966—68
4A og B er inálum skipt eftir tímaleugd. Um 65% eru afgreidd á fyrstu þrem mán-
uðum eftir málsliöfðun, og aðeins 7% taka lengri tíma en ár.
í töflu 5 er gerð grein fyrir því, hvernig brot gegn sérrefsilögum skiptast á ár
og eftir afbrotaflokkum. Hér er um að ræða mál, sem fengu dómsmeðferð, og eru
þau í línum 60—99 í töflu 1.
Töflur 2B, 3B og 4B eru að uppbyggingu eins og töflur 2A, 3A og 4A, en þær
taka yfir allar kærur vegna brota gegn hegningarlögum í sáttahluta kærubókar.
Um þriðjungi þeirra kæra lyktaði með sátt, nokkru fleiri voru felldar niður, veru-
legur hluti sendur barnaverndarnefnd, o. s. frv. í töflu 2B kemur fram, að 2%
ákærðra voru konur. Yfir fjórði hluti þeirra, sem tilgreindur var aldur á, var undir
16 ára aldri, en samtals um 2/3 30 ára og yngri. í töflu 3B er skipting eftir atvinnu,
en hún var tilgreind hjá um helmingi ákærðra. Stærsti hópur ákærðra voru nem-
endur, 20% þeirra, sem atvinna var tilgreind hjá (og eru þó ekki öll kurl komin
til grafar, þar sem ætla má, að a. m. k. allir þeir, sem voru undir 15 ára aldri, hefðu
átt að teljast nemendur), en næst þeim ganga iðnlærðir menn og iðnnemar, 16%.
í töflu 6 eru mál, sem varða brot gegn sérrefsilögum og koma fyrir í sáttahluta
kærubókar, afgreidd með sátt, þ. e. sekt eða áminningu. Þeim er skipt á helztu
afbrotaflokka og þau greind eftir árum. Hér er um að ræða 10 279 mál eða yfir
60% allra mála. Aðallega eru þetta minni háttar afbrot gegn umferðar- og áfengis-
lögum. Athyglisvert er, að sáttum fer sífækkandi þessi ár eða um 1 600—1 700 frá
1966 til 1968. Stóran hlut í því munu eiga auknar heimildir til lögreglustjóraembætt-
isins um að ljúka málum vegna smærri yfirsjóna með sætt á þess vegum.
Tafla 7 s^hiir fjölda þeirra mála í sáttahluta kærubókar, sem rísa vegna brota
gegn sérrefsilögum og afgreidd eru öðru vísi en með formlegri sátt. Hér eru meint
umferðarbrot stærsti flokkurinn. 95% mála, sem þessi tafla tekur til, voru felld
niður.
Talin voru sérstaklega saman eftir seðlum til sakaskrár þau mál, sem afgreidd
voru í Reykjavík 1966—68 í tilefni af kærum vegna óviðurkvæmilegra ummæla í
blöðum. Um þau fer eftir ákvæðum XXV. kafla almennra hegningarlaga, að brotið
sætir opinberri ákæru, ef sá krefst þess, sem misgert var við. Alls voru afgreidd 5
slík mál, 3 1966, 2 1967 en ekkert 1968, og hlutu í öllum tflfellum ábyrgðarmenn
blaða sektardóma. Þessi mál eru að sjálfsögðu innifalin í töflum 1 og 2A—3A og 4A
um sakadómsmál í Reykjavík.
Tfl frekari upplýsingar þykir rétt að birta eftirfarandi yfirlit um afgreiðslu
mála samkvæmt dómahluta og kæruhluta kærubókar Sakadóms Reykjavíkur. Er
hér um að ræða öll opinber mál, sem færð hafa verið í kærubók og hlotið hafa af-
greiðslu á þessum árum:
A. Dómahluti kærubókar; kærur vegna brota gegn hegningarlögum
og sérrefsilögum (sjá töflu 1) the judgement part of the charge-book: offences against the penal code and other penal acts (see table 1): 1966 1967 1968 Alls
Sekt fine 232 135 92 459
Refsivist skilorðsbundin conditional imprisonment 49 90 90 229
Refsivist óskilorðsbundin unconditional imprisonment 304 298 382 984
Sýkna acquittal 13 12 25 50
önnur og ótilgreind afgreiðsla other and not rcported 13 15 47 75
Alls total 611 550 636 1 797