Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Síða 14
12
Dómsmálaskýrslur 1966—68
þess að stefndi sótti ekki þing. 5% mála fyrir reglulegu dómþingi og aukadómþingi
(í Reykjavík bæjarþingi) voru þannig vaxin, að ekki var gerð krafa um, að stefndi
væri dæmdur til að greiða einhverja tiltekna fjárhæð. Tæpur fjórðungur mála var
með dómkröfu undir 5 þúsund krónum, 45% með dómkröfu yfir 5 þúsund en undir
25 þúsund krónum, en rúml. fjórðungur þar fyrir ofan, þar af 0,6% með hálfa
milljón eða meira. Af inálum fyrir sjó- og verzlunardómi o. fl. voru tæp 9% án
dómkröfu, en að öðru leyti voru þau mál með hlutfallslega hærri dómkröfur en
þau fyrr töldu. T. d. voru 15% sjó- og verzlunardómsmála með kröfu upp á 100
þúsund krónur eða meira, en aðeins 6% hinna fyrr töldu mála. Fjárhæð dómkrafna
var við úrvinnslu skýrslna á Hagstofu ekki lögð saman, en með því að ganga út
frá ákveðnum miðtölum í hverjum dómkröfuflokki í töflu 13 má reikna út heildar-
upphæðina, án þess að verulegu eigi að skeika frá réttu. Niðurstöður eru þær, að
á öllu landinu hafi verið gerðar dómkröfur í málum fyrir reglulegu dómþingi og
aukadómþingi (í Reykjavík bæjarþingi) að upphæð samtals 840 milljónir króna
eða að meðaltali 48 þús. kr. á hvert mál, sem gerð var dómkrafa í. í Reykjavík
cinni nemur heildarupphæðin 705 millj. kr. eða tæpl. 49 þús. kr. á mál. Fyrir sjó-
og verzlunardómi nemur þetta á öllu landinu um 117 milljónum króna eða nálega
131 þús. kr. á mál. í Reykjavík einni alls 87 millj. kr. eða 152 þús. kr. á mál. Mál
þannig vaxin, að krafa er tilgreiud í erlendum gjaldeyri, eru innifalin í töflu 13,
og cr kröfuupphæð umreiknuð í íslenzkar krónur í samræmi við gengi þess árs, er
málið er afgreitt. Tala og samanlögð kröfuupphæð þessara mála: Á öllu landinu:
1966 45 mál, 6 788 þús. kr., 1967 183 mál, 7 266 þús. kr., 1968 259 mál, 12 313
þús. kr. í Reykjavík aðeins: 1966 36 mál, 5 653 þús. kr., 1967 151 mál, 5 836 þús.
kr., 1968 244 mál, 11 062 þús. kr. Alls er hér um að ræða 487 mál á landinu yfir
tímabilið. 301 þeirra var víxilmál, 179 skuldamál, 1 tékkamál, 1 mál varðandi
opinber gjöld og 5 mál ótilgreindrar tegundar. í 330 málanna var krafa í banda-
rískum dollurum, í 68 þeirra í vestur-þýzkum mörkum, í 38 þeirra í dönskum krón-
um, í 23 þeirra í enskum pmidum, en í 28 málanna var krafa í öðrum gjaldeyri.
í töflu 14 greinir barnsfaðernismál. Þau eru einkaréttarlegs eðhs og því höfð
með einkamálum í Dómsmálaskýrslum. Engu að síður eru þau rekin að hætti
opinberra mála og koma í Reykjavík fyrir Sakadóm en ekki borgardómara. Barns-
faðernismálum fer fækkandi á tímabilinu, einkum utan Reykjavíkur. Af alls 96
máluin takast sættir í 36 málum, en 20 eru hafin, þar af 1 með dómi, 1 sýknudómur
er kveðinn upp, en faðerni dæmt í 14 tilvikum. í 24 málum eru úrslit látin velta
á fyllingareiði. Tveir þriðju málanna eru afgreiddir á skemmri tíma en 6 mánuðum.
Þá er og upplýst um málskostnað og rannsókn á blóðflokkum. 4 mál til vefeng-
ingar á faðerni voru afgreidd á tímabilinu, þar af 3 í Reykjavík. í þrem málanna
var faðerni hrundið, en dæmt faðerni í einu. Þessi mál eru meðtalin í töflunni. —
Rétt er að taka það fram, að litið var svo á, að 1 væri dærndur meðlagsskyldur,
þegar ekki var tilgreint á skýrslu, að 2 eða fleiri væru dæmdir meðlagsskyldir,
en það var aðeins í einu máli. Svokölluð „vl.-mál“ vegna faðernis barna, sem kennd
eru varnarliðsmönnuin, eru meðtalin í barnsfaðernismálum, enda þótt þau séu
nokkuð sérstæð að cfni og meðferð.
í töflu 15 greinir fógetamál og ýmis sérstök mál, sem rísa kunna við uppboðs-
eða skiptameðferð o. fl. Um 2/3 allra mála í töflu 15 voru í Reykjavík. Meiri hluti
málanna var úrskurðaður að kröfu sókuaraðila, en allmörg voru hafin, auk annarra
afgreiðslna.
í töflu 16 er yfirlit yfir starfsemi sáttanefnda eftir árum, lögsagnarumdæmum
og meðferð máls. Samkvæmt skýrslum frá héraðsdómaraembættum voru einhver