Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Síða 12
10
Dómsmálaskýrslur 1966—68
þar af 818 með dómi og 9 734 með sátt. Eitt lögsagnarumdæmi var með yfir 2 þús-
und mál (Hafnarfjörður og Gullbringu- og Kjósarsýsla 2 420), 3 með milli 1 og 2
þúsund (Kópavogur 1 665, Vestmannaeyjar 1 443, Akureyri og Eyjafjarðarsýsla
1 162), 2 með milli 5 liundruð og 1 þúsund (Keflavík 689, Keflavíkurflugvöllur
664), en önnur embætti voru með mun færri afgreiðslur.
í töflu 9 eru sýnd afdrif opinberra mála eftir tegundum afbrota, og er þá
átt við öll mál, sem lyktar með dómi, og þau mál fyrir brot gegn sérrefsilögum,
sem lyktar með sátt. Stærsti afbrotaflokkurinn er gegn ákvæðum um ölvun við
akstur, 489 brot, annar gegn lagaákvæðum um fiskveiðar í landhelgi, 144 mál, en
því næst koma brot gegn ýmsum ákvæðum liegningarlaga. Af sáttum voru 526
sektir en 45 áminningar. Stærsti flokkur dómsniðurstaðna var varðhald óskilorðs-
bundið styttra en 1 mánuður, 380, en þar næst sektir, 302. 512 einstaklingar voru
sviptir ökuleyfi eða rétti til að öðlast ökuleyfi. Það athugist, að innifaldir í töl-
unni 302 eru 46 dómar með tvöföldum viðurlögum, og voru þeir kveðnir upp í
Vestmannaeyjum vegna landhelgisbrota. Auk sektar hljóðuðu þeir upp á varðhald
óskilorðsbundið, þar af í 45 tilvikum til lengri tíina en eins mánaðar. Dómar með
tvöfaldri refsingu koma hvergi fyrir ella í töflunum, enda telst svipting ökuskírteinis
ekki til refsingar.
í töflu 10 er þeim, sem ákærðir voru fyrir hegningarlagabrot (þ. e. mál, sem
sátt eða dómur gekk í, auk 9 niðurfellinga, sem teknar voru á seðil til sakaskrár),
skipt eftir kyni, aldri og atvinnu, og auk þess með skiptingu eftir tegund eins og
í töflu 1. Af 714 ákærðum voru 18 konur, eða 2,5%. Helmingur ákærðra var 25
ára eða yngri. Af þeim, sem höfðu tilgreinda atvinnu, voru sjómenn flestir eða 153,
en verkamenn þar næst, 124.
Tafla 11 er uin mál, sem lauk með sátt, vegna brots gegn sérrefsilögum. Þeim
fer stórlega fækkandi þessi ár, eru meira en lielmingi færri 1968 en 1966, og mun
það stafa af breyttri meðferð á minni háttar brotum. Umferðarlagabrot og ölvun
á almannafæri eru stærstu afbrotaflokkarnir.
4. Einkamál og önnur dómsmálastörf héraðsdómara, svo og
sáttamál og lögreglusektir.
Civil cases elc.
Frá og með árinu 1966 senda héraðsdómarar (í Reykjavík embætti borgar-
dómara, borgarfógeta, sakadómara og lögreglustjóra) skýrslur um dómsmál o. fl.
til Hagstofu á sérstökum eyðublöðum, sem hún hefur útbúið til þeirra nota. Hér er
um 15 mismunandi eyðublöð að ræða. Fyrir hvert mál, er kemur til formlegrar
afgreiðslu fyrir dómi, skal gera skýrslu á sérstökum seðli, en fyrir aðrar afgreiðslur
skal fylla út skýrsluform, þar sem greind er tegund afgreiðslu og tala yfir allt árið.
Tafla 12 er yfirlitstafla yfir einkamál, sem rekin hafa verið og afgreidd við
almenna og sérstaka undirréttardómstóla 1966—68. Töflur 13—15 fjalla nánar um
þessi mál, en í þeim kemur ekki fram önnur staðarleg aðgreining en sú, að Reykja-
vík er tekin út úr og sýnd sérstaklega. í töflu 12 er sýndur málafjöldi í hverju
umdæmi hvert ár um sig. Málin eru alls tæplega 20 þúsund, þar af nálega 80% í
Reykjavík. Þar næst koma að málafjölda héraðsdómaraembættin í Hafnarfirði
(984 mál), Keflavík og Vestmannaeyjum (559 og 548 mál) og í Kópavogi (496 mál).
Önnur embætti hafa verulega færri mál. Að tölunni til er yfiignæfandi meiri hluti
mál fyrir reglulegu dómþingi og aukadómþingi (í Reykjavík bæjarþingi) eða um