Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1900, Síða 217
215
Taflan synir aS niðurjöfnuS útgjöld til hreppavega hafa vaxiS um helming frá 1876
—95, síðan hafa þau aptur lrekkað nokkuð, líklega vegna þeirra erfiðleika, sem landbúnaður-
inn hefur átt að berjast við síðari árin.
Dagsverkin eru nú alveg horfin nema í einni eða tveimur s.ýslum, og þar hafa þau
verið reiknuð til peninga í sk/rslunum hjer að framan. Vera má að þeim sje samt jafnað
niður á hreppsbúa enn þá, þó það sjáist ekki.
Utgjöldin til hreppavega eru 50—60 kr. á hvern hrepp, og fyrir það má leggja
hjer um hil 20 faðma langan veg á ári í hverri sveit.
8. Refatollur og kostnaður til refaveiða hefur verið þessi ár :
1876—80 að meðaltali
1881—85 — --------
1886 -90 —--------...
1891 ...........
1892 ...............
1893 ..............
1894 ..............
1895 ..............
1891—95 að meðaltali
1896 ..............
1597 ..............
Refatollur
2334 kr.
3906 —
3573 —
3300 —
3639 —
Kostnaður til refuveiða
3430 kr.
6040 —
5578 —
5840 —
7453 —
9994 —
9681 —
9883 —
8570 —
10619 —
11381 —
Eptir 1892 er refatolli jafnaö niður með sveitarútsvörunum, og því er hcett að til-
fœra hann sem sjerstaka tekjugrein í reikningum sveitasjóðanna, öll þau ár fór töluvert meira
til refaveiða, en refatollinum numdi, sum árin, eins og 1892 voru útgjöldin helmingi liœrri en
tollurinn.
Útgjöldin til refaveiða eru einskonar herkostnaður sem landið ber, og það er merki-
legt, að 10,000 kr. á ári skuli ekki nægja til að gjöreyða þessari dyrategund, sem jafnframt
verður að berjast við grimmustu vetrarharðindi á fjöllunum allan veturinn.
9. H u n d a s k a 11 u r i n n gamli var aldrei neitt tekjugrein nema á pappírnum,
lögunum 25. júní 1869 var aldrei hlytt eða framfylgt neinstaðar a landinu nema í Reykjavík
og á Isafirði. Gamli hundaskatturinn var :
1876—80 ................ .......................... 55 kr. að meðaltali árlega.
Nyju lögin hafa fengið mikið betri byr, og þuð lítur út fyrir, að þeim sje fylgt allrækilega,
því nú nemur hundaskatturinn :
1893
1894
1895
1896
1897
16.468 kr.
14.618 —
13.076 —
14.839 —
15.252 —
10. Óvissar tekjur eða ymislegar tekjur eru vanalega mjög há tekju-
greiu og í þeim felast allar þær tekjur sveitasjóðanua, sem ekki eru nefndar hjer að framan.
Þær eru eptirlátnir munir þurfamanna og endurgoldin sveitnrlán, tillög frá ættingjum þeirra,
gjafir til fátækra afhentar sveitasjóðum, sektir (þar með sektir af fiskiveiðum og hvalflutningi
á helgum), andvirði óskilafjár, bráðabyrgðarlán sem sveitasjóðirnir taka og sjerstakar tekjur
af barnaskólum, sem sveitin styrkir. Þessar tekjur hafa verið: