Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1904, Síða 110
108
M a n n t a I.
17 0 3.
i.
Manntal 1703 eptir vern nianna á páskanóttina, sem prentuð er hér að framan bls
70—80, er naunmst eins áreiðanlegt og síðari nmnntöl, allra síst þau, sem lmldin hafa verið
síðari hluta fyrri aldar. Það er sömuleiðis fátæklegar gjört, en síðari manntöl, töflurnar hér
að framan vantar þannig tölu karla og kvenna, og skiptingu eptir aldursflokkum, þangað til
komið er yfir 70. Um niðursetninga og flækinga, bæði utanhrepps og innan eru hinar beztu
npplýsingar. Það synist svo sem Skúli landfógeti lmfi haft ákaflega glöggt auga fyrir sveit-
arþyngslum, og hvernig fátækrabyrðin lág á herðum þjóðarinnar, úr þvf verulegustu upplys-
ingarnar lúta allar að þv/. Það er líka óhætt að fullyrða, að meðferðin á fátækum 1703 hefir
verið ill — eins og hún alltaf var hjer á miðöldunum — fyrir fátæklingana sjálfa. Þeireiga
flestir hvergi höfði sínu að að halla, eru flæktir sveit úr sveit, eins og fjenaður sem hvergi
á sjer haga; og meðferðin er hin Mýrasta fyrir landsbúa, því að enginn af þessurn umrenning-
um og flækingum gjörir nokkursstaðar neitt gagn. Vinnukraptarnir, sern þeir hafa renna
niður i sandinn, og þeir gera ekkert verk, nema að færa sig stað úr stað, því þeir eiga hvergi
að vera, og enginn er fús til að hafa þá nóttinni lengur. — Eitt hefir þetta nmnntal tii síns
ágætis, það er haldið 66 árum áður en fyrsta almennt fólkstal var tekið í-Danmörku.
II.
í nmnntalinu eru skýrslur um h e i m i 1 a f j ö 1 d a n n , þau voru 7537. þeirra borin saman við síðari manntöl á Islandi kemur út þessi tafla: Sje tala
Á r i ð : Tala heimila Fólksfjöldi Meðaltal nianna á hverju heimili.
1703 : 7.537 50.444 6.7
1850 8.750 59.157 6.7
1860 9.607 66.087 7.0
1870 9.306 69.763 7.5
1880 9.796 72.445 7.4
1890 10.144 70.927 7.0
1901 12.679 78.470 6.2
Meðalstærð heimilanna, hefir lækkað í 200 ár um 0.5 eða l/2 nmnn á heimili. Af
yfirlitinu í síðasta dálkinum má ef til vill draga þá ályktun, að eptir því sem landbúnaður-
inn hefir hlutfallslega meiri þýðingu, og bændur búa betur, eptir því eru fleiri menn í heim-
ili á íslandi. 1901 lmfa kaupstaðirnir fenðið svo mikinn vöxt og þroska, að þeir lækka með-
altalið á hvert heimili, og að sama takmarki leiðir einnig hjúafæðin í sveitunum, sem nú er
almennt kvartað yfir víðast á landinu. 1703 var enginn kaupstaður til á landinu í þeitn
skilningi, sem nú liggur í orðinu. í Reykjavík, Effersey og Hólminum (kaupstaðnum / Akur-
ey við Reykjavík) áttu alls 74 menn heinm. Kaupmenn voru hjer ekki á vetrnm. Heimilin
1703 eru öll sveitaheimili,£eða verbúðir, önnur heimili eruekkitil. Allir embættismenn lands-
ins bjnggu þá búum sínuin víðsvegar um landið.
III.
Aldur. Skúli landfógeti hefir talið sjerstaklega alla þá saman úr manntalinu, sem