Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1904, Síða 217
215
• í s 1 a n d : D a n m ö r k :
Kk. Kvk. Samt. Kk. Kvk. Samt.
Olíkamleg atvinna 22,2 11,0 33,2 30,3 11,8 42,1
Landbúnaður og fiskiveiðar 34,6 23,7 58,3 38,0 14,9 52,9
Handverk og iðnaður 33,8 12,3 46,1 30,3 9,7 40,0
Verzlun og samgöngur 32,9 3,9 36,8 28,8 6,3 35,1
Ymisl. minni háttar störf 34,2 15,5 49,7 20,9 26,0 46,9
Þeir, sem lifa á eignum sínum 25,3 41,2 66,5 26,4 37,6 64,0
Þeir, sem njóta styrks af almannafje o. fl. 31,3 38,7 70,0 34,2 48,1 82,3
Otilgreind atvinna — 29,3 31,8 61,1 15,2 18,8 34,0
Öll þjóðin ... 33,7 22,7 56,4 32,7 14,0 46,7
Það skiptir einkum miklu, að tiltölulega margir forstöðumenn eða framfrerendur eru
í flokknum »landbúnaður og fiskiveiðarg (á Islandi 58%, í Danmörku 53%); þessi flokkur er
sem sje langtum fjölmennari á íslandi þar sem í honum voru 78% af allri þjóðinni, en í
Danmörku, þar sem hann var 41%.
í yfirlitinu hjer að ofan er ekkert tillit tekið til þess greinarmunar, sem gerður er
á húsbændum og aðstoðarfólki í flokkunum »landbúnaður og fiskiveiðar«, »handverk og iðn-
aður« og »verzlun og samgöngur«, sem síðar skal nánar drepið á. Hjer skal þess eins getið,
að það að sjálfsögðu hefir áhrif á hundraðshlutfall (%) forstöðumanna eða »framfærenda«, hvort
margt eða fátt af er af »aðstoðarfólki« f atvinnuflokknum, með því að til þess er meðal ann-
ars talinn hinn mikli fjöldi hjúa, er fást við atvinnustörf, sem flest eru ógipt og eru því
framfærendur, án þess að framfæra aðra (framfæra sig sjálf). l'etta hlutfall kemur einkum
átakanlega fram í landbúnaðinum Af forstöðumönnum, framfærendum landbúnaðarins á Islandi
24352 voru 26,6% húsbændtir (22,4% karlar og 4,2% konur) og 73,4% aðstoðarfólk (32,2%
karlar og 41,2% konur). Af framfærendum landbúnaðarins í Danmörku vortt 29,8% húsbænd-
ur (27,2% karlar og 2,6% konur) og 70,2% aðstoðarfólk (44,0% karlar og að eins 26,2% kon-
ur). Þar sem því er ekki mikill munur á hlutfallinu milli húsbænda ogaðstoðarfólks við land-
búnaðinn á Islandi og í Danmörku, er aptur átakaulegur muuur á hlutfallinu milli karla og
kvenna meðal forstöðumanna eða framfærendanna í aðalfólksflokkunum, þar sem langtum fleira
er þar af konum en körlum, en í Danmörku á einmitt hið gagnstæða sjer stað.
Eins og þegar hefir verið getið, verður »framfærsluhlutfallið« 1901 ekki beinlínis
borið sainan við niðurstöðu hinna eldri fólkstala.
Af hinum ymsa atvinnuflokkum kveður langmest að landbúuaði og fiski-
veiðum, þar sem rúmlega þrír fjórðu (78%) at' öllum landsbúum framfleyta lífiuu á þeirri
atvinnu. Nákvæma greining á sveitafólki (landbúnaði) og sjómönnum (fiskiveiðum) er ekki
unnt að gjöra á Islaudi. Auk þeirra nálega 40,000 manna, sem talið er að lifi á sveitabú-
skap einum og þeirra 9000, sem talið er að fáist við fiskiveiðar einar, voru við fólkstalið rúm-
lega 12,000, sem höfðu bæði fiskiveiðar og landbúnað (einkum heyskap) að atvinnu jöfnum
höndum, og eru með þeim taldir hinir svonefndu »þurrabúðarmenn«. Gersamlega sveitabúar
voru því um 51%, gersamlega sjómenn (fiskimenn) um 110/0 og miðflokksmenn (fiskiv. og
landb.) um 16% af allri þjóðinni. í eptirfarandi yfirliti (XIV. töflu, bls. 218) er synt, hve