Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 12
föstudagur 14. nóvember 200812 Fréttir Glæsibær | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Sími 554 6446 | ragna@hlg.is Ragna Leifsdóttir Húð- og kynsjúkdómalæknir Hef  utt húðlæknastofu mína í nýja húsið í Glæsibæ, 5. hæð. Sama hús og Hrey ng. Tímapantanir í síma: 554 64 46 Húðlækningar „Þetta lýsir í rauninni ágætlega hvern- ig Glitnir starfaði á sínum tíma,“ seg- ir viðskiptafræðingurinn Vilhjálmur Bjarnason en fyrirtaka var í skaða- bótamáli hans gegn stjórn Glitnis og Glitnisbankanum sjálfum en hann sakar þá um að hafa keypt hluta- bréf af Bjarna Ármannssyni, fyrr- verandi bankastjóra, á yfirverði þeg- ar hann hætti störfum. Deilan snýst um að stjórnarmenn Glitnis eiga að hafa samþykkt að kaupa hlutabréf Bjarna á genginu 29 þegar markaðs- gengið var á milli 26 og 27 þann dag. Alls seldi Bjarni hlutabréf upp á tæpa sjö milljarða króna þegar hann lauk störfum. Að sögn Bjarna töpuðu aðrir hluthafar fjög- ur hundruð milljónum króna með gjörningn- um. Hagnaðist á yfirverði Það var í febrúar síðast- liðnum sem Vilhjálm- ur tilkynnti í þætti Egils Helgasonar, Silfri Egils, að hann hygðist stefna Glitni fyrir að hafa gert of ríkulegan kauplokasamn- ing við Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitn- is. Þá var samþykkt að kaupa 236 milljón hluti í Glitni sem voru í eigu Bjarna fyrir rúmlega sex milljarða króna á geng- inu 29. Vilhjálmur taldi þetta ekki geta stað- ist því markaðs- gengið hefði ver- ið á bilinu 26 til 27 daginn sem viðskiptin voru gerð. Þar af leiðandi hefðu fjögur hundruð milljónir króna auka- lega fengist fyrir hlut bankastjórans fyrrverandi. Öllum stjórnarmönnum stefnt Það var síðan nokkrum dögum síð- ar sem Vilhjálmur ákvað að stefna ekki eingöngu bankanum sjálfum fyrir hönd hluthafa, heldur einnig þáverandi stjórnarmönnum Glitn- is. Þau voru Þorsteinn M. Jónsson, Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Jón Sigurðs- son, Katrín Pétursdóttir, Pétur Guðmundsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Öll sátu þau í stjórn þegar Bjarni hætti störfum og fékk í kjölfarið ríkuleg- an starfslokasamning. Vilhjámur telur stjórnina hafa brotið 76. grein hlutafélagalaganna en þar segir að óheimilt sé að veita einstaka hluthöf- um ívilnun á kostnað annarra, það sama og átti við þegar persónuleg- ar ábyrgðir starfsmanna Kaupþings voru felldar niður vegna lána sem þeir fengu fyrir hlutabréfakaupum. Mætti sér til skemmtunar „Ég mætti bara mér til gamans, það voru einhver þrjú skjöl lögð fram og svo var aðalmeðferð ákveðin,“ segir Vil- hjálmur sem mætti sjálfur í Hér- aðsdóm Reykjavíkur í gærdag þeg- ar málið var tekið fyrir. Í málsókn hans kveður á um að hann vilji, fyr- ir hönd hlutahafa, að bankinn end- urgreiði þeim þær fjögur hundruð milljónir sem Glitnir á að hafa greitt aukalega fyrir hlutina hans Bjarna. Þess má geta að Bjarni var auk sex milljarðanna leystur út með tæpum hálfum milljarði í laun. Lýsandi verklag „Þetta er augljóst núna, fyrir þá sem ekki vissu þá,“ segir Vil- hjálmur um það hvort málið hafi öðlast nýja merkingu í öðru árferði. Hann seg- ir þetta nokkuð lýsandi fyrir verklag bankans á sínum tíma sem síðar átti eftir að verða fyrsti bankinn sem rík- ið kom til bjargar og að lokum þjóð- nýttur. Í yfirlýsingu, sem stjórn Glitnis sendi frá sér í febrúar síðastliðnum þegar málið kom upp, var því hald- ið fram að kaup Glitnis á hlutum Bjarna hafi fallið innan valdheim- ildar stjórnarinnar og verið eðlileg í alla staði. Þá sagði jafnframt að gengið hafi endurspeglað markaðs- aðstæður og væntingar á þeim tíma sem kaupin voru gerð. Aðalmeðferð málsins verð- ur í janúar. krefst bóta vegna bjarna Mál viðskiptafræðingsins Vilhjálms Bjarnasonar gegn Glitni og stjórnarmönnum bankans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið er vegna starfsloka Bjarna Ármannssonar auðmanns en Vilhjálmur heldur því fram að Glitnir hafi keypt hlutabréf Bjarna í Glitni á yfirverði. Hluthafar eiga að hafa verið hlunn- farnir um fjögur hundruð milljónir vegna þessa. Stjórnarmenn Glitnis neita ásökunum. VaLur grettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Vilhjálmur Bjarnason fyrirtaka í skaðabótamáli vilhjálms gegn stjórn glitnis var í gær. vilhjálmur segir gjörninginn lýsandi fyrir starfsemi bankanna á sínum tíma. Þorsteinn M. Jónsson var í stjórn glitnis þegar hlutabréfa- kaupin áttu sér stað. vilhjálmur vill meina að stjórnin hafi snuðað hluthafa glitnis um fjögur hundruð milljónir króna. Bjarni Ármannsson fékk veglegan starfslokasamning en hann hagnaðist um sex milljarða þegar hann seldi hlutbréf sín til glitnis, að sögn vilhjálms, á yfirverði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.